Strand-Fótboltamótið 2009

  • Skrifað af Strandfotbolti fyrir meira en 764 vikur

     


    Þann 15.ágúst verður fyrsta Strand-Fótboltamótið á Íslandi haldið. Leikið verður á tveimur völlum í Nauthólsvík og spilað allan daginn og mótið klárað með úrslitaleik. Nú er skráning hafin og eru þegar komin fjölmörg lið. Við hvetjum leikmenn í Utandeildinni að vera með og ekki missa af þessari frábæru íþrótt... Þetta verður bara stemmning. Síðari um kvöldið verður mikill gleðskapur og verða verðlaun veitt fyrir 1,2 og þriðja sætið, besta leikmann mótsins og margt fleira. Auðvitað verða frábær verðlaun veitt, en kemur meira um það síðar inn á vefnum www.fotbolti.net


    Það verða 30 lið sem komast að á mótinu sem verður skipt í 6 riðla. Leiktíminn er 1x10 mínútur. Hámarksfjöldi í hverju liði er 10, 5 byrjunaliðsmenn og 5 varamenn. 18 ára aldurstakmark er á mótið.

    Mótið er í umsjá Davíðs Sigurðarsonar og Jóhanns Sveinbjörnssonar og verður það unnið í samvinnu við fotbolta.net.

    Þátttökugjald er 20.000 kr á lið.

    Skráning og nánari upplýsingar á johann@jenfe.is eða 899-0484

    Bestu kveðjur

    Davíð & Jóhann Mótshaldarar
  • Skrifað af Strandfotbolti fyrir meira en 764 vikur

    Hér er annars snilldar linkur á gott video um Strand Fótboltann....

      http://www.youtube.com/watch?v=ZXWUa0MZ-pM

  • Skrifað af Strandfotbolti fyrir meira en 764 vikur

    Það er grúppa inn á Facebook, sem heitir

    "Íslandsmótið í Strandfótbolta"

    Allir velkomnir að gerast meðlimir og fylgjast með fréttum næstu daga.

  • Skrifað af Strandfotbolti fyrir meira en 764 vikur

    Kæru fótboltaunnendur, af óviðráðanlegum orskökum getum við ekki haldið fyrirhugað Strand-fótboltamót 15.ágúst.
    Skráning á mótið hefur gengið vel og munu þau lið sem hafa nú þegar skráð sig til leiks fá endurgreitt að fullu.
    Fyrirhugað er að halda mótið næsta sumar, ennþá stærra og veglegra en fyrirhugað var að halda núna.

    Bestu þakkir fyrir allan þennan áhuga, og sjáumst næsta sumar.

    Kveðja Davíð og Jóhann

Til að leggja eitthvað til málanna þarf notandi að vera innskráður