Dómgæsla

  • Skrifað af keli fyrir meira en 610 vikur

    Sælir herramenn.

    Ég ætla að hætta mér út á það jarðsprengjusvæði sem umræða um dómgæsluna er. Ég vil taka það skýrt fram að yfir það heila er ég ánægður með dómgæsluna og tilkoma línuvarða hefur verið mikil lyftistöng fyrir deildina og mótið. Þá hefur umgjörðin öll verið með allra besta móti í sumar.

    Þó hefur það verið þannig í síðustu tveimur leikjum hjá mínu liði að mér hefur fundist bera á því að dómarinn (tveir mismunandi dómarar) reyni allt hvað þeir geta til að halda spjöldunum í vasanum og er það ekki fyrr en eftir 5-6 ljót brot að loksins fari gult spjald á loft. Í hverjum leik eru okkar hæfileikaríkustu leikmenn klipptir niður og í síðasta leik tognaði einn okkar á ökkla og spilar ekki næstu vikurnar. Vegna þessa hafa leikirnir þróast út í óþarfa tuð og pex og pirring hjá báðum liðum. Viðhorfið hjá dómurunum hefur mér fundist vera á þá leið að þetta sé "bara utandeildarbolti" og það taki því varla að vera að spjalda menn. Persónulega finnst mér gert heldur lítið úr mótinu með þessu og leikirnir verða harðari og ljótari en þeir þyrftu að vera.

    Ég veit að við erum allir karlmenn og viljum spila alvöru fótbolta og ég er ekki að biðja um spjöld fyrir öll brot en það vill heldur enginn mæta ríghaltur í vinnu eftir glórulausa tæklingu. Það er alveg klárt að gefið er fordæmi snemma leiks að illa tímasettar og varasamar tæklingar séu ekki liðnar þróast leikurinn öðruvísi. Þá spilar leikmaður á gulu spjaldi ekki eins og leikmaður sem ekki hefur verið spjaldaður.

    Er ég einn á báti í þessu eða eru aðrir að upplifa þetta eins og ég?

    Aftur vil ég taka fram að yfir það heila er ég ánægður með dómgæsluna og mótið, en alltaf má gera betur!

  • Skrifað af Hörður fyrir meira en 610 vikur

    Ég er 100% sammála. Undanfarið (í þeim leikjum sem ég hef spilað) hafa menn ekki verið að fá spjöld nema fyrir kjaftbrúk. Samt sér maður sömu menn vera að brjóta af sér mörgum sinnum í leik.

  • Skrifað af Drepplin fyrir meira en 610 vikur

Til að leggja eitthvað til málanna þarf notandi að vera innskráður