Ekkert kæruleysi

  • Skrifað af binniulla fyrir meira en 655 vikur

    Góðan daginn kæru utandeildarfélagar.


    Það er búin að vera svo mikil deyfð yfir utandeildarspjallinu upp á síðkastið að okkur í UFC Ögni langar að hrista aðeins upp í því með smá kærunöldri eins og okkar er von og vísa.


    Þannig er mál með vexti að á fyrsta tímabili Ögna í utandeildinni, árið 2009, var Ögni að gera það nokkuð gott og komst í úrslitakeppnina. Í fyrst leik í úrslitakeppni kepptum við Ögnamenn við SÁÁ og unnum þá. Það var þó ekki raunin því eins og sumir kannski muna þá lögðu SÁÁ fram kæru eftir leikinn sökum þess að leikskýrsla Ögna var handskrifuð (skita hjá okkur, prentarinn bilaður og vesen). Við skrifuðum því leikskýrslu upp eftir gamalli UD leikskýrslu sem við áttum, með sama formi og sömu upplýsingum (spurðum meira að segja Gauja í Kumho sem var í stúkunni hvort að þetta væri í lagi og hann sagði að hann myndi allavega ekki gera neitt veður úr þessu) . Daginn eftir leikinn, fyrir klukkan 10, hringdi svo Gaui í Kumho og tilkynnti okkur bæði þær fréttir að SÁÁ hefðu kært og að það væri búið að úrskurða þeim í hag. Þessi kæra olli því að í stað þess að Ögni og Hjörleifur færu áfram í undanúrslit voru það Kumho og Hjörleifur.


    Upp úr þessu hófst mikið þras á Utandeildarsíðunni og fóru menn mikinn á spjallinu. Meðal annars voru þessi orð látin falla:


    Ef það á að hækka standardinn deildarinnar þá verðum við að fara að reglum annars er tilgangslaust að hafa þær." - Geir Leó FC SÁÁ


    „talandi um fair play þá held ég að öll lið hefðu gert það sama." - Joi81 


    En reglur eru reglur og ekki spurning um að mönnum beri að fara eftir þeim. Það hefði verið slæmt fordæmi að láta eftir þessu og aðhæfast ekkert og mundi það bara búa til vesen í framtíðinni þegar þetta kemur upp aftur.... þetta mun pottþétt koma upp aftur." - 4hero


    „Hvað eru menn að kvarta yfir þessi, þetta er mjög eðlileg kæra. Þú kærir eftir að brotið á sér stað." - Jóhann Sveinn Leikmaður Duffa
    „ Reglur eru til þess að fylgja og finnst mér að það ætti ekki vera veitt nein undantekning nema með góðum fyrirvara fyrir leikinn
    " - Stebbi


    Það yrðu mjög undarleg skilaboð og skrítin málalok ef Ögnamenn kæmust upp með trassaskap sinn í þessu máli. Með því væri verið að gefa skít í það skipulag og utanumhald sem mörg lið hafa kappkostað að fylgja í sumar." - Stefanovich


    „Öllum þykir miður að þetta mál hafi komið upp. Stjórn getur ekki annað en dæmt eftir reglunum og þ.a.l. dæmt SÁÁ 3-0 sigur. Félögin samþykkja reglur á aðalfundi. Félögin kjósa stjórn á aðalfundi. Stjórn fylgir reglum." - Maggi (í stjórn UD)


    Þessa grein hér að neðan tók ég úr reglum UD og mér skilst að hún flokkist sem grein 9 :


    „Leikskýrslur: Fylla skal út leikskýrslu og skila 15 mín fyrir leik, eitt eintak fyrir dómara og annað fyrir mótherja. Leikskýrsla skal innihalda fullt nafn, kennitölu og treyjunúmer leikmanns. Ennfremur skal þar koma fram leikdagur, leiktími, á hvaða velli er spilað og hvaða lið mætast. Dómari sér til þess að skýrsla sé rétt útfyllt.
    Aðeins leikskýrslur prentaðar af vef UD eru löglegar skýrslur. Utandeildin.is
    Liðinn eru sjálf ábyrg fyrir því að fá leikskýrslu frá andstæðingi sínum
    ."


    Nú er svo í pottinn búið að Kumhomenn afhentu okkur Ögna í gærkvöldi leiksskýrslu sem við setjum tvær athugasemdir við. 


    Sú fyrri er að búið var að handskrifa inn á útprenntaða leikskýrslu:


    „SVAVAR (Gosi) 12"


    Eins og menn sjá er þarna á ferð augljóst brot á 9. grein laga Utandeildarinnar þar sem hvorki kemur fram fullt nafn né kennitala. Auk þess sem annar leikmaður var skráður á númeri 12.


    Þegar Gaui afhenti okkur skýrsluna spurði hann vissulega hvort að þetta væri í lagi og sagði að þessi Svavar væri í gagnagrunninum á UD síðunni og við gætum tékkað á honum þar. Við svöruðum Gauja í léttum tón að við myndum bara kæra þetta.


    Seinni athugasemdina, og öllu alvarlegri athugasemd, setjum við-við að einn leikmaður Kumho, Haukur Heimisson, sem augljóslega kom inn á og spilaði í leiknum, var ekki á skýrslu og við frekari eftirgrenslan kom í ljós að hann er skráður í leikbanni á síðu UD.
    Þetta er klárt brot á 8. og 9. grein reglna utandeildarinnar. 8. grein má sjá hér að ofan og í 9. grein stendur :


    Leikmenn sem hafa fengið rautt spjald fara sjálfkrafa í leikbann í næsta leik, hvort sem er í riðlakeppni eða bikarkeppni. 5.Gul spjöld tákna 1.leiksbann, er þar átt við spjöld úr deild og bikar. Gull spjöld fara af mönnum í úrslitakeppninn en ekki leikbönn. Leikbönn fylgja leikmönnum á milli tímabila. Ef með þarf tekur aganefnd ákvörðun um lengd brots í samvinnu við dómara. Lengd leikbanna er minnst 1.leikur og mest ævilangt. Ef leikmenn liðs verða uppvísir af ósæmilegri hegðun, s.s. líkamsárásir, skal því liði vísað úr keppni."


    Reiknum við með að þessi gullspjöld séu ekki alvöru gullspjöld heldur gul spjöld. 


    Okkur finnst skítlegt í meira lagi að vera að skrifa þennan pistil þar sem við skíttöpuðum sanngjarnt gegn Kumho 5-1 í gær og áttum ekkert skilið úr þeim leik. En að sama skapi skíttöpuðu SÁÁ hér um árið og að sama skapi hefðu þeir getað farið á vef UD og séð að við værum allir skráðir þar, sem er meira en hægt er að segja um Kumho.


    Sjálfa langar okkur ekkert að kæra þennan leik en í ljósi þeirra ummæla sem fallið hafa hér á spjallinu þá erum við farnir að draga gildi sanngirni í efa og það væri hreinlega óábyrgt af okkur Ögnamönnum að kæra ekki þennan leik og „hækka þannig standard deildarinnar". 


    Því sjáum við okkur enga aðra vegi færa en að leggja fram formlega kæru til stjórnar Utandeildarinnar og að niðurstaðan verði 3-0 sigur Ögna í hag. Gott væri ef að tvö mörk væru skráð á leikmann númer 8 og eitt á leikmann númer 17, eða eftir samkomulagi.


    Stjórn Utandeildar 2009 stóð gallhörð á því að við hefðum brotið reglur og að okkur skyldi refsað með einu viðurlögum utandeildarinnar, 3-0 tapi. Þar settu þeir fordæmi fyrir hvernig skal tekið á málum sem þessum og gerum við þá kröfu að núverandi stjórn fylgi því fordæmi. 


    Fyrir hönd UFC Ögna,
    Brynjar Úlfarsson

  • Skrifað af Engilbert fyrir meira en 655 vikur

    Ef þetta er allt satt og rétt þá get ég ekki séð annað en að Ögnamenn fái dæmdan 3-0 sigur sér í hag.

    Rétt skal vera rétt

  • Skrifað af Lundinn fyrir meira en 655 vikur

    Sælir

    Það tók sinn tíma að lesa þetta skjal sem er snilldin ein.

    Ögni er með tvær kærur í einum leik og eiga að vinna leikinn 6-0(3-0 er alveg nóg svosem).

    Það verð gaman að fylgjast með þessari umræðu sem er rétt að hefjast hihihihi

    REGLUR eru

    REGLUR sem ber að fara eftir hjá ÖLLUM utandeildarlið, hvort sem það er Ögni, Duffi, ...... eða

    Kumho.

    Ætla að kveðja núna, hlakka til lesa hvað menn skifa.

    Kv. Jóhann Sveinn                                                          Leikmaður Dufþaks nr.23

  • Skrifað af Fóbó fyrir meira en 655 vikur

    Ef þetta er rétt þá á tvímælalaust að dæma Ögna sigur í þessum leik. Það sama skal yfir alla ganga.

  • Skrifað af Engilbert fyrir meira en 655 vikur

    ætla að vona að ögnamenn viti að kæruna verður að senda inn til sjtórnarinnar og það er ekki nóg að birta hana hérna.

    Bara svona fyi ef þú vissir það ekki :)

  • Skrifað af 0007 fyrir meira en 655 vikur

    Veit ekki neitt um þetta en ef stjórnin hefur ekki dæmt þenna Hauk í leikabann þá sé ég ekki hvernig maðurinn getur verið í leikbanni eftir 2.gúlspjöld þar sem reglan segir að menn fari í leikabann eftir 5.gul og í þókkabót þá eiga menn ekki að taka guluspjöldin með sér í úrslitakeppnina og finnst það hlev... hart að liðinn eiga að tapa leik 3-0 á léglegir forritun hjá þeim sem gerði síðuna.

  • Skrifað af gauti10 fyrir meira en 655 vikur

    Gaman að þessu.

    Ekki las ég skýrsluna sem við skiluðum inn en þið getið alveg tekið út þetta með að Haukur hafi verið í leikbanni. Þetta var fyrsti leikurinn hans í einhverjar 3 vikur svo hann ætti að vera löngu búinn að taka út bannið.

    Ef leikmaður er notaður sem ekki er á skrá, þá er þetta nú nokkuð beisik.

    Það þarf samt enginn að segja mér það að Ögna-mönnum þyki leiðinlegt að kæra þetta. Leikurinn var varla flautaður af þegar maður heyrði talað um að þeir ætluðu að kæra. Sem er vissulega þeirra réttur.


    Breytir svo sem engu, við eigum þá bara tvo leiki eftir sem við þurftum hvort eð er að vinna. Þetta gefur okkur bara meiri kraft til að klára hina leikina eins og við kláruðum Ögna leikinn.

    Gauti #10 Kumho

  • Skrifað af gauti10 fyrir meira en 655 vikur

    eftir smá rannsóknarvinnu sýnist mér þetta nú ekki vera svona rosalegt.

    Leikmaðurinn fer ekki á skýrslu vegna þess að hann er skráður í leikbann í utandeildargagnagrunninum. Þessi sami leikmaður getur á engan hátt verið í leikbanni svo það er einhver villa í grunninum. - þar fór það.

    Dómarinn hefur rétta skýrslu, þeas fyrir utan þennan leikmann sem kom ekki þar sem gagnagrunnurinn er ekki í lagi.

    en.. stjórnin á eftir að dæma. Trúi samt ekki að villa í gagnagrunni sé nóg til að fá leik dæmdan sér í hag.

    en gangi ykkur engu að síður vel, í leikjunum. Vil auðvitað að þið skíttapið þessari kæru :D

  • Skrifað af Lundinn fyrir meira en 655 vikur

    Sælir

    Gunnar B. Ragnarsson - (Gosi), skoraði í gær en hann átti að vera í banni vegna 5 gul-spjöld

    AtvikMín.LeikmaðurAtvikMín.Leikmaður
    5Guðjón Þ Valsson
    24Gunnar Ragnarsson
    28Guðjón Þ Valsson
    32Sigmundur Pétur Ástþórsson
    34Adam Gústavsson
    74Davið þorleifsson
    80

    Gunnar B Raganarsson

  • Skrifað af addorri fyrir meira en 655 vikur

    Við Ögnamenn erum búnir að senda inn formlega kæru í einum lið (Leikmaður ekki á skýrslu og skráður í leikbanni) þar sem við förum fram á að okkur verði dæmdur 3-0 sigur í samræmi við reglur deildarinnar.

  • Skrifað af möllerinn fyrir meira en 655 vikur

    Djöfulsins aumingjar.

    Þið vælduð vitlausir í fyrra,
    þið volkuntur - þetta er firra.
    Besefagrannir eins og SÁÁ,
    Björn bóndi á Á stillti upp á á á í á.

    Ef þið kærið leik sem þið skíttapið þá endurtakið þið leik SÁÁ, á Á, í fyrra sem er firra = leggið á sama plani og SÁÁ, á Á, og eruð þ.a.l. á sama plani og þeir.

    Drullist til að geta eitthvað á vellinum.

    Þegar þú fékkst skýrsluna í upplegg, Ögni. Af hverjur sagðir þú þeim í Kumho ekki: "Þetta er þvæla, þessir menn spila ekki leikinn. Þetta gengur ekki upp skv. lögum". Það hefði nú auðveldað hlutina.

    Er þetta ekki lugheiðing á heiði Ingi?

    Þið töpuðuð. Ef áfram þið viljið, vinnið þá næstu tvo leiki. Ananas eigiði ekki erindi í útanurslit.

    En að öðrum málum. Ellaðe rúllaðe yfir Landsliðið. Eins og við var að búast var ég mökkaður. Elliði var nær búinn að gefa leikinn, en hætti við. Vél Elliða vinnur vel. Það vita þeir sem sáu.

    Við erum Meistarar Meistaranna 2011, tvisvar. Þeir unnu bikarinn í fyrra og núna. Við erum meistarar. Víst sannar þetta það að bikarinn er konfektmoli.

    Anna Kristjáns sat í áhorfendastúkunni með stúlkunni. Hún styður Elliða og hefur gert frá stofnun félagsins.

    Ég er rosalegur. Ég er Möllerinn.

    Möllerinn

  • Skrifað af möllerinn fyrir meira en 655 vikur

    Ég er alveg mökkaður!

  • Skrifað af kappsamur fyrir meira en 655 vikur

  • Skrifað af kappsamur fyrir meira en 655 vikur

    Ef þessi Heimir var ekki á skýrslu og spilaði í leiknum, þá á þetta dæmi að vera borðliggjandi.

    Möller taktu þér tak!! Það er ekki sjón að sjá þig drengur.. Hér á árum áður fékk maður að sjá mun meiri svívirðingar frá þér... Er kallinn að verða meyra með árunum????

    Kveðja,
    Helgi

     

  • Skrifað af Legend fyrir meira en 655 vikur

    Bara það að nafn sé handskrifað inn á skýrsluna og það vanti fullt nafn og kennitölu ætti að vera nóg til að Kumho tapi þessu. Sérstaklega miðað við fordæmið sem skapaðist er Ögna var dæmt tap gegn SÁÁ hér um árið. Þegar komið er í úrslitakeppni þá eiga svona hlutir að vera í lagi.

    Kumho-mönnum ætti einnig að hafa verið ljóst að Haukur Heimisson hafi ekki verið á skýrslu og gera viðeigandi ráðstafanir. Því er ekki hægt að skella skuldinni alfarið á gagnagrunninn. Þeir sem skila inn skýrslunni hljóta að bera endanlega ábyrgð á að hún sé rétt.

  • Skrifað af skuggi101 fyrir meira en 655 vikur

    Held að Ögna menn þurfa aðeins að slappa af og hætta grípa í strá þar sem Guðjón labbaði að þeim fyrir leik og spurði þá hvort þetta væri í lagi að hann var handskrifaður og þeir sammþykktu það svo þegar þeir tapa þá fer allt í háaloft og að segja að Gosi hefði átt að vera í banni er bara rugl hann er kominn með 4 gul spjöld , hann er buin að fá 5 gul yfir seasonið enn 1 af þeim fékk hann rautt í sama leik og tekur það gula spjald væntanlega ekki með sér.

    Í guðana bænum Ögna menn hættiði þessu væli. þessi deild er buin hjá ykkur ;)

  • Skrifað af Engilbert fyrir meira en 655 vikur

    Ég kalla þetta ekki að grípa í strá. Ef að menn vilja setja þessa deild upp á hærra plan þá þýðir ekkert að leiða þetta mál hjá sér.

     

  • Skrifað af kappsamur fyrir meira en 655 vikur

    Sælir,

    Ef ég leyfi mér að vitna í gauta10, þá sagði hann:

    eftir smá rannsóknarvinnu sýnist mér þetta nú ekki vera svona rosalegt.

    Leikmaðurinn fer ekki á skýrslu vegna þess að hann er skráður í leikbann í utandeildargagnagrunninum. Þessi sami leikmaður getur á engan hátt verið í leikbanni svo það er einhver villa í grunninum. - þar fór það.

    Dómarinn hefur rétta skýrslu, þeas fyrir utan þennan leikmann sem kom ekki þar sem gagnagrunnurinn er ekki í lagi.

    Takið eftir feitletraða, DÓMARINN HEFUR RÉTTA SKÝRSLU!!! 

    Ef þið lesið 9.gr. utandeildarinnar. SJá hér að neðan.

    9. gr.

    Leikskýrslur: Fylla skal út leikskýrslu og skila 15 mín fyrir leik, eitt eintak fyrir dómara og annað fyrir mótherja. Leikskýrsla skal innihalda fullt nafn, kennitölu og treyjunúmer leikmanns. Ennfremur skal þar koma fram leikdagur, leiktími, á hvaða velli er spilað og hvaða lið mætast. Dómari sér til þess að skýrsla sé rétt útfyllt.
    Aðeins leikskýrslur prentaðar af vef UD eru löglegar skýrslur.  Utandeildin.is
    Liðinn eru sjálf ábyrg fyrir því að fá leikskýrslu frá andstæðingi sínum.

    Ég þá spyr.. Ef dómarinn hefur rétta skýrslu, hvaða skýrslu eru þá hin liðin með???   Skiptir ein skýrsla bara máli?  Ég hélt að dómarinn væri með alveg eins skýrslur og liðin sem spila leikinn?  

    Getum við þá ekki bara sleppt þessum skýrslum fyrir leiki ef það er nóg að dómarinn hafi rétta skýrslu?????

    Kveðja,

    Helgi

  • Skrifað af gauti10 fyrir meira en 655 vikur

    Mér sýnist þessi umræða vera farin að snúast svolítið um það að finna bara allt mögulegt sem hægt er að kæra. Svona svipað og eitthvert árið þegar nánast átti að kæra lið fyrir að vera í mislitum sokkum eða buxum, af því það stóð í reglunum að allir leikmenn skuli klæðast eins búningum.

    Hægt er að skila inn skýrslu sem hægt er að finna eitthvað að og svo er hægt að skila inn skýrslu sem er ekki hægt að lesa í og greina í sundur númer og nöfn, sbr. skýrslumál Ögna um árið. Það hafa örugglega öll lið lent í því að þurfa að henda inn leikmanni eftir að liðið er mætt á leikvöll. Jú, það skal vera skiljanlegt hvaða leikmaður það er og hann skal vera til í gagnagrunninum.

    Í leiknum við Ögna réttir þjálfarinn okkar forsvarsmanni Ögna skýrslu og lætur vita af handskrifuðu nafni, þá hefði verið drengilegast að koma bara hreint fram og segja að það væri ekki í lagi í stað þess að leggjast ofan í leikskýrslur, spjallþræði og reglur til að finna allt það sem mögulega væri hægt að finna að.

    Hvorugur leikmaðurinn sem þið hafið nefnt er eða var í banni. Svo eftir stendur þetta handritaða nafn leikmanns sem til er í gagnagrunninum og fer ekkert á mála hver er. Dæmi svo hver fyrir sig en ég vona bara að það komi úrskurður sem fyrst svo hægt verði að einbeita sér að fótboltanum

    Persónulega finnst mér þetta tittlingaskítur og jaðra við aumingjaskap af liði sem ég hef alltaf virt fyrir drengskap og skemmtilegan bolta. Þeir voru niðurlægðir á þeim vettvangi sem leikir eiga að vinnast á og eru líklega bitrir eftir SÁÁ kæruna. Skiljanlega.

  • Skrifað af kappsamur fyrir meira en 655 vikur

    gauti10.. mér sýnist þú alveg gleyma að minnast á leikmann heimir hauk eða haukur heimir(veit ekki nafnið, né hef lesið þessa skýrslu).  Þá þykir mér alvarlegra að hann skuli spila lungann af leiknum á miðjunni, mjög sterkur leikmaður.  En hann er hvergi á leikskýrslu!!!! Hvorki handskrifaður né prentskrifaður!! Eða það er það sem ég les úr þessu spjalli hér að ofan.  HEF EKKI SÉÐ ÞESSA SKÝRSLU PERSÓNULEGA.  Ef hann er á þessari skýrslu, þá skal ég bara éta þetta allt saman ofan í mig aftur....

    Þrátt fyrir það að þú kallar Ögna aumingja og þér finnist þetta vera tittlingaskítur.  Þá hlýtur að vera að menn þurfi að vera skráðir í leikinn sem þeir eru að spila.  Það þætti mér allavega eðlilegast.

  • Skrifað af Lundinn fyrir meira en 655 vikur

    Sælir

    Gulu-spjöld GOSA:

    1.-  SÁÁ        08.06.11  Gult, svo beint rautt

    2.-  Elliði       06.07.11  Gult

    3.-  KHA       13.07.11  Gult

    4.-  Hómer   19.07.11  Gult

    5.-  Dragon  24.08.11  Gult

     

    Kv. Jóhann Sveinn

  • Skrifað af addorri fyrir meira en 655 vikur

    Til þess að útskýra málin betur:

    Við vorum nokkrir félagarnir sem unnum saman að því að skrifa kærupistilinn hér að ofan, og við gerð hans varð smá misskilningur með skýrsluna. Ég ætla að reyna að leiðrétta hann hér.

    ---

    Fyrri liðurinn í kærunni - "Svavar (Gosi) 12" - á ekki við eins og hann er útskýrður hér að ofan, og við erum búnir að senda leiðrétta kæru á stjórnina þar sem þessi liður er tekinn út. Þetta var atriði sem var í ólagi á leikskýrslunni í fyrri leik Ögna og Kumho á þessu tímabili og fyrir misskilning læddist þetta með í kæruna. Skýrsla Kumhomanna í fyrri leiknum var í fullkomnu ólagi og þar hefði verið góður fótur fyrir kæru. Við ákváðum þó að láta það vera að kæra þann leik en þetta atriði hafði þó mikið að segja um að við ákváðum að kæra núna.

    Núna mættum við Kumho í annað skipti á tímabilinu. Eftir leikinn fórum við að ræða tvískinnungshátt Kumho hvað varðar skýrslumál, þar sem Gaui er bæði hluti af stjórninni sem var eldsnögg að hengja okkur á skýrslumisferli á sínum tíma - og umsjónarmaður skýrslumála hjá Kumho (eftir því sem ég best veit). Á þessu stigi málsins ætluðum við bara að tilkynna þetta og kvarta yfir þessu.

    Við nánari rýni á skýrslunni kom svo í ljós að umræddur leikmaður, Haukur Heimisson, var hvorki skráður á hana - handskrifað eða prentað - og einnig að hann var skráður í bann á utandeildarsíðunni. Við vorum ekkert látnir vita af fyrirætlunum Kumho að nota hann í leiknum eða af einhverjum villum í gagnagrunni síðunnar. 

    Hvort þessara atriða fyrir sig ætti að vera nóg til þess að skýrslan sé ólögleg og okkur sé dæmdur 3-0 sigur í samræmi við gildandi reglur. 

    ---

    Ég læt fylgja með leikskýrslur Kumho-manna úr viðureignum okkar á þessu tímabili.

    Fyrri leikurinn: http://myndahysing.net/upload/71315417113.JPG

    Seinni leikurinn (kæran): http://myndahysing.net/upload/311315408892.JPG

    f.h. UFC Ögna,

    Arnar Eyjólfsson

  • Skrifað af Engilbert fyrir meira en 655 vikur

    Samkvæmt þessu sem Jóhann Sveinn var að pósta þá átti Gosi einnig að vera í banni í þessum leik.

  • Skrifað af orvar05 fyrir meira en 655 vikur

    Mig langar bara að árétta varðandi Gunnar Björgvin Ragnarsson (Gosa) - sérstaklega vegna athugasemda Jóhanns Sveins og Engilberts: 

    Í reglugerð KSÍ um Aga- og úrskurðamál segir í grein 13.1.3.: 

    "Sé leikmanni vísað af leikvelli eftir að hann hefur hlotið áminningu skal hann eingöngu hljóta refsingu í samræmi við brottvísunina, þ.e. áminningin fellur niður."

    Skv. þessari reglu er ljóst að Gosi hafði eingöngu hlotið 4 gul spjöld fyrir leikinn við Ögna þar sem refsing vegna guls spjalds gegn SÁÁ 08.06.11 fellur niður sökum rauða spjaldsins. 

    Vegna annarra liða í þessari kæru þá skildist mér á Guðjóni Paul að einhvers konar mistök í gagnagrunni hafi orsakað að nafn Hauks Heimissonar kom ekki með á skýrsluna, hann hafi verið skráður þar í leikbann þrátt fyrir eingöngu 2 gul spjöld í allt sumar. Þetta er sagt án ábyrgðar, enda hef ég ekki kynnt mér kæruna til hlítar, skoðað umræddar skýrslur né skoðað gagnagrunninn. 

    Ég vil í barnslegri blindni trúa því að hvorki Guðjón Paul né aðrir í þessari stjórn láti stjórnast af þeim fáranlegheitum að úrskurða í þessu máli né öðrum (áður og í framtíðinni) eftir því hvað hentar þeirra liði best. Þessir menn hafa allir lagt sig fram um að gera mótið sem best í alla staði og eiga hrós skilið fyrir þá vinnu. 

    Ég vona bara að allir þættir málsins (tæknileg atriði, fordæmi o.s.fr.) verði skoðaðir og hlutlaus úrskurður fenginn í málið sem allra fyrst svo liðin geti farið að einbeita sér að næsta verkefni, næsta leik. 

     

    Eins vil koma á framfæri persónulegri skoðun: 

    Mig langar til að biðja menn um að sleppa öllum aðdróttunum í átt að Guðjóni Paul, að draga hans heiðarleika í garð Utandeildarinnar í efa. Eftir því sem ég best veit og þekki þá er hann í senn heiðvirður í sínum störfum fyrir Utandeildina og að sama skapi ein ötulasti og duglegasti maður sem komið hefur að þessu frá upphafi. Mér finnst næstum vegið að hans heiðri í þessum (og öðrum) spjallþráðum. Hafi menn eitthvað upp á hann að klaga eða út á hans vinnu að setja er vettvangur þeirra mála ekki hér á svona spjalli. 

     

    Með vinsemd og virðingu,

    Örvar, Kumho nr 19

     

     

     

     

  • Skrifað af kappsamur fyrir meira en 655 vikur

  • Skrifað af kappsamur fyrir meira en 655 vikur

    Heyr heyr,

    Gaui er góður drengur. Hann hefur unnið gott og mjög vanmetið starf í þágu utandeildarinnar.

    Er ekki komin tími til að hætta þessu hérna og leyfa stjórninni að taka á þessu máli. Niðurstaða í þessu máli verður fundin af heiðurleika og sanngirni, það þarf engin að draga í efa.

    Kveðja,

    Helgi

  • Skrifað af gaui fyrir meira en 655 vikur

    Góðan daginn drengir

     

    Ég ætlaði ekki að taka þátt í þessari umræðu

    heldur leyfa stjórnin að vinna þetta mál í

    friði eins svona hlutir eiga að ganga fyrir

    sig. 

     

    Þar sem ég veit að Ögnamenn hafa dregið 

    handskrifða manninn til baka þá vil samt

    enga síður útskýra þann þátt.

    Málið með hann Svavar er að hann var ekki 

    boðaður í þennan leik en mæti samt sem 

    áður og þar sem ég vildi leyfa honum að vera

    með þá tók ég þessa ákvörðun að handskrifa 

    hann inn. Málið er það þið fenguð vitalausa

    skýrslu frá mér, ég mæti alltaf með 3.skýrslur

    í leik 1.fyrir andstæðinginn 1. fyrir dómarann

    og 1.fyrir mig þar sem ég skrá niður markaskorara

    og þá sem eiga stoðsendingar. Þið fenguð eintakið 

    mitt en það eru til 2.eintök af þessir skýrslu

    með fullunafni Svavars og kennitölu.

     

    Málið með Hauk er mjög einfald í alla stað, hann

    er með skráð á sig 2.gulspjöld í sumar en einsog 

    menn vita þá þarf 5.gul spjöld til að maður fá 

    leikbann, ef hann væri í leikbanni þá hefði stjórnin

    þurft að dæma hann í leikbann og ég get lofað ykkur 

    því að við í stjórn höfum ekki dæmt hann leikbann í

    sumar. Líka einsog margoft hefur komið fram hér 

    að þá eiga spjöld gul spöld að fara af leikmönnum 

    í úrslitakeppninni. 

     

    Þegar ég prenta út leikskýrlsu fyrir þennan leik 

    þá kemur nafn hans upp í litlaglugganum þar sem 

    maður bætir mönnum á skýrslu. (Menn sem gera skýrlsu

    fyrir sín lið vita hvað ég er að tala um) En af því að 

    hann er skráður í leikbann þá prentast hann ekki út

    á skýrsluni. Þegar ég kíki yfirskýrsluna að

    prentu lokinni þá tók ég bara ekki eftir því að hann

    hann vantaði á skýrsluna. Það er þess vegna sem það 

    var ekki talað við ykkur sérstaklega um hann því 

    ég veit að hann er ekki í leikbanni, var

    því ekki að gá að honum neitt sérstaklega. Ef ég 

    hefði á annaðborð tekið eftir því að hann vantið

    á skýrslu þá hefði verið hægt að lagað það fyrir 

    leik og þetta mál aldrei komið upp hefði tekið um

    5.mín að gera það.   

     

    Því er að alveg ljóst að þetta mál er ekki gert með 

    neinum ásetning. 

    Það er enhver kerfisvilla í gangi á síðuni sem þarf

    að láta skoða.

     

    Hef alltaf unnið þannig í öllum kærumálum að ef málinn

    eru ekki alveg  svart og hvítt þá tala ég alltaf við 

    liðinn um að taka drengsakapar pakkann á þessi mál. Held

    öll lið sem hafa sent inn kæru sem ég hef lent í þeirri 

    aðstöðu að vera talsmaður stjórnar að ég hef tekið þann

    kostvænastan að menn leysi þessi mál í friði og ró, en aftur

    á mót ef það gengur ekki þá verður stjórnin að grípa í 

    taumanna og ákveða refsingu eða tæma kæru tapaði. 

     

    Hvet ég nú menn að ró sig aðeins og leyfa stjórnin að klára

    þetta mál. (tek það skýrt fram að ég kem hvergi næri þessu

    mál, stíg til hliðar og kem ekki nálægt þessu máli.)

    KV

    Gaui Kumho 


  • Skrifað af 0007 fyrir meira en 655 vikur

    Þetta er alveg magnað mál.

    Svona samkæmt þessu þá er ekki deild um hvort að maðurinn er ólöglegur. Hann er 100% löglegur með Kumho, talvan setur leikmanninn í bann vegna 2.gulraspjalda alvegljóst þar sem stjórnin hefur ekki dæmt þennnan mann í leikbarnn. þá er það nokkuð ljóst að maðurinn 100% löglegur í leikinn. En þar sem talva setur hann í leikbann og neitar að prenta hann út þá er mögluleiki að leikurinn dæmist tapaður vegna galla í tölvukerfi. 

    Verð bar að viðurkenna að ekki lýst mér vel á þessa þróun að talvan geti gert menn ólöglega.  Ekki góð þróun. Held að menn verði nú aðeins að hugsa sín gang og skoða þetta mál vel. því ef svona mál kom upp aftur þá er hefur talvan rétt fyrir sér en ekki reglur Utandeildarinnar.

  • Skrifað af 0007 fyrir meira en 655 vikur

    en það verður athyglisvert að sjá hver verður niðurstaðan í þessu máli

    Nokkuðu ljóst að þetta mál er fordæmisgefandi.  Veit svo sem ekki neina góða lausn á þessu nema þá eina helst að Ögna menn dragi kæruna til baka,og gefi stjórnin tíma til að laga grunninn skil vel afhverju þeir kærðu leikinn en miðað við það sem er komið fram hér hjá Gaua  þá hljót menn að sjá ekki var hér um ólöglegan mann að ræð ´100% löglegan mann sem kemur ekki fram á skýrslu vegna galla i kerfinu.

    Magnað

     

  • Skrifað af Legend fyrir meira en 655 vikur

    Það er ekki hægt að skella skuldinni á tölvukerfið, endanleg ábyrgð er á þeim aðila sem fer yfir skýrsluna. Hann á að ganga úr skugga um að þeir leikmenn sem eru á skýrslu spili leikinn og engir aðrir. Eins og forsvarsmaður Kumho viðurkennir þá yfirsást honum það að einn hans manna sem tók þátt í leiknum var ekki á skýrslu. Hann ber ábyrgð á þeirri yfirsjón en ekki tölvukerfið.

  • Skrifað af Pacman fyrir meira en 655 vikur

  • Skrifað af orvar05 fyrir meira en 655 vikur

    Sælir herramenn,

    Bara svona mér til glöggvunar og forvitni, getur einhver bent mér á, í hvaða grein kemur fram að endanleg ábyrgð mistaka sem þessara (varðandi Hauk Heimisson sem skráður var í leikbann í gagnagrunni og því ekki á skýrsklu) sé á þeim aðila sem fer yfir skýrsluna - í þessu tilfelli, Kumho? 

    Hvar er tekið fram hver er ábyrgur og hver ekki í máli sem þessu? 

    Nú spyr ég vegna þess að ég á erfitt með að átta mig á þessu atriði, þó ég hafi gluggað í reglur (bæði KSÍ og UD). 

    Ég átta mig fyllilega á því að "common sense" leiði í ljós að forráðamenn liða "eigi" að vera ábyrgir en fyrst við erum komnir út í afar tæknileg atriði er varða þessa kæru þá langar mig að hafa allt samkvæmt bókinni. 

     

    Sem fyrr, með vinsemd og virðingu,

    Örvar, Kumho nr 19

  • Skrifað af kappsamur fyrir meira en 655 vikur

    Ég persónulega veit ekkert hver er ábyrgur og hvar það stendur. Ef allt á að vera samkvæmt bókinni. Þá er leikmaðurinn ólöglegur ef hann spilar leikinn og hann er ekki á skýrslu, hverjar svo sem ástæðurnar eru fyrir því.

    Hef verið í þessari deild frá árinu 1998 og hef orðið vitni af mörgum slíkum kærum þar sem leikmaður er ekki á skýrslu en spilar samt leikinn.  Ég þori að leyfa mér að fullyrða að úr öllum þeim kærum hefur leikurinn tapast.  Hvað svo sem kemur út úr þessari kæru skal ég ekki segja. 

  • Skrifað af gaui fyrir meira en 655 vikur

    Góðan daginn Kappsamur

    Einsog menn vita þá hef ég verið lengi í þessari deild (14.ár) (7.af þeim í stjórn 5.ár núna samfellt) hef fengið alltaf mikið af svona málum inn á mitt borð og öll þau mál sem fara alla leið í svona málum enda alltaf með því að leikur dæmist tapaður.

    En til allra guðslukku hef náð í fleiri tilfellum en þessum sem fara alla leið, að fá kæru tekna til baka með því að taka drengskapinn á þetta og láta kæru falla niður þar sem málinn standa þannig að það er vitað að við komandi er fullkomlega löglegur en vegna formgalla í skýrslu eða annað sem hefur missfarist og menn vita að hann er 100% löglegur þá hafa menn fallist á að taka þann pól í hæðina. Þetta er áhugmannadeild þar sem heiðaleiki og drengskapur ætti að vera í hávegum hafður.

    KV

    Gaui

     

  • Skrifað af gaui fyrir meira en 655 vikur

    ps.

    Mjög góð grein i reglugerð K.S.I sem er svo hljóðandi:

    Leikur skal vinnast á vellinum en ekki á pappírum.

    KV Gaui

  • Skrifað af gauti10 fyrir meira en 655 vikur

    Jæja, kæru stjórnarmenn.

    Hvernig væri nú að fara að dæma í þessu eða láta vita ef það er nú þegar búið.
    Það er stutt í næsta leik og hundleiðinlegt að fá tuskuna í andlitið á sér á leikdag.

    Óska eftir svari sem fyrst. Þetta er ekki það flókið.

    Gauti, Kumho

  • Skrifað af Raggi Kumho fyrir meira en 655 vikur

    Þetta er sérkennilegt mál. Um er að ræða formgalla á skýrslu, s.s að leikmaður er ekki á skýrslu, þrátt fyrir að vera skráður í gagnagrunn Utandeildarinnar sem leikmaður Kumho. Það er búið að benda á villu í tölvukerfi en hvort það geti talist afsökun verða aðrir óhlutdrægari menn að svara.

    Spurning hvort að líta þurfi til uppruna og eðli leikreglna utandeildarinnar, hvaða tilgangi umræddri grein er ætlað að ná fram, sem stjórn hafði í huga þegar greinin var sett.

    Hér má sjá reglur utandeildarinnar http://www.utandeildin.is/?sida=reglur

    Nokkur orð um 2. gr., leikmenn á leikmannalista. Augljóst að upprunalegur tilgangur skráningar leikmanna í leikmannagrunn utandeildarinnar er til þess fallinn að hindra að lið fái lánaða úrvalsleikmenn (æfandi og spilandi í KSÍ mótum) og almennt leikmannaflakk. Ljóst er að umræddur leikmaður var skráður í Kumho og ekkert er athugavert við það, hann er búinn að vera skráður í Kumho fyrir fyrsta leik.

    Nokkur orð um 9. gr., leikskýrslur. Tilgangurinn er augljós, að lið sjái við hvaða einstaklinga þeir eru að spila. Mikilvægt að hafa þetta á hreinu í sambandi við 2. gr. um rétta leikmenn sem og spjöld, leikbönn osfr.

    Takmörkun er á formi leikskýrslna í 2. mgr. 9. gr. en þar segir að aðeins leikskýrslur útprentaðar af vef UD teljast löglegar skýrslur. Af því má gagnálykta að óútprentaðar (handskrifaðar) skýrslur séu því ólöglegar. Hér er um almenna takmörkun að ræða, sem skýra má með mikilvægi leikmannagruns Utandeildarinnar, sbr. 2.gr. leikreglna UD.

    Hvergi kemur fram að ekki megi handskrifa viðbætar eða breytingar á þegar útprentaða skýrslu. Virðist það háð túlkun og úrskurðum stjórnar. En þar sem ekki er skýrt bann við viðbætum eða lagfæringum á útprentaða leikskýrslu er erfitt að halda því fram að slíkt sé með öllu óheimilt. Slík óvissa er ekki til þess falin að gera neinum greiða.

    Nokkur orð um 11. gr., viðurlögvið brotum. Ljóst er að 11. gr. fjallar um viðurlög við brotum á reglum utandeildarinnar. Um er að ræða þrjár efnisreglur. Í fyrsta lagi ef lið skilar inn engri skýrslu, og mótherji kærir, þá telst leikur tapaður, 3-0. Í öðru lagi ef lið er ekki mætt eða færri en 7 leikmenn eru keppnisfærir 15 mínútum eftir auglýstan leiktíma telst leikur tapaður, 3-0. Í þriðja lagi, ef lið er uppvíst að svindli eða noti ólöglega leikmenn dæmist leikur tapaður 3-0."

    Ljóst er í umræddum leik skilar Kumho in skýrslu, þó að formgalli sé á henni, þá er það samt skýrsla og því ætti fyrsta viðurlag ekki við. Kumho hefur ekki gert tilraun til að svindla eða leyna þessu á nokkurn máta og á sá þáttur ekki við. Spurning er þá í hvaða tilfellum leikmaður telst ólöglegur. Ljóst er að vísað er í annarsvegar leikmannagrunsreglu sbr. 2. gr. um skyldu til að forskrá leikmenn og síðan í agaviðurlög, sem eru leikbönn vegna spjalda og annarra agaatriða.
    Þegar litið er til umrædds leiks er auðséð að umræddur leikmaður var allann tíman löglegur. Af því má ráða að þriðja viðurlag á heldur ekki við.

    En hvað er þá hægt að gera ?

    Í 5. gr. reglna utandeildarinnar segir að almennar reglur KSÍ um knattspyrnumót gilda nema annað sé tekið fram. Ber að skilja það sem svo að notast megi við KSÍ reglur þegar vantar upp á að reglur UD dugi til skýringa.

    Í 9. gr. reglugerðar KSÍ um knattspyrnumót er fjallað um leikskýrslur. Sjá hér : http://www.ksi.is/media/logogreglugerdir/reglugerdir/REGLUGERD_KSI_UM_KNATTSPYRNUMOT_april_2011.pdf

    Ljóst er því að KSÍ reglur um leikskýrslur eru rýmri en reglur utandeildarinanr. Formreglan þar er að leitast skal eftir að skila leikskýrslu á vef KSÍ en heimild er til að skila handskrifaðri skýrslu (1.mgr. 9.gr.) Að lokum er frestur fyrir aðila að skrá upplýsingar á leikskýrslu, í meistaraflokki innan tveggja klukkustunda frá því að leik lýkur og í öðrum keppnum 11 manna liða, á leikskýrslu innan sólarhrings frá því að leik lýkur. Hinsvegar er meiginreglan sú að skila skuli leikskýrslu með nöfnum allra fyrir leik.

    Í V. kafla reglugerðarinnar er fjallað um Mótmæli, kærur, viðurlög og sektir. Þar segir í 3. mgr. 40. gr. reglugreðarinnar: „Ef leikskýrsla er vísvitandi ranglega fyllt út, t.d. með því að falsa nafn eða kennitölu þátttakanda, skal liðið sem í hlut á tapa leiknum með markatölunni 0-3 nema tap hafi verið stærra, þá skal sú markatala ráða."

    Hér er ekki um vísvitandi ranglega útfyllta leikskýrslu, heldur einfalt gáleysi. Ljóst er að þetta eru hörð viðurlög og krafa er um einbeittan brotavilja til þess að leikur skuli dæmdur 3-0 vegna brots á þessari reglu í tengslum við leikskýrslu. Ástæðan er hugsanlega að menn séu að taka þátt á nöfnum annarra en þeirra sjálfra vegna þess að þeir eru ekki gjaldgengir til keppnis, vegna leikbanna eða annarra agaviðurlaga.

    KSÍ er með sér reglugerð um aga- og úrskurðarmál. Sjá: http://www.ksi.is/media/logogreglugerdir/reglugerdir/Reglugerd-KSI-um-Aga-og-urskurdarmal-mars-2010.pdf

    Þar segir í 12. gr. að úrskurðarnefnd KSÍ getur í úrskurðar leik ógildan, látið endurtaka hann eða dæmt um úrslit hans, veitt áminningar, ávítur og sektir.

    Frekari aga og viðurlaga heimildir eru í sjálfum KSÍ lögum, sjá: http://www.ksi.is/media/logogreglugerdir/logksi/log-ksi-2008.pdf

    Í 1. mgr. 40.gr. laga knattspyrnusambands Íslands segir að viðurlög við brotum á lögum þessum og reglugerðum geta verið eftirfarandi gagnvart einstaklingum og félögum: Aðvörun, ávítur, setk og skil verðlauna.

    Síðar, í 3.mgr. sömu greinar, er upptalin viðurlög við brotum félaga; Félagsskiptabann, leika án áhorfenda, leika á hlutlausum velli, bann að leika á tilgreindum leikvelli, ógilding leiks, brottvísun úr móti, ósigur í leik, stig frádregin, fall í lægri deild, dagsektir eða önnur viðurlög skv. sérlögum og reglugerðum KSÍ.

    Hér má sjá mun fleiri úrræði en í reglum utandeildarinnar, sérstaklega er vert að vægari úrræði vantar í reglur utandeildarinnar.

    Lokaorð

    Utandeildin er samansafn af frábærum liðum og einstaklingum ( og Möllernum ). Þessi hópur leikur knattspyrnu sér til ánægju og yndisauka. Mikilvægt er að gæta vel að reglum þannig að öll lið standa jöfnum fæti í þessu móti, en óráðlegt er að týnast alfarið í formreglum án þess að lýta til uppruna og eðli deildarinnar.

    Kumho vann leikinn, án þess að svindla á nokkurn máta. Umræddur leikmaður hefur leikið marga leiki með kumho og var ekki í banni í þessum leik. Villa í tölvukerfi orsakaði það að hann var skráður í bann og því ekki sjálfkrafa á skýrslu. Óbilandi trúnaður á umrætt tölvukerfi er einn af orsakavöldum þess að skýrslan var ekki yfirfarinn og villulesin. Kumho menn hafa viðurkennt þessi mistök og ekki farið neitt í felur eða reynt að skjóta sér undan þeirri ábyrgð sem þeir bera.

    Ég vill bara enda þetta á að spyrja hvað telst sangjarnt út frá þessu dæmi, ekki út frá fyrri úrskurðum sem hugsanlega voru virkilega ósanngjarnir. Reglur um leikskýrslur eru formsreglur sem ber að fara eftir, en misritanir og einfalt gáleysi áhugamanna við skýrslugerð á ekki að bitna á leiknum sjálfum. Þörf er á öðrum viðurlögum, t.d áminningum, sektum og endurspilunar áður en farið er í harðari úrræði eins og að dæma ósigur í leikjum.


    Á íslandi er meðalhófsreglan lögfest í 12. gr stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Inntak hennar er „Stjórnvald skal því aðeins taka íþyngjandi ákvörðun þegar lögmætu markmiði, sem að er stefnt, verður ekki náð með öðru og vægara móti. Skal þess þá gætt að ekki sé farið strangar í sakirnar en nauðsyn ber til." Stjórn Utandeildarinnar heyrir að sjálfsögðu ekki undir stjórnsýslulögin en það verður að teljast eðlilegt að líta til meðalhófs þegar kærumál innan utandeildarinanr eru meðhöndluð.

    Niðurstaðan í þessu máli ætti því öllum að vera ljós. Áminnig frá stjórn tilhanda Kumho fyrir brot á leikskýrslureglum, fyrir að handskrifa ekki umræddan leikmann inn og gera sér grein fyrir því að hann vantaði á skýrslu.

    Í versta falli ætti Kumho að fá væga sekt ( sem telja verður þó fullhart þar sem klúður í gagnagrunni UD er orsakavaldur formgallans).

    Í allra, allra versta falli (og telja ætti það ansi fasískan burokratisma,) ætti að endurspila leikinn allfarið á kostnað Kumho.

    Að lokum vill ég árétta það að ég er bullandi hlutdrægur Kumho maður, en vildi bara taka þátt í þessari umræðu. Undirritaður biðst fyrirfram afsökunar á öllar stafsetningar og innsláttarvillum.


    Raggi Tjörvi #22 Kumho Rovers

     

  • Skrifað af addorri fyrir meira en 655 vikur

    Leikmaðurinn er ólöglegur því nafn hans kemur hvergi fram á skýrslunni. Engu breytir hvort um gáleysi er að ræða við útfyllingu skýrslunnar, ég leyfi mér að efast um að menn klúðri skýrslumálum af ásetningi. Í ljósi þess þá ætlum við að láta reyna á fáránleika reglnanna.

    Í kæruveseninu 2009 var fengum við að vita af kærunni og niðurstöðum kærunnar í sama símtali. Okkur gafst ekki færi á að útskýra okkar hlið málsins. Við Ögnamenn buðumst til að borga væga sekt eða spila leikinn aftur á kostnað Ögna en það var ekki tekið í mál þar sem viðurlög um fjársektir voru teknar út úr reglum deildarinnar fyrir téð tímabil, og engin ákvæði í reglum deildarinnar gerðu ráð fyrir að leikir yrðu spilaðir aftur. Á sama hátt var sú kæra tilkomin vegna blöndu mannlegra mistaka og takmarkanna á gagnagrunni UD-síðunnar. Engir "úrvalsleikmenn" spiluðu þennan leik fyrir okkar hönd.

    Við margítrekuðum á sínum tíma og höfum minnst á það á aðalfundum deildarinnar síðan þá að regluverk deildarinnar er hvergi nærri nógu fullkomið. Vonandi verður þessi skrípaleikur til þess að það verður yfirfarið frá grunni.

  • Skrifað af boltamaður fyrir meira en 655 vikur

    Ef leikmaður spilar leik og er ekki á skyrslu upphaflega eða settur eftir á skriflega þá á liðið sem leikmaðurinn spilar fyrir að tapa leiknum 3-0 þetta er ekki flókið.

    (spila með hvorugu liðanna)

  • Skrifað af addorri fyrir meira en 655 vikur

    Síðan kemur eitthvað hálfbjánalega út allavega í

    tölvunni hjá mér, það sem stendur í 2. málsgrein er:

     

    "Í kæruveseninu 2009 fengum við að vita af kærunni

    og niðurstöðum kærunnar í sama símtali. Okkur gafst

    ekki færi á að útskýra okkar hlið málsins."

     

    Því ættu útskýringar ekki að hafa neitt með þetta að gera,
    heldur bara cold facts. Gaurinn var ekki á skýrslu, gaurinn
    spilaði, ergo 3-0 tap.

  • Skrifað af RedDevil fyrir meira en 655 vikur

    Það kominn tími á að stjórnin komi með niðurstöðu í þessu máli. Ég sem hlutlaus tel þetta vera algjöran tittlingaskít. Hálf súrt hjá liði að reyna koma sér áfram svona. Miða við þetta tap í  90 mínútna leik þá sé ég þá gera sig af töluvert meira athlægi og komast ekki einu sinni uppúr milliriðli þrátt fyrir að fá þennan leik dæmdan 3-0 sér í hag.

  • Skrifað af gaui fyrir meira en 655 vikur

    .Veit ekki hvot að þú sért tengliðinn

    sem ég talaði við í þessum mál. En ef þú manst þá kom seinni kæra hjá ykkur útaf búnnigmálu og þetta mál tók aðeins lengri tíma en þú heldur hér fram. Ég rætti þónokkuð lengi um þessi mál við forráðarmenn Sáá, um að ég vissi að allir ykkar menn voru löglegir og einsog ég sagði við ykkur þegar þetta kom upp að ég hefði aldrei kært þetta. En svona er mannskepnan missjöfn einsog við erum mörg.

    KV Gaui

  • Skrifað af Raggi Kumho fyrir meira en 655 vikur

    Andorri "Leikmaður er ólöglegur því nafn hans kemur hvergi fram á skýrslunni" - Hvaðan er þessi staðhæfing tekinn?

    Og Boltamaður hvaðan kemur þessi regla, auðvelt að henda fram staðhæfingum án þess að rökstyðja þær.

    Það er sérkennilegt hvað við pollarnir í utandeildinni, sem gerum þetta í áhuga og aukastarfi, séum alltaf að rembast við að finna upp hjólið.

    Vísa í dóm KSÍ í kærumáli nr.3 2009, Keflavík gegn ÍR.
    Þar sakar Keflavík ÍR um að tefla fram leikmanni sem var ekki á leikskýrslu. Það er óumdeilt.

    Í dómnum segir "Það er mat nefndarinnar að í þessu tilviki hafi verið um að ræða mistök við skráningu leikskýrslu af hálfu forsvarsmanns kærða, sem ekki hörðu nein áhrif á gang leiksins að öðru
    leyti."

    Úrskurður var á þann veg að úrslitin stóðu óbreytt.

    Endilega lesið dóminn.

    http://www.ksi.is/media/logogreglugerdir/domasafn/K%C3%A6rum%C3%A1l%20nr%203%202009%20Keflavik%20gegn%20IR%20D%C3%B3masafn.pdf

    Vinsamlegast ekki segja bara hvað ykkur finnst, hafið einhver rök fyrir málatilbúnaði ykkar.

     

     

  • Skrifað af gauti10 fyrir meira en 655 vikur

    Kumhomenn hafa aldrei þrætt fyrir það að leikmanninn hafi vantað á skýrslu. Einfaldlega reynt að útskýra af hverju þessi mistök urðu. Þetta var ekki eitthvað illa plottað svindl til að vinna leikinn. Ég hef spilað þó nokkra leiki þar sem ég veit af ólöglegum leikmanni eða leikmönnum en aldrei höfum við staðið í þessu og ekki hafa allir þessir leikir unnist. Því er súrt að tapa hugsanlega stigum út af svona.

    Ég nenni persónulega ekki að spila í deild þar sem kærurnar fara t.d. að snúast um það hvort menn séu á eða við bekkinn sem eiga ekki að vera þar.

    Þetta er áhugamannadeild og við megum ekki gleyma því.

    Pistillinn hjá Ragga er fín lesning og hvet alla þá sem hafa áhuga á þessu að kynna sér reglurnar og koma með tillögur á næsta ársfundi að breytingum. Ég er líka sammála síðustu setningunni hans hér að ofan með að menn ættu í fyrsta lagi að kynna sér málin og svo setja þau þannig fram að það sé ekki "af því bara".

    ég vissi ekki um þennan dóm sem Raggi setti inn og veit ekki hvort hann muni skipta máli en hann er vissulega forvitnilegur.

  • Skrifað af gauti10 fyrir meira en 655 vikur

    jæja, loksins komin niðurstaða og hægt að fara að einbeita sér að næsta leik almennilega.

    Get ekki sagt að ég sé sáttur við þetta en ég vona þá bara að lið passi sig í framtíðinni því það verður greinilega ekkert svigrúm gefið og drenglegheit sett til hliðar. Spurning um að prenta þær út og mæta í leiki og krefja menn um skilríki til að stemma við leikskýrslur.

    Til lukku með þetta Ögnamenn, fyrstu stigin komin í hús hjá ykkur. Gangi ykkur vel í framtíðinni.

     

     

  • Skrifað af Mummi fyrir meira en 655 vikur

    Ég legg til að við Kumho menn gleimum þessu og að fólk taki ekki þennan farsa sér til fyrirmyndar í framtíðinni enda er það bara til lækkunar fyrir deildina.

    þessi kæra snérist aldrei um hvort Kumho hafi verið að svindla eða fara á svig við lög utandeildarinnar heldur snýst þetta mál frá a-ö um sár sem ögna menn svíður greinilega enþá í síðan í fyrra. sem er verr og miður og þeim til minkunar.

    Ekkert annað að gera hjá Kumho mönnum en að girða í brók og mæta dýrvitlausir í næstu 2 leiki og slátra þeim líka eins og við slátruðum ögna.

  • Skrifað af orvar05 fyrir meira en 655 vikur

    Jæja herramenn,

    Komin niðurstaða. Það er amk jákvætt. 

    Hitt er annað að mér er fyrirmunað að sjá hvernig hægt er að dæma leikinn 0-3 Ögna í vil; 

    Eingöngu eru þrjár ástæður skv reglum UD fyrir því að hægt sé að dæma leik tapaðan og þær eru:

    "Ef lið skilar ekki inn skýrslu og fær á sig kæru dæmist leikur tapaður 3-0. Ef lið er ekki mætt eftir að 15 mínútur eru liðnar frá auglýstum leiktíma dæmist leikur tapaður 3-0. Til þess að lið geti talist leikhæft verða amk. 7 leikmenn að vera inni á vellinum. Brjóti lið reglur mótsins í þrígang á sömu leiktíð, skal vísa því úr keppni umsvifalaust. Ef ið verður uppvíst að svindli eða noti ólöglega leikmenn dæmist leikur tapaður 3-0." 

    Hvergi í reglunum er að sjá að leikmaður sem ekki sé á skýrslu sé ólöglegur leikmaður. 

    Þar að auki er eðlilegt að vísa í dóminn sem Ragnar vísar í hér að ofan þessu til stuðnings. 

    Ég er smeykur um þá þróun að viðurlög við mistökum á borð við þessu þýði alltaf 3-0 tap í UD á meðan KSÍ metur málin að því er virðist með sanngirni að leiðarljósi. Það virðist ekki gert í UD. Því þarf að breyta, ekki seinna en strax. Hafi stjórnarmenn ekki burði til þess að taka þann slag (sama hvaða ástæða býr að baki) verða þeir að eiga það við sig. 

     

    Með vinsemd og virðingu,

    Örvar, Kumho nr. 19

  • Skrifað af orvar05 fyrir meira en 655 vikur

    Svona fyrir forvitnis sakir, hvernig er áfrýjunarmálum háttað innan UD? Það kemur hvergi fram í reglum UD. 

     

    Með vinsemd og virðingu,

    Örvar, Kumho nr. 19

  • Skrifað af fcice fyrir meira en 655 vikur

    Ef menn vilja áfrýja málum sem dæmt hefur verið í þá mundi ég halda að það yrði sent á stjórn deildarinar sem færi yfir málið að nýju...

     

     

  • Skrifað af gauti10 fyrir meira en 655 vikur

    það mun aldrei ganga upp að þeir sem dæmdu fyrst, dæmi aftur. Frekar að nota aganefndina í þetta. Það gengur allavega ekki að sömu menn taki þetta fyrir aftur

  • Skrifað af Legend fyrir meira en 655 vikur

    Nú er ég ekki löglærður, en felst ekki í áfrýjun að einhver annar aðili/dómastóll dæmi í viðkomandi máli heldur en sá sem þegar hefur kveðið upp dóm?

    Það er ekkert í reglum Utandeildarinnar um áfrýjanir eða endurupptöku mála og því ekki hægt að skilja reglurnar öðruvísi en að úrskurður stjórnarinnar sé endanleg niðurstaða kærumáls.

  • Skrifað af gauti10 fyrir meira en 655 vikur

    bara svo það komi fram þá samþykktu félögin nýjar reglur fyrir tímabilið í ár. Þar skilst mér að eitthvað standi um áfrýjunarfrestinn. en Legend, ef ekkert stendur um það í reglum UD þá ættu reglur KSÍ að gilda.

     

  • Skrifað af fcice fyrir meira en 655 vikur

    Ef ske kynni að Viðkomandi lið ákveða að kæra þá mundi stjórnin draga sér í hlé og þá tekur aganefnd deildarinar við og skoða málið...

    Öllum er Frjálst að áfrýja dómum ef þeim Finnast að það sé brotið á þeim...

Til að leggja eitthvað til málanna þarf notandi að vera innskráður