Engir línuverðir í KF Búri vs FC Keppnis

  • Skrifað af ellertinn fyrir meira en 660 vikur

    Vil byrja á að þakka Keppnis fyrir góðan og skemmtilegan leik!

    Það voru engir aðstoðardómarar/línuverðir í leiknum okkar í kvöld. Það kemur mér frekar á óvart þar sem ég hélt að Afturelding ætlaði að massa þetta þar sem Þróttur feilaði svaðalega. - Þetta er orðið frekar þreytandi, ætlar utandeildin ekkert að taka á þessu? Allt voða spennandi og flott í byrjun en svo floppast þetta niður í eitthvað drasl.

    Einnig væri fínt ef dómarar myndu hafa reglurnar á hreinu. KF Búri á útspark og ég (ekki markmaður) tek útsparkið, ég ákveð að senda stutta sendingu á samherja minn hinumegin í teignum en svo vildi til að hann tekur við boltanum/kemur við boltann inni í teignum.

    Skv. reglum fifa þá hefðum við átt að fá að taka spyrnuna aftur en dómarinn dæmir óbeina aukaspyrnu á okkur, FC Keppnis skorar síðan úr þessari sömu óbeinu aukaspyrnu og staðan orðin 0-1 fyrir Keppnis.

    Sjá hér, blaðsíðu 46: http://www.fifa.com/mm/document/affederation/federation/lotg_en_55753.pdf

    Leiðinlegt atvik sem hefði aldrei átt að gerast.

  • Skrifað af ellertinn fyrir meira en 660 vikur

    Stendur nú reyndar samt ekkert um hvað gerist ef leikmaður tekur við boltanum inni í teig... Svo spurning hvort það hafi átt að dæma eitthvað to begin with ? o.O

    Væri fínt að fá einhvern sem er fróðari mann og upplýsa mig hvort ég sé að fara með rangt mál eða ekki

  • Skrifað af ellertinn fyrir meira en 660 vikur

    Afsakið ég er að fara rangt mál með lið. þetta var KF Búri vs FC Skellur.. hehe, þið vitið þá af því að ég skrifa FC Keppnis þá meina ég FC Skellur !

  • Skrifað af Erindreki fyrir meira en 660 vikur

    Menn með dómarapróf ættu að kunna skil á reglum leiksins. Í þessu tilviki átti auðvitað að taka spyrnuna aftur. Hræðilegt klúður hjá dómaranum og pínlegt ef þetta hefur ráðið úrslitum leiksins :P

  • Skrifað af Hörður fyrir meira en 660 vikur

    @ellertinn það á að endurtaka spyrnuna ef boltinn fer ekki beinustu leið út fyrir teig. Skiptir ekki máli hvort einhver taki við honum eða sá sem tekur spyrnuna faili hressilega og drífur ekki út fyrir teig

     

    "If the ball is not kicked directly out of the penalty area from a goal kick, the kick is retaken"

Til að leggja eitthvað til málanna þarf notandi að vera innskráður