Gjaldið-stjórn

  • Skrifað af FCDRAGON fyrir meira en 677 vikur

    Hvernig væri að staðfesta upphæðina á þátttökugjaldinu í utandeildina..

  • Skrifað af Erindreki fyrir meira en 677 vikur

    Hvernig væri að einhver úr stjórn myndu ramba hingað inn svona annað slagið. Síðan ætti að vera mun virkari. Svara fyrirspurnum eins og þessum !?!??!

  • Skrifað af fcice fyrir meira en 677 vikur

    Sælir....

    (1)Riðlarnir vera setir inn á síðuna í dag síðasta lagi í kvöld.

    (2)Heildargreislan fyrir utandeildina 2011 verður 165.000

    (3)Stefnan er að mótið hefjst í miðjum Maí..

    (4)Vellir sem spilað verður á í sumar eru þróttur og HK völlur.

    (5)Sömu dómarar verða að dæma í sumar.

    Bestu kveðjur Rúnar í stjórn Ud.

     

  • Skrifað af Erindreki fyrir meira en 677 vikur

    Jæja fékk símtal frá stjórn. Riðlarnir eiga að koma inn í dag. þeir ætla að skipta þessu upp í neðri og efri deild. Þetta er semsagt 21 lið skyldist mér. Þá verða riðlarnir væntanlega svona

    Efri deild: Elliði, Dragon, SÁÁ, Landsliðið, Kuhmo, Hjölli, Dufþakur, Ögni, Hómer. (10 lið)

    Neðri deild: Skellur, Búri, Kef, Vatnaliljur, Esjan, Team Samba, Höndin, Keppnis, Áreitni, Metró, KHA (11 lið)

    Fyrirkomulagið verður þannig að 6 efstu liðin úr efri deild fara beint í úrslitakeppnina og liðið í 7 sæti spilar umspilsleiki við liðið í 2 sæti í neðri deild um sæti í úrslitakeppnninni. Liðið í 1 sæti í neðri deild fer því beint í úrslitakeppnina.

    Persónulega finnst mér þetta hreint út sagt fáranlegt. Efri deildin gæti því fengið 7 lið í úrslitakeppni ! Þannig að liðið sem lendir í 7 sæti efri deildar getur verið í fallbaráttuströggli og tapað helling af leikjum en samt farið í úrslitakeppni. Það sjá það allir að það er galið að hleypa 7 liðum úr 10 liða riðli í úrslitakeppni. Það er einfaldlega ekki grundvöllur fyrir efri og neðri deild þegar liðin eru einungis rétt rúmlega 20 talsins. Hefði algjörlega verið hlynntur efri og neðri deildarfyrirkomulagi ef liðin væri kannski 30 til 40 talsins.

    Lang best í stöðunni er að skipta bara í 2 jafna riðla eins og gert var í fyrra. Skil ekki hvað var að því fyrirkomulagi. Fannst það ganga fínt?!?

    Annars var mér einnig tjáð að mótið byrji um miðjan eða lok maí. Elliði og Landsliðið spili einhvertíman á bilinu 15-20 maí um meistara meistarana leik. Svo fljótlega eftir það hefst bikarinn og 1 umferð í deild. Mótinu myndi svo ljúka um miðjan eða lok sept og þá væri gert soldið úr deginum. Hraðmót á lítin völl myndi vera haldið um daginn á Þróttaravellinum fyrir þau lið sem komust ekki í úrslitakeppnina og svo strax eftir það myndu brons og gull leikirnir fara fram. Að því loknu beint á lokahóf í Þróttarahúsinu. Þetta er frábær hugmynd sem vonandi myndar meiri stemmingu í kringum úrslitaleikina.

    Ég gæri haldið áfram að tala um eitthvað sem viðkemur deildinni og þær upplýsingar sem ættu að vera hérna en held að það sé best að þeir í stjórn komi með alvöru upplýsingapakka um það hvernig mótið eigi að vera í sumar. Þeir töluðu um það að henda inn bráðabirgða plani inn á siðuna í dag.

    En endilega segið hug ykkar til mótafyrirkomulagsins. Ef engin sér neitt að þessu þá verður þetta svona. Annars er auðvitað alltaf hægt að breyta þessu ;)

  • Skrifað af Erindreki fyrir meira en 677 vikur

    sé að Rúnar hefur komið með smá info á meðan ég hélt þessa ræðu hehe.

  • Skrifað af Legend fyrir meira en 677 vikur

    hjartanlega sammála Erindrekanum, fyrst það er úrslitakeppnis-fyrirkomulag þá er miklu rökréttara að skipta í tvo jafna riðla (m.v. frammistöðu síðasta árs)... eins og gert var í fyrra og svínvirkaði

  • Skrifað af Legend fyrir meira en 677 vikur

    ...jamm og augljóslega jafn mörg lið úr hvorum riðli fara í úrslitakeppnina (minnir að það hafi verið 4 lið úr hvorum riðli í fyrra)

  • Skrifað af joi81 fyrir meira en 677 vikur

    það er fáránlegt að ætla skipta riðlunum með þessum hætti það eiga auðvitað bara að vera 4 lið í hvorum riðli sem voru í úrslitakeppninni í fyrra og draga síðan restina af liðum í sitt hvorn riðilinn..

  • Skrifað af svartur fyrir meira en 677 vikur

    Sammála Jóa81...það á að draga í 2 jafna riðla og til að fyrirbyggja að bestu liðin lendi saman er hægt að draga semifinals liðin frá í fyrra í sitthvorn riðilinn...

  • Skrifað af boltamaður fyrir meira en 677 vikur

    þetta eru 10 bestu liðinn frá því í fyrra saman í deild, það gerir deildina miklu sterkari að hafa bestu liðinn sama í riðli þetta er í raun bara eins og 1 og 2 deild í utandeildini. þetta gefur lika liðunum sem eru ekkert það góð fleiri jafna leiki þannig að þá er kanski meiri möguleiki á að deildin stækki,það er ekki gaman að láta alltaf rústa sér þá hætta lið bara.

  • Skrifað af Erindreki fyrir meira en 677 vikur

    Til hvers þá að hafa úrslitakeppni ef það á strax að hrúga öllum bestu liðunum saman strax. Þá væri alveg eins gott að spila bara 2 deildir með tvöfaldri umferð.

    Man ekki til þess að það hafi verið mikið um stórar tölur í fyrra. Kannski 1-2 lið sem voru að tapa illa en það er líka bara eðlilegur hluti af fótbolta.

  • Skrifað af Dreki19 fyrir meira en 677 vikur

    Sammála Erindrekanum og Jóa81

  • Skrifað af gaui fyrir meira en 677 vikur

    Nú veit ég ekki hvað margir af ykkur sem eruð að ræða þessi mál hér á spjallinu voru á fundinum 10.mars þar sem þessi hugmynd var rætt um að deildarskipta í efri og neðrideild.

    En það voru 13.lið sem mættu á þennan fund, um þetta var haldin kosning sem endið með að 12.lið vildu að það yrði efri og neðrideild 1.lið sat hjá.

    Þetta eru liðinn sem samþykktu efri og neðrideildar skiptinguna.

    1.Dragon  2.Landsliðið  3.Höndin  4.Hjölli  5.Búri 6.Skellur  7.Esjan  8.Kef FC.  9.Team Samba 10.Áreitni  11.Ögni  12. Sáá

    Sat hjá 1.

    Kumho.

    Til að breyta þessu þarf að kalla saman annan aðalfund og kjósa um þetta mál aftur. Við í stjórn erum bara að framfylgja því sem menn kusu um á þessum fundi.

    Riðlarnir líta svona út.

    Efrideild.

    Landsliðið Elliði Kumho Dufþakur Hómer Ögni Hjörleifur Dragon Sáá og Kærastan Hans Ara

    Neðri deild

    Metro Kef fc Keppnins Áreitni Höndin Esjan Vatnaliljur FC Norðurál Skellur Búri Team Samba.

    Ástæðan fyrir því að KHA er í efrideild er að lið KH sem var í 5.sæti í b-riðli er hætt. KHA er það lið sem er með flest stig af þeim sem eftir eru.

    Varðandi upplýsingarpakkann þá er ekki gott að senda út upplýsingar sem eru ekki staðfestar. Sponsermál, lokadagurinn og línuverðir eru allt en í vinnslu. Línuvarða málin eru svo gott sem frágenginn en ekki alveg.

    Varðandi þess hugmynd um að hafa 2.umferðir þá verð ég að slá hana strax af borðinu þar sem það hefði gríðarlegan kostnaðarauka fyrir hvert lið. Leikjafjöldinn í allir deildinni með bikar og úrslitakeppni eru hátt í 140.leikir þar af eru 16.leikir úrslitakeppninni. 2.Umferðir tákna leikjafjölda upp á hart nær 240.leikir held að fæst lið hafi efni á því og efa að við næðum völlum fyrir allan þann pakka.

    Það er búið að gera beinagrind af leikjaniðurröðun fyrir mótið 2011 og þá er miðað við að það séum 21.lið í deildinni er að senda þetta á alla í stjórn svo að þeir geti skoðað þetta og farið yfir þetta ásamt völlunum. En og aftur ítreka ég það að það er ekki sniðugt að vera senda út upplýsingar sem ekki eru staðfestar, sem gæti á endanum breyst töluvert í lokafrágangi bara til þess að standa í því að leiðrétta allan pakkan aftur.

    KV

    Gaui

  • Skrifað af boltamaður fyrir meira en 677 vikur

    til hvers að hafa úrslitakeppni, bara það lengir mótið og er skemmtilergra fyrirkomulag, þannig verður þetta þannig að efsta liðið í a riðli verður deildameistari og það lið sem vinur úrslitakeppnina verður utandeildarmeistari 3 stórir titlar í boði bara gaman. og 2 bestu lið úr neðri deild komast upp á næsta ári þeta er bara eins og í alvöru deildarkeppni.

    það var mikil umræða fyrir úrslitakeppnina í fyrra að við værum að reyna að fara sem mest eftir reglum ksí af hverju þá ekki hafa eins deildar fyrirkomulag?

    fynst samt að 6 efstu úr A  ættu að fara beint í úrslit og 2 efstu úr b

  • Skrifað af Erindreki fyrir meira en 677 vikur

    takk fyrir greinargóð svör Gaui og jú mikið rétt hjá þér að það er auðvitað kjánalegt að vera breyta þessu korteru fyrir mót sérstaklega þegar mikill meirihlutu kaus með þessu systemi á fundinum í mars. En við í Drekanum tökum Ragnar Reykás á þetta og skiptum svo um munar um skoðun. Viljum auðvitað hafa sama fyrirkomulag og í fyrra.
    Mér finnst að ef forsvarsmenn margra liða tjá sig gegn þessu fyrirkomulagi hér á siðunni þá ættið þið að endurskoða máilð.

    Svo ég svari boltamanni þá finnst mér við jú auðvitað eiga að reyna að fara sem mest eftir reglum ksi og eina úrslitakeppnis fyrikomulag í meistarflokki hjá KSI er í 3 deildinni og þar er skipt í nokkra jafna riðla svo ég er ekki alveg að fylgja þér þarna :/

  • Skrifað af boltamaður fyrir meira en 677 vikur

    já ég skil það er auðvita ekki úrslitakeppni í efstu deildum en við hofum kost á því og það gerir mótið okkar lengra og skemmtilegra. og í 3 deildini er skipt í riðla keppni vegna þess að það eru svo mörg lið út á landi og lið i 3 deild hafa ekki efni á að ferðast langar leiðir og þess vegna er eru riðlar þar svona semi svæðisskiptir.td 3 deild d riðill eru bara lið að austan.

  • Skrifað af Erindreki fyrir meira en 677 vikur

    geri mér fulla grein fyrir því að það er að einhverju leyti svæðisskipt í 3 deildinni en það er líka getuskipt í riðla. Það er alveg vitað....

     

  • Skrifað af boltamaður fyrir meira en 677 vikur

    held lika að það sé bara fínt að prófa eitthvað nýtt og þróa deildina áfram og ef þetta fyrir komulag reynist illa þá er bara hægt að breyta þessu á næsta ári það kemur mót eftir þetta mót. held að við eigum bara að sameinast um þetta fyrst að þetta var samþykkt með svona miklum meirihluta á fundinum þar á meðal var fultrúi frá ykkur drekum.

  • Skrifað af boltamaður fyrir meira en 677 vikur

    er þá 3 deild a riðill sterkasti riðilinn og svo b og svo framveigis veit ekki hvað þú hefur fyrir þer í því vegna þess að vænginir sem fóru í þriðju deildina á síðasta ári eru einmitt í a riðli skrítið að nýtt lið í 3 deildini fari beint í efsta riðil.

  • Skrifað af Erindreki fyrir meira en 677 vikur

    nei þú ruglar út og suður :D Þú talaðir um að það við ættum að fara eftir ksi eftir fremsta megni og þá benti ég þér á að það væri skipt jafnt í riðla hjá ksi ! Það er gert ráð fyrir því að allir riðlarnir séu jafnir að getu. Þú vilt hinsbegar styrkleikaraða riðlunum í utandeildinni eitthvað sem er ekki gert hjá ksi. En ég sé að ég hef óvart skrifað í síðasta svarinu að það sé getuskipt í 3 deildinni sem það er auðvitað ekki.

  • Skrifað af Legend fyrir meira en 677 vikur

    jamm þetta var flott fyrirkomulag í fyrra og ég skil ekki afhverju það er verið að breyta því... eða var einhver ósáttur við það fyrirkomulag?

    en fyrst þetta var samþykkt svona afgerandi þá verða þeir sem eru ósáttir bara að láta óánægju sína í ljós við sína forsvarsmenn ef þessu á að breyta, fulltrúi Kumho fær prik fyrir að taka ekki þátt í þessu :)

  • Skrifað af boltamaður fyrir meira en 677 vikur

    Óvart skrifað!!! veit ekki betur en þú hafir verið að bulla þá. en allavega nenni ekki að tala um þessa 3 deild lengur. en mér finnst að þessi 8 lið sem komust í úrslitakeppnina í fyrra vera klassa fyrir ofan hin liðin og síðan eru kanski svona 2-3 onnur sem eru ágæt en síðan eru nokkur lið þarna sem geta eiginlega ekki neitt og fyrir betri liðin þá er eiginlega bara ekkert gaman að keppa við þau,með þessu fyrirkomulagi þá eru allir leikir hörku leikir sé bara ekki hvað þið hafið á móti því.

  • Skrifað af Erindreki fyrir meira en 677 vikur

    hahah já "óvart" skrifað ;) Þú sért það í innlegginu á undan talaði ég um að það væri skipt jafnt í riðla. En ég veit ekki af hverju við erum að festa okkur svona mikið í umræðu um 3 deildina. Ég nenni heldur ekki lengur að ræða þetta. Við í Drekanum höfum komið okkar skoðun á framfæri og auðvitað er vel hægt að spila eftir efri og neðri deildar kerfinu. Finnst hitt bara betra.

  • Skrifað af Dreki19 fyrir meira en 677 vikur

    Skil ekki hugsunina bak við það að breyta einhverju sem gékk svo vel í fyrra, voru alls ekki margir leikir sem unnust eitthvað stórt. Hefði einmitt haldið að vera með sama keppnisfyrirkomulag nokkur ár í röð myndu gera deildina betri í stað þess að vera alltaf að gjörbreyta kerfinu. En já eins og Erindreki sagði ef þetta verður svona þá skiptir það okkur ekki meginmáli. T.d. sé ég að Vatnaliljur eru í neðri deildinni og hafa þeir víst verið að styrkja sig og tekið nokkur af sterkari liðunum í æfingaleikjum, munu þeir þá ekki slátra þessum "B" riðli?

  • Skrifað af JayLow fyrir meira en 677 vikur

    Sælir drengir.

    Það að menn séu að gagnrýna mótsfyrirkomulag er gott og blessað, enda er það ekkert nema hollt fyrir deildina að menn hafi skoðanir á hlutunum og vilji hafa deildina sem skemmtilegasta. Það að menn gagnrýna hlutina sýnir bara það að mönnum er ekki sama, sem er jákvætt.

    En að halda að það sé hægt að breyta deildarfyrirkomulaginu núna er fullmikil bjartsýni hugsa ég. Nú er ég ekki í stjórn og hef ekki á neinn hátt komið nálægt skipulagningu, en ég reikna með því að það hafi mikil vinna og tími verið lagður í það að koma þessu í gott form.
    Nú er stutt í mót og er betra að eyða púðri í það að fínpússa hlutina í staðinn fyrir að snúa þessu öllu á hvolf.

    Ég er ekkert endilega sammála því að deildafyrirkomulag sé betri kosturinn. Kostirnir eru hins vegar þeir að ný lið, og veikari lið fá meira fyrir sinn snúð. Þetta hlýtur að ýta undir það að ný lið komi í deildina, því þau sjá fram á að lenda ekki í eintómum hákörlum allt sumarið. Ókostirnir eru að sama skapi einhverjir, miðlungslið sem enda í efri deildinni lenda í erfiðum leikjum allt sumarið.

    En svona er þetta og við verðum bara að gera það besta úr þessu. Á fundinum var einhljóða samþykki hef ég heyrt og verður að taka mark á því. Ég er hræddur um að það hefðu ansi margir verið ósáttir ef stjórnin hefði horft framhjá öllum og ákveðið hlutina algjörlega gegn vilja allra sem mættu.

    Eins og fram kom þá er það augljós kostur að vera með þrjá titla í boði, deildarkeppni, bikarkeppni og Utandeildarmeistarar. Fjórði bikarinn: Neðrideildarmeistarar kemur inn í spilið líka. Ekkert nema jákvætt held ég.

    En mikið djöfulli hlakkar mig til sumarsins drengir!

  • Skrifað af fan13 fyrir meira en 677 vikur

    Drengir mínir, hættum þessu tuði og verum ánægðir með að það er eitthver tilbúinn í að leggja tíma og mikla vinnu í að skipuleggja þetta mót. Þeir hafa hingað til staðið sig með prýði og verður örugglega engin breyting á í ár.

    Förum frekar að velta þessum riðlum fyrir okkur. Sá að Dreki19 vildi meina að Vatnaliljurnar myndu rústa B-riðlinum, ég er þar engan vegin sammála, kannski er ég ekki hlutlaus en það skiptir engu. Við þurfum ekki nema að skoða hvernig ÍR open er að þróast, þar eru allavega tvö lið í hið minnsta sem ættu að geta veitt þeim harða keppni. Annars held ég að A-riðillinn verði allsvakalegur í sumar, hörkuleikir í hverri umferð.

  • Skrifað af viktor fyrir meira en 677 vikur

    fan13: Mér finnst þetta akkurat ekki vera tuð, heldur menn að ræða mismunandi sjónarhorn.

    Ég er sammála þeim sem myndu kjósa 2 jafna riðla.  Finnst það einhvern veginn eðlilegra þegar talað eru um úrslitakeppni unna upp úr riðlum.  Eins og kom fram hér fyrir ofan gæti lið í botnbaráttunni í A-riðli komist í úrslitakeppnina.  En ég geri mér grein fyrir að þessari skoðun minni átti ég að koma á framfæri á fundinum og hefur því lítið vægi hér.

    Einnig er það alveg rétt að efri/neðri deild gerir meira fyrir bæði ný og lakari lið, en það er auðvitað á kostnað þessara millisterku liða sem annað hvort lenda ofarlega í neðri riðlinum, eða neðarlega í þeim efri, hvorum megin sem þau lenda.  Þau fá ekki að spila við bæði sterk og veik lið heldur bara annað hvort.

    En ég býst við óbreyttu ástandi þrátt fyrir þessi orð, og hlakka strax til sumarsins.

  • Skrifað af boltamaður fyrir meira en 677 vikur

    stjórnin ætlaði að hafa fyrirkomulagið eins og í fyrra. en á fundinum kom fram að það ætti breyta þessu á næsta tímabili en eftir að þetta var rætt þá var áhveðið að breyta þessu nuna með nánast öllum greiddum athvæðum, en það var einmitt aðilli frá liði sem er ekki buið að vera standa sig vel síðustu ár sem gaf tónin og vildi fá þessa breytingu.

    þetta fór lýðræðislega leið verðum við ekki bara að sætta okkur við það og bara reyna að hafa gaman af þessu.

     

  • Skrifað af Ballack fyrir meira en 677 vikur

    Eitt af stærstu atriðunum að mínu mati er sú þróun að núna eru bara um 20 lið í utandeildinni en þau voru mun fleiri á sínum tíma. Það að hafa 8 liða úrslitakeppni verður skrítnari og skrýtnari fyrir vikið þar sem 40% af liðunum komast þangað. Stefnir í að eina vitið sé að hafa 4 liða úrslitakeppni og spila fleiri deildarleiki í staðinn. Auðvitað á ekkert að breyta því fyrirkomulagi sem búið er að ákveða. Það er rík hefð fyrir deildarskiptingu og gaman að spila hörkuleiki í hverri umferð. 

    Til að hafa meiri hvatningu í deildarkeppninni þá finnst mér allt í lagi að 5 lið komist úr efri deild beint í úrslitakeppni, 2 úr neðri deild beint. og svo væri spilað um 8. sætið. 

    En allt eru þetta aukaatriði sem þið getið deilt um en skiptir í raun engu máli, Elliði vinnur þetta!

  • Skrifað af Hörður fyrir meira en 677 vikur

    Verða þá línuverðir í öllum leikjum? ekki bara í úrslitakeppninni?

  • Skrifað af Legend fyrir meira en 676 vikur

    Hvenær byrjar þetta og hvenær mun leikjaniðurröðun liggja fyrir ???

  • Skrifað af Erindreki fyrir meira en 676 vikur

    Góð spurning. Væri líka gott ef einhver er úr stjórn sæi sért fært um logga sig inn og svara til dæmis spurningunni Harðar um línuverðina :P

     

  • Skrifað af gaui fyrir meira en 676 vikur

    Ætti ekki að þurfa svara þessu.. Kemur fram hér ofar hjá mér með stöðuna á línuvörðunum og leikjaniðurröðun... Endilega lesið alla póstanna.. um leið og gerist eitthvað nýtt þá hendi ég því inn

    KV

    Gaui

  • Skrifað af FCDRAGON fyrir meira en 676 vikur

    Sælar Gaui, ein létt spurning:

    Hvernig getið þið ákveðið að gjaldið sé 165 þúsund krónur ef að allt er ekki komið á hreint, t.d. línuvarðamál.

  • Skrifað af FCDRAGON fyrir meira en 676 vikur

    ekki?

  • Skrifað af joi81 fyrir meira en 676 vikur

    Verð að seigja að mér finnst þetta mjög furðuleg þróun að vera styrkleika flokka þessa riðla og þá sérstaklega er ég ekki að skilja hvernig liðin í neðri deild sætta sig við þetta afhverju er þessi lið að taka þátt í þessu móti þetta kemur þannig út eins og þau lið séu einhverjar súkkulaði kúlur til hvers að vera í utandeildinni ef lið vilja ekki spila við bestu liðin og að hverju eru þessi lið að keppa að 11 liða riðill og 1 lið sem kemst í úrslitakeppnina...sorry en mér finnst þetta fáránlegt.

  • Skrifað af glaz fyrir meira en 676 vikur

    það er í raun ekki verið að styrkleika flokka þessa riðla vegna þess að raunini er þetta meira eins og 1 og önnur deild. það eru öll bestu liðinn í efri deildini held að flest liðin í 2 deild geri sér alveg grein fyrir því að þau verði ekki í neinni topp báráttu hvort sem er, en ef þau standa sig vel þá eiga 2 lið möguleika að komast í úrslitakeppni og lika að komast í efri deild á næsta ári.

Til að leggja eitthvað til málanna þarf notandi að vera innskráður