Landsliðið bikarmeistari 2010 í hnífjöfnum leik...

  • Skrifað af Spekulant fyrir meira en 709 vikur

    Fór í sólarblíðunni í dag og horfði á Landsliðið vs Vatnaliljurnar en Vatnaliljur er orðið frægt bikarlið, tvisvar í úrslit á 3 árum, fóru í undanúrslit í fyrra...

    Leikurinn fór 1 - 0 fyrir Landsliðinu í mjög svo skemmtilegum leik! Sigurmarkið kom 5 mínútum fyrir leikslok en sigurinn hefði getað endað hvorum meginn en bæði lið fengu færi og skoruðu liljurnar meðal annars mark sem dæmt var af vegna rangstöðu sem ég held að hafi verið réttur dómur... Landsliðið misnotaði einnig vítaspyrnu en Liljur áttu klárlega að fá víti undir lok leiksins þegar dómari leiksins hreinlega þorði ekki að blása í flautuna... Frábær skemmtun þessi leikur og bæði lið með fína sóknartilburði og hreint ótrúlegt að það hafi ekki verið skoruð fleiri mörk... Landsliðið hugsanlega komnir með titil 1 af 2 en með ólíkindum að Liljurnar hafi gert svona upp á bak í sínum riðli því liðið spilar skemmtilegan bolta með tekníska menn á miðjunni og líkamlegan styrk frammi með Ívar G og einhvern annan lítinn nagg með honum sem er á svipuðum aldri!

    Til hamingju Landsliðið með titilinn!

  • Skrifað af Judas fyrir meira en 709 vikur

    Ef menn hugsa um leikvelli á Íslandi þá einfaldlega man ég ekki eftir öðrum velli sem snýr austur-vestur.. Sólinn skiptir leik svolítið máli á Laugardalsgervigrasinu. Liljurnar spiluðu fínan fótbolta og unnu sér virðingu mína allavega. Landsliðið fékk 3 einn á móti markmanni, og víti sem fór forgörðum, í seinni hálfleik vorur liljurnar sterkar, nokkur skot utan af velli sem Grensarinn át og mark sem réttilega var dæmt af. Hvað vítið varðar þá hefði það verið mjög strangur dómur. Líklega hefur atvikið sést illa frá áhorfendum, enda langt frá en klárlega ekki víti. Árni dómari sýndi það að hann er klassadómari allan leikinn og flaut hann frá byrjun mjög vel. Takk fyrir skemmtilega Bikarkeppni og Til hamingju Landsliðið! (kórdrengir)

  • Skrifað af Harry fyrir meira en 709 vikur

    Þetta var bara sjóvarpsleikur, klassa veður og mikið fjör að horfa á.
    Til hamingju Landsliðið !!

Til að leggja eitthvað til málanna þarf notandi að vera innskráður