Hjörleifur - SÁÁ bikarslagur

  • Skrifað af 4hero fyrir meira en 775 vikur

    Leikurinn fór 1-3 fyrir SÁÁ

    Hjölli byrjuðu grimmir en komu sér ekki í nein alvöru færi og SÁÁ beitu skyndisóknum... sluppu 2 sinnum inn en náðu ekki að setja mark. Staðan var 0-0 í hálfleik.

    Strax í seinni hálfleik þá komast SÁÁ yfir eftir gott framlag frá hæfri kantaranum sem smellir honum í stöngina inn. SÁÁ voru grimari í og Hjölli náðu en ekki að skapa sér neit af viti, það var vel liðið á leikinn þegar Hjölli jafnar með háum bolta frá kantinum sem svífur yfir markmann SÁÁ.

    Leikurinn er frekar jafn og SÁÁ komast inn fyrir vörn Hjölla en ná ekki að nýta það. það eru svo ca 6 mín eftir þegar SÁÁ klára leikinn með 2 mörkum, sami kantari með gott mark og svo var markmaður Hjölla illa staðsetur í skyndisókn SÁÁ og kláraði miðjumaður SÁÁ með góðu skoti yfir markmanninn.... leikurinn búinn og SÁÁ áfram.

    Þetta var hörkuleikur og SÁÁ átti skilið að fara áfram.

Til að leggja eitthvað til málanna þarf notandi að vera innskráður