Hjörleifur með ólöglega menn í dag

  • Skrifað af Typpi fyrir meira en 757 vikur

    http://fchjorleifur.blogspot.com/

    Finnst ykur þetta eðlilegt.... og hvað ef þeir vinna - eiga þeir þá að fá medalíur og bjór?

    Ættu þeir ekki að girða sig í brók og spila þetta heiðarlega? Hvað finnst Elliða um þetta? Hvar er draumurinn?

    Þó svo að mönnum finnist þetta ómerkilegur leikur, þá er engin ástæða til þess að spila með menn sem eru í banni.

  • Skrifað af Eiki fyrir meira en 757 vikur

    Kæra Typpi,

    eins og kemur fram á Hjörleifsíðunni þá er ekki vitað hvort Hjörleifur nái í lið nema að nota leikmenn sem að eru í banni leikmenn sem að eru í banni eru því boðaðir í leikinn til þess að leikurinn geti farið fram ef Elliðamenn eru ósáttir við það þá spilum við án þeirra (svo lengi sem að við náum í lið)

     

  • Skrifað af balli fyrir meira en 757 vikur

    Þetta er allt í góðu.....ég hef ekki grænan grun hvað við verðum margir á eftir.

    Maggi í elliða hringdi í mig og ég sagði honum nákvæmlega það sem við vorum að pæla.

    Okkur er svo sem slétt sama um þennan eina eða 2 kassa sem eru í verðlaun fyrir 3 sætið....viljum bara fara í fótbolta áður en við förum á lokahóf hjá okkur

    Við munum skila inn skýrslu með nöfnum á öllum svo við erum ekki að fela neitt

    Tel þetta vera ágætis lausn í stað þess að mæta ekki vegna áhugaleysis og manneklu.

    Elliðamenn kæra okkur svo bara..... :)

  • Skrifað af kappsamur fyrir meira en 757 vikur

    Mér finnst þetta bara mjög snjallt hjá Hjörleifi... Þeir nota ólöglega menn, en þeir koma heiðarlega fram og láta vita af því..

    Það er ekkert jafn leiðinlegt og mæta með lið og eiga að fara að spila leik, en svo fellur hann niður vegna þess að hitt liðið nær ekki að manna leikinn..

    kveðja,

    Helgi

  • Skrifað af binniulla fyrir meira en 756 vikur

    Það er leiðinlegt að sjá að menn eru ekki að fylgja því "góða fordæmi" sem brautryðjendurnir í SÁÁ settu hérna um daginn. Öll þessi vinna við að gera deildina betri farin fyrir lítið...

    kv. Brynjar, Ögni

Til að leggja eitthvað til málanna þarf notandi að vera innskráður