Drekinn Vatnaliljur 3-3

  • Skrifað af DREKARI999 fyrir meira en 696 vikur

    Hörkuleikur þar sem Vatnaliljuvælið var allsráðandi. Fyrsti leikur Drekans í sumar þar sem sást glitta í gamla góða Dreka(samboltann). Sumarið hjá okkar er einfaldlega búið að vera dapurt vegna meiðsla og brotfalls lykilmanna. Það er loks núna sem þetta er byrjað að smella saman, enda sýndum við áðan að við erum síst lakari í fótbolta en toppliðin. Dómarinn stóð sig bara ágætlega en gerði auðvitað mistök eins og leikmenn. Hálf kímilegt að sjá fullorðna karlmenn orga og væla yfir hverjum einasta dómi.

    En já Dragon hefur aldrei nokkuð tímann tapað gegn Vatnaliljum og ætluðu ekki að fara taka upp á því í kvöld. 3-3 eflaust sanngjörn úrslit.

    Óskum svo Vatnaliljunum velfarnaðar í komandi leikjum 

  • Skrifað af lilja fyrir meira en 696 vikur

    Þökkum Drekamönnum fyrir hörkuleik. Hefur örugglega verið flottur leikur fyrir áhorfandann... töluvert hraður leikur og mikið af færum og "keppnis" tæklingum. Við áttum fleirri færi en 3-3 sennilega ekkert ósanngjörn úrslit þó við höfum verið drullufúlir með 2 töpuð stig. Drekamenn geta borið höfuðið hátt enda áttum við í fullu fangi við þá bæði í knattspyrnu og vælinu.

Til að leggja eitthvað til málanna þarf notandi að vera innskráður