Alvarleg staða deildarinnar

  • Skrifað af fcice fyrir meira en 473 vikur

    Alvarleg staða deildarinnar

    Sælir utandeildarmenn.

    Aðalfundur félagsins var haldinn 4. mars 2015
    - Stjórn 2014-2015 hvorki sat fundinn né stýrði honum.
    - Forsvarsmenn fjögurra liða sátu fundinn.
    - Ekki fór fram kosning í stjórn fyrir 2015-2016.

    Óuppgerð mál vegna mótsins 2014
    Ekki er búið að gera upp mót síðasta árs. Einhver lið hafa ekki enn greitt félagsgjaldið að fullu.
    Útistandandi skuld við HK vegna vallaleigu stendur í dag í kr. 60.000,-

    Sumarið 2015
    Engin sitjandi stjórn Utandeildarinnar.
    Engin samningar eru við vallastjórnendur.
    Enginn samningur er við styrktaraðila.
    Dómaramál eru í ágætis farvegi.

    Ef málum er ekki komið í rétt horf er ekki forsenda til þess að halda mót sumarið 2015.
    Ef mót 2015 á að verða að veruleika þarf að manna 3 manna stjórn ásamt einum varamanni.
    Stjórn þarf að samanstanda af aðilum sem eru reiðubúnir til að skipuleggja mót og annast utanumhald frá upphafi til enda. Stjórn klárar kosningatímabil á aðalfundi 2016.

    Helstu hlutverk stjórnar eru:

    a. Skipulagning á móti, þ.e. semja um vallaleigu, semja við dómara og styrktaraðila.
    b. Umsjón með leikjaniðurröðun í deild og bikar.
    c. Samskipti við forsvarsmenn liðanna, vallastjórnendur og dómara
    d. Umsjón kærumála
    e. Umsjón með vefsíðu deildarinnar

    Ef vel á að vera þarf amk. 3 atorkusama aðila í stjórn sem svo skipta hlutverkum sín á milli.
    Lykillinn að farsælu móti er góður undirbúningur.

    Staðan er eftirfarandi:

    Tilraun verður gerð til að halda annan aðalfund.
    Fundur er hér með boðaður fimmtudaginn 12. mars kl. 20:00.
    Staðsetning fundar verður kynnt innan 3 virkra daga.

    Á fundinum verða kosin ný stjórn.
    Á fundinum verður kosið um fyrirkomulag deildarinnar 2015.

    Eins og gefur að skilja er komin upp alvarleg staða í deildinni. Því er mikilvægt að þau lið sem hyggjast taka þátt í mótinu sendi fulltrúa á aðalfundinn sem haldinn verður 12. mars.

    Ef ekki verður hægt að kjósa í stjórn fyrir tímabilið 2015-2016 verður ekkert mót.

    Virðingarfyllst,

    Rúnar Stefánsson
    Meðlimur í Utandeildinni

     

  • Skrifað af fcice fyrir meira en 473 vikur

    Fundur Deildarinar verður haldinn þann 12 mars nk kl 20:00 á veitingarstaðnum spot í kópavogi.

    Hvett öll lið að senda inn fulltrúa á fundinn.

    kv.Rúnar

  • Skrifað af fcice fyrir meira en 473 vikur

    Leiðrétting

    FUNDUR DEILDARINAR VERÐUR HALDINN ÞANN 10.MARS NK KL 20:00 Á VEITINGARSTAÐNUM SPOT Í KÓPAVOGI.

  • Skrifað af Judo fyrir meira en 473 vikur

    Er ekki hægt að rukka bara liðin um aðeins meira og þú færð bara borgað fyrir að sjá um allt sem tengist deildinni Rúnar?

Til að leggja eitthvað til málanna þarf notandi að vera innskráður