Elliði gengur í ábyrgð fyrir þorpsfífl og ragmenni

 • Skrifað af möllerinn fyrir meira en 699 vikur

  Ég sat fund með Stjórn Knattspyrnufélagsins Elliða í dag (var fulli ritarinn). Elliði fundar ávallt daginn eftir þurrar analtökur. Á fundinum var tekin sú ákvörðun að Elliði myndi ganga í ábyrgð fyrir þorpsfífl og ragmenni. Evru-sjóður félagsins verður notaður sem handveð. Elliði hefur ávallt látið gott af sér leiða og er alltaf reiðubúinn að hlaupa undir bagga með þeim sem minna mega sín.

   

  Verkefnið hefur hlotið nafnið “Náðhús pupulsins” og slagorðið er “Hjá Elliða átt þú kost á því að vera í friði með allt niðrum þig!”

   

  En hvað felst í því að gangast í ábyrgð fyrir aðra, naðra?

  “Gangir þú í ábyrgð þá gengst þú undir að bera ábyrgð á því, að annar greiði skuldir sínar eða standi við skuldbindingar sínar. Geri hann það ekki, þá þarft þú að efna greiðsluskyldur þess, sem þú gekkst í ábyrgð fyrir. Þegar um fleiri en einn ábyrgðarmann er að ræða eru þeir venjulega samábyrgir (solidariskt ábyrgir) og greiði einn getur hann krafið hlutfallslegrar greiðslu hjá samábyrgðarmönnum sínum.

  Sá sem verður að greiða af því að hann er ábyrgðarmaður á skuldbindingum annars eignast endurkröfu á hendur aðalskuldaranum”

   

  Elliði gerir ákveðnar kröfur til þeirra sem hann gengst í ábyrgð fyrir, þær eru svohljóðandi:

   

  1. Ragmennið verður að vera með amk. eitt fjárnám á bakinu

  2. FIT-kostnaður ragmennisins fyrstu 6 mánuði ársins skal lágmark vera kr. 65.000 – þá er miðað við að ragmennið eyði umfram heimild ca. annan hvern dag [má ekki vera með síhringikort].

  3. Ragmennið verður að vera skráð á vanskilalista Lánstrausts [http://lanstraust.is/pages/2583]

  4. Ragmennið verður að vera með amk. 3 ógreidda gjalddaga á láninu [allir komnir fram yfir eindaga]

   

  Eins og sjá má á þessari útlistun þarf viðkomandi að vera gjörsamlega með allt niðrum sig. Þetta fólk þarf ekki að örvænta lengur, getur nú skriðið úr fylgsnum sínum og hallað sér upp að Elliða. Elliði er náðhús pupulsins.

   

  Það verður húllumhæ fyrir leik Elliða vs. Áreitni nk. miðvikudag því þá munum við hrinda af stað umræddu verkefni. Leikurinn fer fram á Framvelli og því við hæfi að starta dæminu í Góða hirðinum í Fellsmúlanum, þar sem allt er að grotna niður eins og vanskilalýðurinn. Gleymum því ekki að þetta er nytjamarkaður SORPU. Þar komum við okkur fyrir, amk. 10 gæjar, tökum á móti fólki og göngum í ábyrgðir í nafni Elliða.

   

  Komdu og drullaðu upp á bak með Elliða og segðu bless við kreppuna!

   

  Möllerinn

 • Skrifað af maggi fyrir meira en 698 vikur

  Ertu ekki kominn á fullmikið skrið? Spurning að gíra sig aðeins niður og ná sér niður á jörðina.

 • Skrifað af möllerinn fyrir meira en 698 vikur

  Jú, svo sem. Ég er alveg að missa mig. Faktískt hef ég enga stjórn, slík er gleðin.

  Minni SAMT á giggið í dag, sjá póst að ofan.

  Möhhhhll!

Til að leggja eitthvað til málanna þarf notandi að vera innskráður