Skrifað af sindri177 fyrir meira en 493 vikur
Góðann daginn. Ég og félagar mínir erum búnir að vera pæla svolítið í þessari utandeild, og okkur langaði að vita hversu mikill alvarleiki er í þessu. Við erum ekkert einhvað ógeðslega góðir í fótbolta en við kunnum þó einhvað, förum nokkru sinnum í mánuði niðrá völl í fótbolta. Okkur langar virkilega mikið að fara spila alvöru bolta og okkur datt í hug að tjekka á utandeildinni. þannig ég spyr er þetta einhvað fyrir svona ametura eins og okkur?
Skrifað af FCDRAGON fyrir meira en 493 vikur
Semi alvarleg. Nokkur flott lið þarna. Skoðið lika gulldeildin.com. Það er 7 manna bolti.
Skrifað af Judo fyrir meira en 493 vikur
Um að gera að vera með, við erum allir gamlir fituhlunkar í mínu liði, en spjörum okkur alveg ágætlega þessari deild !
Skrifað af kappsamur fyrir meira en 493 vikur
Um að gera að vera með. Hjörleifur, Dragon og Landsliðið ættu frekar heima í 2 deildinni, annars hin liðin öll svipuð.