Smá pæling með þessa utandeild.

 • Skrifað af sindri177 fyrir meira en 493 vikur

  Góðann daginn. Ég og félagar mínir erum búnir að vera pæla svolítið í þessari utandeild, og okkur langaði að vita hversu mikill alvarleiki er í þessu. Við erum ekkert einhvað ógeðslega góðir í fótbolta en við kunnum þó einhvað, förum nokkru sinnum í mánuði niðrá völl í fótbolta. Okkur langar virkilega mikið að fara spila alvöru bolta og okkur datt í hug að tjekka á utandeildinni. þannig ég spyr er þetta einhvað fyrir svona ametura eins og okkur? 

 • Skrifað af FCDRAGON fyrir meira en 493 vikur

  Semi alvarleg. Nokkur flott lið þarna. Skoðið lika gulldeildin.com. Það er 7 manna bolti.

 • Skrifað af Judo fyrir meira en 493 vikur

  Um að gera að vera með, við erum allir gamlir fituhlunkar í mínu liði, en spjörum okkur alveg ágætlega þessari deild !

 • Skrifað af kappsamur fyrir meira en 493 vikur

  Um að gera að vera með. Hjörleifur,  Dragon og Landsliðið ættu frekar heima í 2 deildinni,  annars hin liðin öll svipuð. 

Til að leggja eitthvað til málanna þarf notandi að vera innskráður