Skrifað af Ãreitni_ fyrir meira en 496 vikur
Polar Beer deildin hefst á morgun, þriðjudaginn 10.júní klukkan 22:00 með leik Fc Keppnis og K.F. Adriano. Leikurinn hefst seinna en venjan er en það er vegna þess að 2.fl hjá Þrótti er að spila á vellinum og þeir fá forgang. Við í utandeildinni verðum að sætta okkur við þessa slæmu tímasetningu, þó aðeins í örfá skipti í sumar.
Þrjú ný lið taka þátt í ár og eru þau FH220, Teamskeet og Clarinada PFC. Við bjóðum þessi nýju lið velkomin í deildinna og verður gaman að sjá og spila á móti þeim.
Sumarið er komið og Polar Beer deildin að byrja!