Polar Beer Deildin 2014

 • Skrifað af Áreitni_ fyrir meira en 447 vikur

  Ákveðið var á fundi stjórnar að hafa mótið með öðru sniði en undanfarin ár út frá umræðu og samkomulags liða á aðalfundi deildarinnar. Leikið verður í einni stórri deild og hvert lið leikur því heila  14 leiki í deild. Bikarkeppnin verður á sínum stað en vegna fjölda liða fær eitt af liðunum farseðilinn í 8.liða úrslit. Ákveðið var að efsta liðið í deildinni, að loknum þremur umferðum hlýtur þann farseðil. Mótið byrjar í viku 24. og klárast í viku 40.


  (14 deildar leikir, auk leikja í bikar út frá gengi)


  Heildarkostnaður fyrir hvert lið er komin í ljós og er það 195.000 kr. Upphæðin er hærri en síðustu ár, en á móti kemur fær hvert lið mikið fleiri leiki. Síðasti dagur til að greiða þá upphæð er 15.Júní. Ef lið eru ekki búin að standast skil á þeirri upphæð eða semja við stjórnina getur viðkomandi lið átt í hættu að fá ekki að spila leiki fyrr en þeir standast skil við þá skuld frá og með 15.Júní.


  Stjórnin er að vinna í drögum að leikjaplani og vonum við að það komi inn hér á síðunna um leið og það klárast.


  Hægt er að hafa samband við stjórnina á tölvupóstfangið 11utandeildin@gmail.com


  -Stjórnin

 • Skrifað af GmanTheMan fyrir meira en 445 vikur

  það væri magnað að fara að sjá hvaða kvold maður þarf að taka frá fyrir leiki í sumar!!

Til að leggja eitthvað til málanna þarf notandi að vera innskráður