Nýjar upplýsingar frá stjórn

  • Skrifað af Áreitni_ fyrir meira en 524 vikur

    Staðfestingagjald hefur nú verið sent á öll liðin sem taka þátt í sumar. Staðfestingagjaldið er 75.000kr en heildargjald fyrir liðin er ekki komið í ljós ennþá, talið að það sé í kringum 180.0000kr. Líklegt að það verði hærra.

    Mótið mun að öllum líkindum hefjast í byrjun Júní en við getum að öllum líkindum ekki byrjað fyrr vegna þess að grasvellirnir eru að koma illa undan vetri og félagsliðin verða á æfingum á gervigrasvellunum þangað til.

    Ákveðið var á aðalfundi deildarinnar að reyna að hafa tvær umferðir í sumar en hætt er við það vegna kostnaðar, tvær umferðir kosta hvert lið yfir 300.000kr. Leikið verður í tveimur riðlum, ein umferð. Síðan verður úrslitakeppni fyrir liðin sem lenda ofarlega í riðlunum. Líklegt er að 8 lið taka þátt í úrslitakeppninni núna í ár.

    Facebook síða utandeildarinnar hefur verið stofnuð og geta menn fundið hana með því að slá inn \\\"Polar Beer Deildin\\\" á facebook, við hvetjum alla til að gera það.

    Ef einhver er með spurningar varðandi deildinna er hægt að senda tölvupóst á stjórn deildarinnar en upplýsingar um það má finna á hliðarflipanum \\\"Stjórn deildarinnar\\\"

     

    -Stjórnin

Til að leggja eitthvað til málanna þarf notandi að vera innskráður