Æfingaleikur - Mótherji óskast

 • Skrifað af kappsamur fyrir meira en 459 vikur

  Sælir herramenn.

  Ég er með fyrirspurn handa öðrum utandeildarliðum.  

  Ég er með Ásvellina(Heimavöllur Hauka) til leigu 19.apríl kl. 13:30-15:00.  Liðið sem ég er í heitir Fótboltafélag Hafnarfjarðar 220 og er nýtt lið fyrir sumarið.  Ég veit að þetta er páskahelgin og því gæti reynst erfitt að manna lið.  Er eitthvert utandeildarlið sem treystir sér að manna sitt lið þennan og spila gegn FFH 220?  Sjálfur á ég eftir að taka snúning hjá liðinu okkur hvort við náum að manna leikinn! Kostnaður er 22-25þúsund krónur og myndi það skiptast niður á liðin. Ef við náum ekki að manna okkar lið eða ekki næst að útvega mótherja þarf ég að afboða völlinn tímanlega.

  Áhugasamir vinsamlegast sendið mér póst á: kappsamur@hotmail.com

  Kveðja,

  Helgi

Til að leggja eitthvað til málanna þarf notandi að vera innskráður