Þetta fyrirkomulag

 • Skrifað af Brandon Bass fyrir meira en 495 vikur

  Veit að það er kannski kjánalegt af mér að kvarta núna. En mér finnst þetta hefði mátt vera öðruvísi. Nú sé ég að B riðillinn er aðeins skipaður 6 liðum. Eru þá bara 5 leikir á lið allt sumarið !?!?!?!

  Þá hefði ég frekar viljað hafa einn stóran 17 liða riðil og haft flotta deildarkeppni. OK það er kannski fullmikið af leikjum segja einhverjir og of mikill vallarkostnaður. En þá hefði allavega verið hægt að vera með tvo 7 til 8 liða jafna riðla og spilað svo 4 liða úrslit hjá 2 efstu liðum hvors riðils. Svona til að fá allavega úrslitaleik.

 • Skrifað af viktor fyrir meira en 495 vikur

  Kjánalegt og ekki kjánalegt, það eru breytingar á mótinu og það er eðli breytinga að falla ekki öllum að geði.

  B-riðillinn eru 2 umferðir.  Þess vegna er B-riðillinn 10 umferðir en A-riðillinn 9 umferðir.

  Einn stór -15- liða riðill hljómar mjög vel, en það myndi fela í sér mikið meiri kostnað og það þýðir mun hærra þátttökugjald.  Það myndi einnig þýða að mótið myndi bæði lengjast og þéttast, þar sem þyrfti 7 leiki í viku og 15 umferðir.  Munum það að sumarið er ekki nema rétt um 13 vikur.

  Upprunalega áttu þetta að vera 16 lið en vegna skipulagsklúðurs stjórnar, þá datt eitt lið út og þegar það uppgötvaðist, var orðið of seint fyrir breytingar.  Þess vegna var ákveðið að halda þessu áfram svona.

  Ef menn vilja svo breytingar fyrir næsta ár, þá er bara um að gera að mæta á aðalfund og þar ræður fjöldinn. :)

 • Skrifað af viktor fyrir meira en 495 vikur

  \"B-riðillinn er tvöföld umferð\" átti þetta að vera.

 • Skrifað af actor fyrir meira en 495 vikur

  Synd að það séu svona fá lið..

Til að leggja eitthvað til málanna þarf notandi að vera innskráður