Leikskýrslur 2009

 • Skrifað af maggi fyrir meira en 705 vikur

  Skv. lögum félagsins eru aðeins þær leikskýrslur sem gerðar eru á vef félagins samþykktar.

  Skrá leikskýrslu
   
  Í ár eru aðeins leikskýrslur samþykktar sem eru gerðar í gagnagrunni heimasíðunnar.
  Hver sem er getur útbúið leikskýrslu fyrir sitt lið (þarf ekki að vera innskráður).
   
  Ferlið er eftirfarandi:
   
  >> Smellið á „Liðin“ og svo á viðeigandi lið
   
  >> Neðst á síðunni (fyrir neðan leikmennina) birtist „Næsti leikur“. Þar er smellt á „Skrá leikskýrslu“
   
  >> Allar upplýsingar um viðeigandi leik koma sjálfkrafa inn
   
  >> Næsta skref er að velja þá leikmenn sem eiga að vera á skýrslu.

  Það er hægt að velja marga leikmenn í einu og smella á „Bæta á leikskýrslu“
  Ég mæli með því að halda inni „Ctrl“-takkanum þegar verið er að velja marga í einu.
   
  >> Þegar allir eru komnir á skýrslu er smellt á „Prenta leikskýrslu“
   
  >> Þá opnast síða með leikskýrslunni. Þá er farið í „File“ og „Print“ eða ýtt á „Ctrl-P“
   
  Það má búast við því að skýrslan verði 2 blaðsíður ef fleiri en ca. 25 manns eru á skýrslu.
   
  MUNIÐ AÐ PRENTA ÁVALLT ÚT 2 LEIKSKÝRSLUR:
  a) Ein fyrir dómarann
  b) Ein fyrir mótherja

Til að leggja eitthvað til málanna þarf notandi að vera innskráður