Formatið á deildinni er smá galið

  • Skrifað af Dragon # 3 fyrir meira en 621 vikur

    Er það rétt að fyrirkomulagið á deildinni verði eins og í fyrra ? Verð að segja að mér finnst það virkilega heimskulegt fyrirkomulag. Þegar þessi deild er bara með um 20 lið. Þá á bara að hafa 2 jafna riðla og 4(eða 2) efstu liðin æi hvorum riðli fara í playoffs. Alveg eins og þetta var í hitteðfyrra.

    En þetta fyrirkomulag sem var síðasta sumar er meingallað, það hljóta allir að sjá það!!! Að setja upp í 10 liða riðil þar sem 6 efstu liðin fara beint í playoffs og 7unda liðið fer í umspilsleiki um sæti í playoffsinu við liðið í 2ðu sæti í B riðli. 

    Þannig að eins heimskulega og það hljómar þá er er hægt að vera í bullandi ströggli og fallbaráttu allt sumarið í A riðli en samt farið í úrslitakeppnina!! Það er semsagt hægt að lenda í þriðja neðsta sæti en samt unnið titilinn. Þetta auðvitað rýrir mikilvægi A riðilsins. Væri auðvitað miklu skemmtilegra að hafa 2 jafna riðla.

  • Skrifað af Legend fyrir meira en 621 vikur

    Sammála því, fyrirkomulagið í fyrra var algjör steik.

    Það ætti að draga í riðla núna þ.a. liðin sem komust í úrslitakeppnina í fyrra skiptust jafnt í sitt hvorn riðilinn.

    Er komið á hreint hversu mörg lið taka þátt í ár ?
    Vita menn um einhver lið sem eru hætt þátttöku eða einhver ný lið sem ætla að vera með?

  • Skrifað af addorri fyrir meira en 621 vikur

    Það vantar like takka á þetta spjallborð.

  • Skrifað af glaz fyrir meira en 621 vikur

    Það er nú bara þannig að þó þú sért að berjast í neðri hlutanum í a riðli þá eru þau lið bara sterkari en liðin í b og því ekkert óeðlilegt við þetta finst mér allaveg.Það er líka bara svo mikill getu munur á liðum í a og b riðli það er meiningin með þessu skipulagi

     

  • Skrifað af Hörður fyrir meira en 621 vikur

    Gallinn við að skipta í 2 jafna riðla er sá að lakari liðin fá mögulega of marga leiki sem þau eiga takmarkaðan séns á að vinna. 

    Það væri hægt að hafa þetta eins og í fyrra nema að sjötta sæti í A og þriðja sæti í B fara í umspil. Þá er strax komin aðeins meiri spenna í A.

    Gallinn við það er að lakari lið í A yrðu eflaust ekki sátt með það.

    Persónulega á ég mjög erfitt að ákveða hvort ég vilji styrkleikaskipt eða jafnt dreift. Kostir og gallar við bæði...

  • Skrifað af Dreki19 fyrir meira en 621 vikur

    Styð 2 jafna riðla alla leið, minnir einmitt að það hafi verið töluverð óánægja með þessa riðlaskiptingu fyrir mótið í fyrra en þá var talað um að það væri of seint að fara í þetta þá. Get ekki séð að það sé neitt vandamál að gera það þá núna.

     

    "Gallinn við að skipta í 2 jafna riðla er sá að lakari liðin fá mögulega of marga leiki sem þau eiga takmarkaðan séns á að vinna."

    Hvernig eiga slakari liðin að verða betri ef þau mæta aldrei góðum liðum?

  • Skrifað af Hörður fyrir meira en 621 vikur

    Góður punktur og eftir smá umhugsun er ég sammála því að hafa 2 jafna riðla. Þá lenda slakari liðin í A heldur ekki í eintómum hákörlum allt tímabilið.

    Liðin sem voru í B í fyrra fá þá vissulega erfiðari andstæðinga út allt tímabilið, en samt fleiri sæti í úrslitakeppnina. Þau sem hefðu verið að berjast um sæti í úrslitum með styrkleikafyrirkomulaginu(bestu liðin í B) munu líklegast hvort eð er gera það með 2 jöfnum riðlum.

    Svo er líka fínt að fá að spila við önnur lið en þau sömu og í fyrra.

     

  • Skrifað af Kalmann fyrir meira en 621 vikur

    Finnst það eigi að hafa 2 jafna riðla. Hefði vel verið hægt að styrkleikaraða í deildir ef þetta væri kannski 3-4 riðlar eins og var hérna áður fyrr en á meðan liðin eru svona fá þá er það augljóst mál að raða í 2 jafna riðla. Eins og fyrsti maður segir þá er það bara heimskulegt að vera við botninn í A riðli en fara samt í úrslitakeppni. Svona system verður að meika sense og það gerir það ekki svona. Lélegri liðin verða líka að fá að keppa gegn góðu liðunum. Liðið mitt er nú ekkert endilega með þeim bestu og ég vil fá að keppa gegn liðum af hvaða styrkleika sem er og reyna að standa í þessum bestu.

  • Skrifað af Legend fyrir meira en 621 vikur

    Jæja, nú er fresturinn til að greiða staðfestingargjaldið liðinn. Hvað eru mörg lið skráð til leiks í sumar ?

  • Skrifað af Schweinsteiger fyrir meira en 621 vikur

    Ég er ansi hræddur um ef skipt yrði í 2 jafna riðla færum við aftur að sjá leiki enda 8 til 12-0 líkt og gerðist nokkuð oft fyrir 3 árum. Getumunurinn er töluverður á milli liða á þessum kvarða. Það er engum greiði gerður að sjá svona tölur sem minna á íslenska kvennaboltann. 

    Held líka að lið sem eru mikið niðurlægð með stórtöpum yrðu ekki neitt svakaspennt að halda áfram í deildinni árið eftir. Mér fannst ansi hár standard í A-riðlinum í fyrra og mikið af góðum og spennandi leikjum spilaðir sem er bara góð auglýsing fyrir Utandeildina. Það var líka hörkuspenna í B hverjir kæmust í úrslitakeppnina. Mér fannst þetta fyrirkomulag ganga mjög vel í fyrra og öll lið fá andstæðinga við sitt hæfi. Bestu liðin fóru í úrslitin og besta liðið sigraði tvöfalt.

    Það má hinsvegar ræða það að 6.sæti í A og 3.sæti í B fari í umspil og kannski að liðin sem enda í þrem efstu sætunum í A-riðli og 1.sæti í B fari með einhver aukastig inní úrslitakeppnina. Það yrði ígildi þess að vinna sér inn heimavallarrétt í öðrum íþróttum.

  • Skrifað af siggi fyrir meira en 621 vikur

    Ég er hrifnari af tveimur getuskiptum riðlum, alveg ljóst að nýliðun í utandeildinni verður miklu minni ef lakari liðin eru að skíttapa fyrir öllum toppliðunum.

    Það mætti kannski láta tvö lið úr hvorum riðli fara í umspil, 6. sæti í A vs 3. sæti í B og 7. sæti A vs 2.sæti B. Þá er bara helmingur úr A-riðli öruggur áfram.

    Auðvitað ekki eins skemmtilegt fyrir neðsta liðið í A-riðli að tapa flestum leikjum, en það má þá færa þau lið niður í B-riðil að ári.

  • Skrifað af Hörður fyrir meira en 621 vikur

    Mjög satt þetta með minnkun á nýliðun í deildinni ef lið eru að tapa stórt og ég hef töluverðar áhyggjur af því.. En finnst ykkur ekki pínu galið að maður geti endað í 5.-7. sæti af 10 og samt unnið deildina?

    Ef styrkleikaskipt leið verður valin vil ég sjá eins og schweini talar um að lið fái stig með sér inn í úrslitakeppnina fyrir að lenda í efstu sætunum.

  • Skrifað af Legend fyrir meira en 621 vikur

    Að taka stig með sér í úrslitakeppni tíðkast aðallega í handbolta vegna þess að þá lenda lið úr riðli saman í milliriðli. Það er gert vegna þess að liðin mætast ekki aftur í milliriðlinum. 

    Þess vegna finnst mér það ekki eiga við í þessu fyrirkomulagi, því í Utandeildinni mætast liðin aftur í milliriðlinum.

    Ávinningurinn af því að vinna t.d. A-riðil felst í því að mæta veikari liðum í milliriðli heldur en ef liðið hefði lent í 2. sæti.

    Nú veit ég ekki hversu mörg lið verða skráð til leiks, en það væri hægt að fækka liðum í úrslitakeppninni. Hafa 4 lið úr A-riðli og 2 úr B-riðli, sem mættust í tveimur 3ja liða milliriðlum.

  • Skrifað af Hörður fyrir meira en 621 vikur

    Það gengur auðvitað líka :)

    En það er kannski pínu erfitt að koma með tillögur um skipulagið á þessu öllu saman þegar við vitum ekki hversu mörg lið verða með í sumar. Þeir hljóta að fara að henda því inn á síðuna.

  • Skrifað af Legend fyrir meira en 620 vikur

    Er ekki greiðslufrestur liðinn? Hvað verða mörg lið með í sumar ?

  • Skrifað af joi81 fyrir meira en 619 vikur

    Það er engin spurnig að það eiga að vera 2 jafn sterkir riðlar öll lið eiga að ganga að sama borði og það er alveg ut i hött að lið geti valið ser motherja.Einfaldlega faranlegt að veikari liðin neiti að spila a moti sterkar liðunum.

Til að leggja eitthvað til málanna þarf notandi að vera innskráður