Spá fyrir 4 umferð í B riðli

 • Skrifað af Swinger fyrir meira en 701 vikur


  SÁÁ-Dragon : Hörkuleikur milli tveggja liða sem ættu að geta blandað sér í toppbaráttuna. Set sigur á SÁÁ 2-1

  Haukar U-Hómer: Eftir frábært undirbúningstímabil hjá Haukum hefur ekki alveg gengið nógu vel. Þeir detta í gírinn í kvöld og rúlla yfir Hómeringa. 4-0

  Hjörleifur-Vatnaliljur: Stórleikur kvöldsins. 0-1 fyrir spútniklið ársins 2009.

  Dufþakur-Geirfuglar: Duffi búnir að byrja illa sem kemur á óvart ef mið er tekið á þeim stjörnuleikmönnum sem þeir hafa á að skipa. Tippa á sigur Duffana. 5-2

  Esjan-CCCP: Rússarnir ættu undir eðlilegum kringumstæðum að taka þetta létt en þeir gætu lent í vandræðum ef þeir vanmeta Esjupilta. Tippa á óvænt 2-2 jafntefli.

 • Skrifað af Harry fyrir meira en 701 vikur

  Sáá - Fc Dragon = 5 - 0

  Við þökkum Dragon mönnum fyrir hressan leik af okkar hálfu í frábæru knattspyrnu veðri í Grafarvoginum....eitt rautt spjald í leiknum og nokkur gul,mark dæmt af okkur í Sáá sem klárlega var ekki rangstöðu mark.......en svona er þetta.....erum sáttir með sigur á þessu fína knattspyrnuliði Fc Dragon (Ekkert væl í þessum strákum) Er að fýla það !!!

Til að leggja eitthvað til málanna þarf notandi að vera innskráður