Over and out

 • Skrifað af gaui fyrir meira en 586 vikur

  Góðan daginn fótboltafélgar.

  Seint á þriðjudagskvöldið tók ég þá ákvöðun að hætta í stjórn UD.

  Ástæður fyrir því er nokkara, einsog menn vita sem voru á Aðalfundinum síðasta vetur þá var ég orðin nokkuð þreyttur eftir 5.ára veru í stjórn en ákvað að taka slaginn áfram þegar ljóst var að ég fengi fleiri með mér og Rúnari í þetta. Utandeildin hefur í gegnum árin verið svo gott sem mitt líf og yndi og hef ég haft gríðarlega gaman að þessu. En þetta er vanþakklát starf og menn virðast alltaf finna neikvæðar hliðar í öllu sem er gert, geri mér alveg grein fyrir því að við erum ekki hafnir yfir gagnrýni, en stundum líður maður bara þannig að allt sem stjórnin hefur gert fyrir deildinna er ekki nógu gott, en af einskærum áhuga fyrir deildinni hefur maður staðið í þessu ásamt öðrum mönnum sem hafa verið með manni í stjórn af sömu ástæðum.

  Ég er búinn að vera 14.ár í deildinni og helminginn af þeim tíma hef ég verið í stjórn. Ég hef horft á deildinna breyttst gríðarlega í gegnum árin. T.d þegar Breiðarblik var með deildinni þá voru oft og iðurlega leiki á Laugadags og Sunnudagsmorgun kl.10.00. og maður var bara nokkuð ánægður ef dómri mætti en oftast fóru þessir leikir fram og í mörgum tilfellum voru þau úrslit látin standa, sannkallaður bumbubolti sem var gríðarlega gaman.

  Það best sem gat komið fyrir UD var að nokkrir áhugasamir menn tóku sig saman og stofnuðu þess Utandeild sem við þekkjum í dag.

  Allt hefur verið gert til að gera deildinna sem hagkvæmast og best úr garði gerða, þegar sú ákvörðun var tekinn að láta gera heimasíðu fyrir Utandeildinna með öllum þeim kostnaði þá tók stjórnin á sig að gera vinnu sem áður voru fegnir menn í þetta gerðum stjórnin án þess að fá nokkuð fyrir og halda niðri kostnaði. En með heimasíðuni komu hertar reglur sem áttu að vera deildinni til góðs og hafa þær í flestum tilfellum virkað mjög vel, en á undaförum árum hefur samt komið ákveðin harka í þetta varðandi kærumál.

  Hef fengið alla flóruna í þessum mál: T.D misslitir sokkar ekki eins buxur eða treyja var ekki samlit ljósari eða dekkri o.s.f.v. Hef aldrei vita til þess að lið hafi tapað leik út af þessum ástæðum. Svo er það ólöglegir leikmenn, þá á ég við leikmenn sem hafa spilað í deildum hjá KSÍ eða leikmenn sem eru ekki í gagnagrunn en spila samt. Ég er gríðalega ánægður að segja það að það er nokkurn vegin alveg dottið upp fyrir að menn séu að gera það. En svo koma leikmenn sem eru löglegir en vegna mannlegara mistaka eru ekki á skýrslu eða eitthvða annað við gerð skýrslu hefur missfarist , þó að allir vita að viðkomandi maður eða lið  er löglegur(t) í leikinn, hef fengið slatta af þeim málum á mitt borð .

  Það er komin mikill harka í þessi mál. En ég hef samt sem áður hef ég náð því í lang flestum tilfellum að fá þær kærur felldar niður og úrslitinn látin standa með því að höfða til drengskapar og hins klassíska íþróttaranda, þakka þeim mönnum fyrir það og tel þá betri menn fyrir vikið . Viðurkenni það fúslega að stundum hefður það tekið fleiri en 1 eða 2 símtöl að fá menn á þessa niðurstöðu en það hefur tekist í flestum tilfella. En ekki alltaf.

  Ég hef verið talsmaður stjórnar í kærumálum undarfarinn ár en menn verða að gera sér grein fyrir því að það er bara ekki ég sem ákveð refsingu liðanna ef málin fara alla leið heldur allra stjórnarinnar og oft með hjálp KSÍ.

  Á þessum 7.árum sem ég hef verið í stjórnin hef ég þurft tvisvar að taka ákvörðun á móti minn betri vitund af því að lagabókstafur segjir mér að gera það. Verð að viðurkenna það að ég er ekki sáttur við það og mun aldrei vera.

  Það er alveg ljóst að það verða að vera til reglur um Utandeildinna og menn verð að fylgja þeim. En ekki gleyma því að það er líka til óskráðar reglur sem eru:

  Drengskapur og heiðarleiki í íþróttum, það eru reglur sem allir eiga að hafa í hávegum hvort sem er í áhugamannadeild eða alvöru keppni í hverskonar í þróttum. Það er alveg ljóst að í öllu sem menn taka sér fyrir hendur að allstaðar er mannleg misstök talin geta átt sér stað, nema í Utandeildinni í fótbolta og þá á ekki bara við mitt lið heldur öll lið í deildinni.

  Það er alveg ljóst að ég axla mína ábyrgð á þessu regluverki og hefði sjálfsagt átt að vera búin að gera ráðstafanir í því. En minn helst kostur og um leið minn helsti galli er að ég hef bullandi trú á drengskap og heiðleika allra sem taka þátt í Utandeildinni eða öðrum íþróttum. Ég er bara þannig uppalinn að þessi gildi voru prentuð í mig, hef alltaf litið á þetta sem kost í mínu fari.

  Þann tíma sem ég hef verið í stjórn og allir sem hafa verið með mér í stjórn, höfum við unnið af heiðarleika og gríðarlega óeigingjarnt starf í þágu liðanna í deildinni og ég tel okkur hafa tekist mjög vel til stundum eru ekki allir alveg sáttir en við höfum reynd að gera öllum til geðs.

  Vil svo minna menn á það afhverju þessi deild var stofnuð. Hennar eini tilgangur var að gefa mönnum sem annahvort höfðu ekki getu eða vilja til að spila á stórasviðinu stað til að hittast og spila sambland af alvörubolta og bjórbolta. Um það á þessi deild að snúast og ekkert annað, smá keppni er alltaf góð en hún á það til að ganga full langt. Gleði og góður félagsskapur á alltaf að vera kjör orð Utandeildarinnar. Reynum nú allir að finna þann grunn aftur og höfum gaman að þessu.

  Tek það skýrt fram að þessi kæra sem ég fékk á mig í leik Ögna er ekki ástæðan fyrir því að ég hætti, heldur er hún dropinn sem fyllt vel barmfullan bollann, hef hvorgi vilja eða löngun í að standa í svona slagsmálum og sandkassaleik lengur.

  Nokkur orð að lokum:

  Hvet alla þá sem búa yfir þessum gildum og trúa á þessi gildi: Heiðarleik, drengskap og hinn gamla góða íþróttaranda að bjóða sig í stjórn og taka slaginn með strákunum sem eru í stjórn breyta og betrum bæta reglurnar. En hafið það að leiðarljósi að það eru ekki allir sem finnst þessi gildi ýkja merkileg.

  Mæli með að fysta grein í lögum Utandeildarinnar verð í þessum dúr:

  Leikur skal ávalt vinnast á vellinum en ekki á pappírum.

  Að lokum vil ég þakka öllum sem hafa unnið með mér í gegnum árin í Utandeildinni kærlega fyrir samstarfið búin að vera frábær tími.

  KV

  Guðjón P Erlendsson. (Kumho)

  PS. Þakka öllum liðum í deildinni fyrir samstarfið síðasliðinn ár.

  Frábið mér öll skíta comment á þessa grein þar sem að henni er ekki beint gegn neinu liði heldur er þetta svona over all hvað er í gangi varðandi þessa hlið af deildinni og til að láta menn vita ég sé hættur í stjórn UD.

Til að leggja eitthvað til málanna þarf notandi að vera innskráður