Línuvarða mál

  • Skrifað af gaui fyrir meira en 669 vikur

    Góða kvöldið drengir.

     Einsog þið flestir vitið þá hafa línuvarðarmálin ekki farið eins vel á stað og við í stjórn vorum að vonast eftir. Við erum engan veginn sáttir við þess þróun og það verður farið í þetta mál strax á morgun um hvaða leiðir eru færa varðandi þessi mál. Það er alveg ljóst að hvorki liðinn í deildinni eða við í stjórn getum sætt okkur við þetta. Hugmyndi að hafa línuverði er góð en einsog málin hafa þróast þá er þetta engan veginn að ásættanlegt. En vonandi verður kominn niðurstaða í þetta mál strax um helginna eða í upphafi næstu viku.

    KV

    Stjórnin

  • Skrifað af rocco22 fyrir meira en 669 vikur

    Í síðasta leik Duffa sem ég veit að stjórnin horfði á af hliðarlínunni kom nú reyndar upp sú skrýtna staða að best hefði verið ef línuverðirnir hefðu eingöngu verið að dæma leikinn en ekki dómarinn líka. Hann var ekkert að kunna að dæma með línuverði með sér og gleymdi oftar en ekki að horfa á þá.

  • Skrifað af actor fyrir meira en 668 vikur

    Hvað er að frétta af þessum línuvarðarmálum? Spurning um að liðin í b.riðli fá endurgreitt það sem var bætt við til þess að fá línuverði? Virðist vera að sé meiri áhersla lögð á að hafa línuverði í a. riðli sem er hreint til skammar..

  • Skrifað af glaz fyrir meira en 668 vikur

    a riðill er ekkert að fá linuverði frekar en þið við öfum fengið einu sinni linuverði og það var í meistarleiknum.

  • Skrifað af actor fyrir meira en 668 vikur

    sorglegt..ég heyrði bara talað um að það væri meiri áheyrsla lögð á að hafa línuverði í a riðli.. En á ekki að fara koma niðurstaða í þessu máli?

  • Skrifað af 0007 fyrir meira en 668 vikur

    Alltaf verulega gaman þegar menn einsog actor þruma fram svona skemmitlegum staðhæfingum.... A- fær meira en B-riðill..hvernig dettur mönnum svona vitleysa í hug eða þá að henda henni hér inn: (eftir að hafa heyrt um það )... Það er gott að vita að Gróa á Leiti lifir góðu líf fyrir utan Séð og Heyrt....  Klassa framistaði Actor.. færð tilnefningu frá mér í til Óskarverðlaunna þetta árið í hópi Grenjað í góðra vina hóp..

    Takk fyrir góða skemmtun

  • Skrifað af actor fyrir meira en 668 vikur

    Í sumum kenningum um sannleikann eru staðhæfingar teknar sem sannberar þ.e. staðhæfingar geta verið sannar eða ósannar fremur en setningar eða fullyrðingar...en annars finnst mér frábært að hafa skemmt þér svona líka svakalega..0007

     

  • Skrifað af FCDRAGON fyrir meira en 668 vikur

    Dragon - Hjölli í kvöld.

    Ágætis peningar í þessum ósýnilegu línuvörðum.

    Ef þeir mæta ekki í kvöld þá sendum við stjórninni bankareikning sem þeir geta bakfært fjárhæðina á og óskum þá bara eftir að línuverðirnir haldist ósýnilegir hér eftir.

    Er það ekki bara sanngjarnt? 

  • Skrifað af gauti10 fyrir meira en 668 vikur

    Hundleiðinlegt að línuverðirnir hafi verið að klikka. Veit fyrir víst að þar eru menn að svíkjast undan að mæta en tríóið sem var á laugardalnum í gær er gríðarlega gott. Dómarinn líklega sá besti í deildinni og vonandi að þeir dæmi sem mest.

  • Skrifað af shakonarson fyrir meira en 668 vikur

    Við höfum verið nokkuð heppnir með línuverði, þeas þeir hafa mætt í leikina. Það er mikill munur á að spila með línuverði en ekki, sérstaklega með tilliti til brota og rangstöðu. Þetta hafa verið ungir strákar og þeir hafa staðið sig nokkuð vel.

    Fyrir hönd Duffa

Til að leggja eitthvað til málanna þarf notandi að vera innskráður