Línuverðir

 • Skrifað af actor fyrir meira en 599 vikur

  Hvað varð um þessa línuverði? Hefur einhver spilað leik með línuverði á línunni? 

 • Skrifað af gauti10 fyrir meira en 599 vikur

  já, held að flest allir leikirnir hafi verið með mönnum á línunni. Þeir mættu að mínu mati alveg vera ákveðnari í dómgæslu og flagga á augljós brot.

  Annars er það mjög jákvætt að fá menn á línuna. Maður verður bara að treysta að þeir viti hvað þeir eru að gera

 • Skrifað af Hörður fyrir meira en 599 vikur

  Það hafa verið línuverðir í báðum leikjunum okkar og hafa alltaf staðið sig bara nokkuð vel.

 • Skrifað af glaz fyrir meira en 599 vikur

  nei það er ekki rétt við erum búnir að spila 4 leiki en aðeins í 1 hafa verið línuverðir, veit eki betur en að gjaldið hafi verið hækkað frá 140þ upp í 165þ vegna þess að það áttu að koma linuverðir,fáránlegt að vera að borga 25þ meira fyrir þjónustu sem maður fær ekki ætlar stjórnin að endurgreiða þetta til baka.

  en það er þörf fyrir að hafa línuverði held að við getum allir verið sammála um það 1 dómari ræður ekki við leikina,sérstaklega þegar kemur að rangstöðunni það sást greinilega í gær þegar dómarin var að dæma rangstöðu á mann sem var á sínum eigin vallarhelming allir sáu það nema dómarinn,

   

 • Skrifað af kappsamur fyrir meira en 598 vikur

  línuverðir í bikarleik hjá okkur um daginn. Persónulega finnst mér að það sé skárra að sleppa þessum línuvörðum ef þeir geta ekki ákveðið hvor þeir ætli að flagga eða ekki. Mjög hikandi í sínum aðgerðum. Þá er betra að hafa 1 dómara og sleppa því að treysta að línuverðirnir standi vaktina af einhverju viti !!!  Maður allavega veit að 1 dómari sér ekki allt og hvað þá rangstöðu.  Þannig maður reiknar ekki með því !!!

  kveðja

 • Skrifað af glaz fyrir meira en 598 vikur

  þessir línuverðir eru auðvita bara strákar úr 2 flokk og það er ekki mikil reynsla hjá þeim en því fleirri leiki sem þeir dæma í því meira sjálfstraust fá þeir og verða fyrir vikið betri línuverðir verðum held ég bara að gefa þeim nokkra leiki.

  kappsamur mér finnst frekar lelegt ef þú sættir þig bara við það að dómarinn dæmi bara rangstöður eftir geðþótta áhvörðun sinni, finnst að við eigum að vera með meiri metnað en það.

 • Skrifað af actor fyrir meira en 598 vikur

  Mitt lið hefur nú spilað 2 leiki einn í deild og annan í bikar og í hvorugum leiknum voru línuverðir..í deildarleiknum þá var dómarinn tilbúin með flöggin en engin línuvörður mætti. Þó að þeir séu ekki að flagga á brot þá geta þeir séð hvort að boltin sé inná vellinum og rangstöður annað ætti dómarin að geta tæklað. Ég vil sjá breytingar á þessu og línuvörð í okkar næsta leik. 

Til að leggja eitthvað til málanna þarf notandi að vera innskráður