Kumho vs ÍBV Valitorbikarinn 25.mai kl.18.00.

 • Skrifað af gaui fyrir meira en 602 vikur

  Góða kvöldið drengir

  Á morgun (Miðvikdaginn 25.mai) kl.18.00. verður leikur (Kjalnesinga) Kumho vs ÍBV og gervigrasi Fram. Held að þetta sé í fyrst skipti sem Utandeildarlið kemst í 32.liðaúrslit bikarsins og óhætt að fullyrða að aðndstæðingurinn er ekki af verri endanum.

  ÍBV er sem stendur í 2.sæti í Pepsi deildinni og ef ég man rétt þá enduðu þeir í þessu sæti í deildinni í fyrra. Svo það er alveg ljóst að þetta er eitt af toppliðum deildarinnar.   Það væri gaman að sjá sem flest leikmenn utandeildarinnar á þessum leik til að styðja okkur í þessum slag á morgun ekki veitir af.

  Þar sem þetta eru 32.liða úrslit þá verðum við að selja inn á völlinn, verðinu er stillt í hóf 1000.kr á mann. (Það kostar heilan helling af krónum að fá svona lið í heimsókn)

  Hvet alla sem vettling geta valdið að mæta á völlinn og og styðja okkur, láta vel í sér heyra, það er ekki oft sem við eigum möglurleika á að spila við þá bestu eða horfa á Utandeildarlið keppa við þá bestu.  Vonandi að ég sjái sem flest af ykkur á vellinum dýrvitlaus.     Við mætum alveg dýrvitlausir í þennan leika og ætlum að gefa okkur 150% í þetta verkefni og vera deildinni okkar til sóma.

  Hlakka til að sjá ykkur á vellinum

  KV

  Gaui Kumho

 • Skrifað af 0007 fyrir meira en 602 vikur

  Þókklega mæti ég á þessa vitleysu til að sjá kumho taka á mót *pjásunum* hahahahahhah

  http://fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=108805

   

Til að leggja eitthvað til málanna þarf notandi að vera innskráður