Leikjaplan

 • Skrifað af glaz fyrir meira en 604 vikur

  Það kom tilkynning frá stjórn 26 April um að liðinn fengju mjög fljótlega póst frá stjórn um sumarið, leikjaplan og svoleiðis næstum 2 vikur liðnar og enginn póstur er ekki að fara að koma tími á þetta.

  og eins með meistara leikinn það var talað um að hann æti að vera um miðjan maí ekkert að frétta þar heldur.

 • Skrifað af Arnar80 fyrir meira en 604 vikur

  Ég er hjartanlega sammála þér þarna.

  Þetta blessaða mót á að byrja eftir tæpar 2 vikur og það er ekkert komið!

 • Skrifað af gaui fyrir meira en 604 vikur

  Varðandi leikjaplanið þá er það svo gott sem tilbúið eina ástæðan fyrir því að það er ekki komið er eitt lið í deildinni var að ákveða hvort að það væri með eða ekki. Var búinn að raða upp móti með þessu liði innaborðs. Hefði verið hálftilgangslaust að senda það út svo hefði þetta lið hætt við þáttöku og það hefði þurfta að raða upp öllu mótinu aftur.  Ég sendi þessa leikjaniðurröðun á öll liðinn annað kvöld og bið ykkur um að kíkja yfir þetta og endilega komið með athugunarsemdir ef ykkur finnst  eitthvað ekki stemma...( viðurkenni það alveg að þegar maður er búinn að liggja yfir þessu lengi þá rennur þetta stundum saman í einn hrærigraut.)

  ATH ÞETTA ER EKKI STAÐFEST NIÐURRÖÐUN

 • Skrifað af Oskar fyrir meira en 603 vikur

  Góðan daginn.

  Var að spá hvort það sé langt í leikjaplanið?  Rosafínt að það fari að detta inn svo menn geti farið að skipuleggja sumarið.

 • Skrifað af boltamaður fyrir meira en 602 vikur

  Er ekkert að fretta? meistara leikurinn átti að vera í dag en verður ekki forkeppnin átti að vera 23 maí en verður vist 1-3 juni ekki staðfest, verður mótið í sumar? nú hlýtur að vera ljóst hvaða lið verða með í sumar og er þá ekki hægt að klára þessa vinnu og fara að starta þessu móti.

Til að leggja eitthvað til málanna þarf notandi að vera innskráður