HK-völlurinn

  • Skrifað af Schweinsteiger fyrir meira en 677 vikur

    Var rétt í þessu að sjá á forsíðunni að það stendur til að spila alla deildina eingöngu á HK og Þróttaravelli í Laugardal. Er stjórninni virkilega alvara með þetta? Var þetta eins og riðlaskiptingin líka ákveðið á þessum ævintýralega stjórnarfundi í feb/mars?

    Er búið að setja gervigras á malbikið á HK-vellinum? Í fyrra var þetta langlélegasti völlur landsins og alger slysagildra, menn voru ónýtir í skrokknum eftir leiki þarna. Hvað er pointið að eyða auka peningi í línuverði ef við spilum við svona slakar aðstæður?

  • Skrifað af boltamaður fyrir meira en 677 vikur

    skilst að flestir leikinir verði í laugardalnum og hk meira til vara ef eitthvað klikkar í laug.

  • Skrifað af maggi fyrir meira en 677 vikur

    Það eru ca. 3-5 menn sem sjá um þetta árlega "fyrir-mót-væl". Hvernig væri að fá upp nöfn þessara manna og í hvaða liði þeir spila. Fróðlegt að sjá hvort þetta sé eitt og sama liðið sem er að drulla út spjallið.

    Þeir sem eru í utandeildinni til að spila fótbolta deila ekki sömu skoðunum og þið konu-mennirnir. EF þú ert slakur í skrokknum eftir knattspyrnuiðkun þá þarftu e.t.v. að skoða skóbúnað þinn, hlaupastíl eða fokka þér í ræktina og styrkja þig.

  • Skrifað af gauti10 fyrir meira en 677 vikur

    Heyr, heyr Maggi!

    Held að menn ættu frekar að hrósa stjórninni fyrir að vera búnir að sitja sveittir við að pússla leikjaplaninu saman og fá vellina eins billigt og hægt er.

    Mér finnst HK völlurinn allavega fínn, lítill, en fínn. Svo er þetta hárrétt sem Maggi nefnir, ef menn eru slæmir í skrokknum eftir að spila þarna þá ættu þeir allavega að byrja á því að skipta úr grasskóm í gervigras.

    Annað skemmtilegt, Kumho vann Þrótt í vogum í gær og það er því öruggt að utandeildarlið verður í 32ja liða úrslitum Valitor Cup. Hvet alla aðdáendur fallegrar knattspyrnu, og svo þeirrar sem Maggi spilar, til að mæta á gervigrasið hjá Fylki kl 1400 á sunnudaginn

  • Skrifað af Erindreki fyrir meira en 677 vikur

    Glæsilegt hjá Kuhmo. Hverja fáiði í næstu umferð. Varðandi HK völlinn þá fann ég ekki fyrir neinum óþægindum við að spila á honum og skil ekki samlíkinguna við malbik. Annars skilst mér að leikirnir verði spilaðir mest megnis á Þróttaravellinum og er það vel :)

    Væl er jú slæmt. Það er rétt, en svo má líka benda á hvað megi betur fara og koma sínum skoðunum á framfæri ;)

  • Skrifað af gauti10 fyrir meira en 677 vikur

    Takk fyrir það við fáum Árbæjarstórveldið Elliða ;)

    Auðvitað má og á að benda á það sem menn vilja fá bætt. Allir viljum við jú bæta deildina. Minn póstur hér áðan var ekki beint að Scweinsteiger sjálfum. Í gengum tíðina hafa verið menn hér inni sem ekki hafa skrifað undir nöfnum og ekkert gert nema rakka niður hitt og þetta. Mér finnst líka að menn sem mæta ekki á aðalfundinn eigi aðeins að dempa skrifin sín - nema þeir mæti pottþétt á fundinn að ári og komi sínum skoðunum á framfæri þar

  • Skrifað af Hörður fyrir meira en 677 vikur

    Þó HK völlurinn sé lakari en flestir finnst mér hann ekkert alslæmur. Ég var allavega ekkert verri eftir að hafa spilað þar en einhvers staðar annars staðar . Hann hallar samt fullmikið og það er afar þreytt þegar boltarnir týnast í háa grasinu.

  • Skrifað af Schweinsteiger fyrir meira en 677 vikur

    Ég er í Landsliðinu og í algeru toppformi takk fyrir. Tek þetta ekkert persónulega Gauti :)
    Spurning að líta samt á gamla þræði strákar. Lesið þetta.

    http://www.utandeildin.is/?sida=spjallid&thradur=276

    http://www.utandeildin.is/?sida=spjallid&thradur=299

    Ég er langtífrá sá eini sem var mjög ósáttur við að nota HK-völlinn í fyrra. Jafnvel þeir í stjórninni viðurkenndu að hann væri í raun ekki boðlegur, gerðu þetta aðeins til að spara peninga var mér sagt. Í ár eru lið rukkuð um aukagjald fyrir línuverði, af hverju var ekki hægt að rukka hærra til að forða okkur frá þessum velli?

  • Skrifað af maggi fyrir meira en 677 vikur

    Schweinsteiger, kannski eru þetta skórnir?

  • Skrifað af Schweinsteiger fyrir meira en 677 vikur

    Prófaði 3 mism. tegundir af skóm á HK-velli, alltaf sama niðurstaðan. Prófaðu líka Maggi að tækla nokkrum sinnum þarna, þá skiluru betur hvað ég á við með malbiks/sandpappírs viðlíkingunni.

    Getur einhver í stjórninni útskýrt hversvegna þessi ákvörðun var tekin og hversu oft liðum er ætlað að leika á HK-vellinum? Hversu miklu munar í verði á honum og t.d. Fram vellinum? Verður hann mögulega notaður í undanúrslitunum líkt og í fyrra?

  • Skrifað af joi81 fyrir meira en 676 vikur

    ég sá að maggi og gauti10 voru að tala um að það væru menn sem væru alltaf að væla hér á spjallinu og það getur vel verið að það sé rétt hjá þeim. en það eru líka menn hér á spjallinu sem taka alltaf hanskan upp fyrir stjórninni eins og allt sem þeir gera sé frábært,þeir eru svo sem að vinna ágætis vinnu en það er margt sem mætti betur gera og þá helst finnst mér upplýsingaflæðið mætti vera miklu betra.Ég var að spila í ÍR OPEN í ár og úrslit leikja voru birt nánast strax eftir leiki á meðan t.d. í fyrra hérna á þessari síðu þurfti maður oft að bíða í nokkra daga.Einkennilegt að eithvað æfingarmót sé með betra umhald heldur en utandeildin.Og sambandi með þennan blessaða hk völl þá er þetta klárlega versti völurinn sem var spilað á í fyrra.

  • Skrifað af gaui fyrir meira en 676 vikur

    Góðan daginn drengir

    Varðandi val á völlum er það einfaldlega gert bæði með kostnað í huga og til að reyna að koma í veg fyrir frestanir á leikjum. Hk hefur reynst okkur gríðarlega vel þegar það koma upp aðstæður einsog í fyrra af því að menn eru að tala um undanúrsitinn í bikarnum, held að menn séu búnir að gleyma því að þessir leiki voru upprunarlega settir á Laugardalsvöllinn en hann gat ekki tekið þessa leik því hann var tvíbókaður. Þá kom HK hjálpaðu okkur í þessu máli. Þetta gerðist 2-3 í fyrra og alltaf kom HK okkur til hjálpar. Þegar mótið er spilað svona þétt þá er mjög erfitt að fresta leikjum án þess að riðla hluta af mótinu.(verð að taka það fram að mér finnst HK allt í lagi)

    Einsog við leggjum upp með mótið í sumar þá er spilað á HK velli 1.sinni í viku á miðvikudögum, 1.leikur í A-riðli og 1.leikur í B-riðli. Svo að liðinn ættu nú ekki að lenta í mörgum leikjum þar. Vitað er að nokkrir aukaleikir detta inn á HK vegna Reycup mótsins hjá Þrótti. Laugardalsvellinum er leikið á Mán.Þriðj,Miðv og Fimmt.

    Varðandi Framvöllinn þá er hann einfaldlega ekki til boða þar sem hann er ávallt í útleigu yfir sumarið.

    Það er rétt að það kom nokkrum sinnum fyrir í fyrra að úrslitleikja komu frekar seint inn á síðuna, það eru aðallega tvær ástæður fyrir því annarsvegar kom nýr dómari inn í deildinna og var mjög duglegur að dæma en það gekk ekki einsvel að láta hann fá aðgang að síðunni.  Þurftu líka að taka inn dómar með mjög stuttum fyrirfara til að bjarga nokkurm leikjum og þeir voru einfaldlega ekki með aðgang að síðunni og þá lenti ég í því að þurfa að bíða eftir að fá markaskorar og þá sem fengu spjöld send til mín í maili, sem tók stundum smá tíma.  Svo þeir dómara sem voru með aðgang að síðuni stóðu sig stundum einfaldlega ekki nógu vel.  Vonandi að þetta koma ekki oft fyrir í sumar.

    Varðandi leikjaplanið þá er það svo gott sem tilbúið eina ástæðan fyrir því að það er ekki komið er eitt lið í deildinni var að ákveða hvort að það væri með eða ekki. Var búinn að raða upp móti með þessu liði innaborðs. Hefði verið hálftilgangslaust að senda það út svo hefði þetta lið hætt við þáttöku og það hefði þurfta að raða upp öllu mótinu aftur.  Ég sendi þessa leikjaniðurröðun á öll liðinn annað kvöld og bið ykkur um að kíkja yfir þetta og endilega komið með athugunarsemdir ef ykkur finnst  eitthvað ekki stemma...( viðurkenni það alveg að þegar maður er búinn að liggja yfir þessu lengi þá rennur þetta stundum saman í einn hrærigraut.)

    ATH ÞETTA ER EKKI STAÐFEST NIÐURRÖÐUN

    Vellirnir þurfa að sammþykkja þetta þar sem ég stöðvaði allt tengd leikjaplanniu þangað til að ég 

    Mótið hefst vonandi 21.mai með leik meistara meistarana og forkeppni í bikar hefst vonandi í Kringum 23.mai.

    var búinn að fá staðfestingu með síðasta liðið inn í mótið.

    KV

    Gaui

  • Skrifað af gaui fyrir meira en 676 vikur

     

    ATH ÞETTA ER EKKI STAÐFEST NIÐURRÖÐUN

    Vellirnir þurfa að sammþykkja þetta þar sem ég stöðvaði allt tengd leikjaplanniu þangað til að ég  var búinn að fá staðfestingu með síðasta liðið inn í mótið.

    Mótið hefst vonandi 21.mai með leik meistara meistarana       

     og forkeppni í bikar hefst vonandi í Kringum 23.mai.

  • Skrifað af Schweinsteiger fyrir meira en 676 vikur

    Ég bara skil ekki þessi rök um kostnað. Ef ætlunin er að halda mótið nánast eingöngu á Þróttaravelli þá getur kostnaðurinn við þessa örfáu aukaleiki ekki verið mikill. Hlýtur að vera hægt að vera með 3-4 mun betri velli á standby og borga pínu extra. Ef engin þeirra er laus, þá fyrst er hægt að athuga með HK. Að rukka 170.þús á lið hefði örugglega coverað þetta.

    Ég bara trúi ekki að þér finnist þessi völlur í lagi Gaui, hefuru spilað þarna? Þú veist að það er ekkert gúmmí eftir í vellinum og hann er því grjótharður og skraufþurr á sumrin? Að mína mati er bara tímaspursmál hvenær verður stórslys eins og höfuðkúpubrot þarna.

    Ég allavega neita að spila þarna og þið hljótið að geta skoðað þetta betur. Ég vil ekki vera að tuða þetta strax í byrjun móts enda utandeildin frábærlega skemmtileg deild og þið í stjórninni að vinna vanþakklátt og gott starf en er bara svo undrandi því ég og margir fleiri kvörtuðum sérstaklega yfir þessum velli í fyrra og ég veit að óánægjan er meiri en kemur fram hérna á spjallinu. Þessi utandeild er ekki excel-skjal, gæðin hafa verið að aukast ár frá ári og hljóta að geta litið í meira en að spara nokkra þúsundkalla.

    Er hægt að upplýsa hver munurinn er í krónum á leigu á HK-velli og segjum t.d. gervigrasinu úti bakvið Kórinn, Fylkis, KR eða Valsvelli?

  • Skrifað af gaui fyrir meira en 676 vikur

    Góðan daginn Schweinsteiger

    Það var tala við flesta velli fyrir mót svo að við byrjum á vellinum hjá Kórnum : Það eru tvö 3.deildarlið að æfa á honum og spila sína heimaleik þar svo að leiga á honum yrði takmörkuð, svo í ofan á allt annað þá er ekki hægt að spila þarna í ágúst því að það vantar lýsingu alvega fyrir seinni leikinn.

    Fylkir gat hugsanleg boðið okkur 1.leikdag. svona hálfpart þegar þeim hentaði.. erfitt að stóla á svoleiðis hálfkák og ekki miklir mögurleikar á að fá aukaleiki þar.

    KR völlurinn: erum búnir að reyna nokkrum sinum við þá en þeir hafa ekki viljað sjá okkur hingað til.

    Valsmenn tóku það skýrt fram við okkur í fyrra að þeir vilja ekki fá okkur en létu okkur fá völlinn upp í kostnað fyrir KH í fyrra.

    Svo að úrvalið er ekki mjög mikið.

    og já ég hef spilað þarna og þetta er allt í lagi. En það er en og aftur lykill atriði að geta fært leiki til ef eitthvað klikkar hjá Þrótt og en og aftur þar hefur HK reynst okkur vel

    KV

    Gaui

     

  • Skrifað af Schweinsteiger fyrir meira en 676 vikur

    Takk fyrir svarið Gaui. Erfitt að eiga við þetta ef lið hafa engan áhuga á að tala eða díla við ykkur. Var eitthvað talað við Fífuna? Hef oft getað leigt þar með litlum fyrirvara á sumrin. 

    Ég allavega mun ekki leika á þessum HK-velli. Mitt lið verður þá að vera án mín í væntanlega mikilvægum leikjum. Bið bara um sama hlut og í fyrra. Að sömu mistök verði ekki gerð og þá að halda undanúrslit bikarsins þarna. Sama á við um úrslitakeppnina og aðal úrslitaleikina fyrir hana. 

Til að leggja eitthvað til málanna þarf notandi að vera innskráður