Vatnaliljur - SÁÁ = 0 - 0 !!

 • Skrifað af Harry fyrir meira en 702 vikur

  Vatnaliljur  - SÁÁ = 0 - 0

  Við þökkum Vatnaliljunum fyrir ágætis markalausan leik....verð að hrósa vörnini hjá þeim....hrikalega sterkir !!

  Dómarin átti stórleik eftir að hafa lagt þessar þrusu línur snemma leiks....vona svo sannarlega að hann skelli sér bara í sumarfrí sem fyrst !!

 • Skrifað af Dragon#8 fyrir meira en 702 vikur

  Hver dæmdi?

 • Skrifað af Harry fyrir meira en 702 vikur

  Rauðhærði Kjeppin...man ekki nafnið hans !!

 • Skrifað af fcice fyrir meira en 702 vikur


  Ég Var á þessum Leik og Mér fanast þessi leikur því miður Drepleiðinlegur það var Nánast ekkert að Gerast í Leiknum.það Var Skemmtilegra að horfa á Grasið Stækka heldur en þennan Leik.Bæði Lið áttu Varla Skot á Markið og það er Ekki Dómaranum að Kenna..

  Mér Fanast Dómarinn Standa Sér Ágætlega miða við hvað Leikurinn Var Leiðinlegur.

  Ég bjóst Við Góðum Leik En Varð fyrir Vonbrigðum..

  Bæði Lið Eiga að Geta Gert Miklu Betra En þetta. • Skrifað af Gunsi fyrir meira en 702 vikur

  Ég var á þessum leik þetta var leikur varnana ömurlegt að horfa á svona leik vona þeir verði ekki fleirri í ár en það þarf að fara að taka á þessu endalausa væli, leikaraskap og tuð í garð dómarans sem var allt þrennt mjög áberandi hjá Vatnalilju mönnum farið að spila bara fótbolta. SAA menn þurfa að halda boltanum innan liðsins hundleiðinnlegt að horfa á svona og það skapaði ekkert fyrir þá.

 • Skrifað af homer fyrir meira en 702 vikur

  Voðalegt væl er þetta. Hélt nú að menn sem hafi fylgst með fótbolta í einhvern tíma vissu að 0-0 leikir eru partur af þessari íþrótt. Þegar tvö sterk og vel skipulögð lið mætast geta leikirnir endað markalausir, þannig er nú það.

  Annars finnst mér Vatnaliljurnar spila fína knattspyrnu, óhræddir við láta boltann ganga og spila með jörðinni. Hef ekkert séð til SÁÁ en það er ekki slæmt að hafa tekið Duffa 6-0!

  Og í lokin þá tókst okkur í Hómer að vinna gott lið Esjunnar 4-3 í kaflaskiptum leik.

 • Skrifað af vatnalilja#4 fyrir meira en 702 vikur

  Takk sömuleiðis fyrir leikinn SÁÁ menn.  Leiðinlegt hvað smáatriði og pirringur var að setja svip sinn á leikinn í gær.  Tel það alveg ljóst að bæði liðin eiga inni meira en þau sýndu í leiknum en eins og sagt var hér fyrir ofan þá koma stundum 0-0 jafntefli í knattspyrnuleikjum og er það víst hluti af þessari frábæru íþrótt.

  Hjá Vatnaliljunum vantaði nokkra sterka menn í sóknina en það er engin afsökun af okkar hálfu þar sem þeir 11 menn sem eru inná hverju sinni eiga að skila sínu hlutverki.  Það var meira um varnarsinnaða miðjumenn og varnarmenn í okkar liði í gær heldur en sóknarmenn og það háði okkur töluvert sóknarlega.

  Skiptir mestu máli fyrir okkur að við héldum hreinu og töpuðum ekki leiknum.

 • Skrifað af wello fyrir meira en 702 vikur

  Ég er ekki alveg að átta mig á þessum pirring yfir 0-0 stöðu..þetta var jafn leikur og hefði að sjálfsögðu mátt vera mun fleyrri færi en svona er bara boltinn!!

  Eins og sagt er hér fyrir ofann þá eiga bæði liðin helling inni,og það verður bara gaman að fylgjast með þessum báðum liðum,ekki ólíklegt að þau verði í baráttu um sæti í úrslitakeppninni!!

  Hvað dómarann varðar..

  held ég að heilt yfir hafi hann komið þokkalega frá leiknum..flautaði heldur mikið (drap leikinn) og tók að vísu löglegt mark af SÁÁ mönnum "við vorum nokkrir sem sáum það vel" en þetta er alltaf spurning þegar ekki eru línuverðir!

  Ég sá að hann kom 2-3 mín fyrir leik..er það ok??

Til að leggja eitthvað til málanna þarf notandi að vera innskráður