Aðþjóðlegt fótboltamót.

  • Skrifað af fcice fyrir meira en 634 vikur

    Ágæti viðtakandi. Laugardaginn 23. október verður alþjóðlegt knattspyrnumót, Würth Iceland - football&fun haldið í fjórða skiptið í Egilshöll á vegum Würth á Íslandi, Knattspyrnuráðs Reykjavíkur og eldri flokks Fylkis. Á mótinu er keppt í fimm flokkum; flokki utandeildarliða (25 ára og eldri), flokki karla 30 ára og eldri, karla 40 ára og eldri og karla 50 ára og eldri. Síðan er einn kvennaflokkur, fyrir konur 28 ára og eldri. Leikmenn sem hafa tekið þátt í deildakeppni í þremur efstu deildum karla og efstu deild kvenna á árinu eru ekki gjaldgengir í mótið. Leikið er á ¼ knattspyrnuvelli og eru 6 leikmenn inni á vellinum hverju sinni; markvörður og 5 útileikmenn, en í hverju liði geta verið allt að 12 leikmenn. Hver leikur er 15 mínútur. Hvert lið fær 5 til 7 leiki. Dómgæsla verður í höndum reyndra knattspyrnudómara. Leikið verður með þeim hætti að hver flokkur klárar sína leiki á tiltölulega stuttum tíma. Á milli leikja geta leikmenn hvílt lúin bein í sérstökum sal þar sem boðið verður upp á einhvers konar afþreyingu og veitingar á góðu verði. Árið 2009 tóku 35 lið þátt í mótinu; 26 karlalið og 9 kvennalið og komust færri lið að en vildu. Hámarksfjöldi liða í ár verður 40 lið. Laugardaginn 23. október fer mótið fram í Egilshöll frá kl. 9:00 til 16:00. Um kvöldið verður svo sérstakt lokahóf í Fylkishöll þar sem m.a. verður boðið upp á glæsilegan þriggja rétta hátíðarkvöldverð, verðlaunaafhendingu, skemmtiatriði, Magna Rock Star og dúndrandi diskótek með plötusnúðum frá Boogie Nights til kl. 2 um nóttina. Með þessu bréfi bjóðum við þínu félagi að taka þátt í þessu alþjóðamóti. Þátttökugjald er aðeins 6 þúsund krónur á hvern leikmann, en innifalið í því er þátttaka í knattspyrnumótinu og aðgangur í lokahófið um kvöldið. Makar leikmanna og aðrir gestir eru velkomnir á lokahófið og kostar aðgöngumiði fyrir þá 4 þúsund krónur. Fjöldi liða er takmarkaður við 40 lið, eins og fyrr segir og frestur til þess að skrá sig í mótið rennur út þriðju- daginn 19. október nk. Greiðsla á 24 þúsund króna staðfestingargjaldi ásamt upplýsingum um leikmenn skulu berast samhliða skráningu. Við gerum ráð fyrir miklum áhuga fyrir mótinu og því gildir hið fornkveðna: Fyrstur kemur - fyrstur fær. Með kveðju. Magnús Ingvason, mótsstjóri Sími: 862 7610 Netfang: min@fb.is Würth Iceland - football&fun

    þeir sem vilja fá nánar uppl um mótið eru beðnir að hafa samband við Rúnar í Síma 697-8526 eða á með e-maili runarstefansson@gmail.com

Til að leggja eitthvað til málanna þarf notandi að vera innskráður