Undanúrslit (spá)

 • Skrifað af Erindreki #3 fyrir meira en 638 vikur

  Landsliðið - Dragon: Verður örugglega hörkuleikur. Dragon einungis tapað einum leik í sumar og það var einhverntíman í júní gegn Hjölla og er það lið sem hefur tapað fæstum leikjum. Landsliðið bikarmeiistarar og unnu auðvitað A riðilinn sem er styrkleikamerki. Annars veit ég lítið um þá þar sem ég hef ekki einu sinni séð þá spila. Spái okkur auðvitað sigri varla annað hægt. 1-0 fyrir Dragon hér.

  Elliði - SÁÁ: Við höfum kepp á móti á báðum þessum liðum og það segir nú alveg sjálft að þau eru firnasterk fyrst þau eru komin í undanúrslit. Þó fannst mér Elliði sterkari. Spái 2-0 fyrir Elliða.

 • Skrifað af HM2010 fyrir meira en 638 vikur

  Landsliðið - Dragon: Held að Drekarnir séu orðnir pakksaddir. Þeir eru komnir miklu lengra en allir bjuggust við, örugglega þeir sjálfir líka. Geri því ráð fyrir að þetta verður auðveldur sigur Landsliðsins 4-0.

  Elliði - SÁÁ: Elliði tekur þetta, Trausti setur 2 fyrir Elliða og Jói 1 fyrir SÁÁ og niðurstaðan því 2-1 fyrir Elliða sem tekur síðan titilinn á laugardaginn kemur.

   

 • Skrifað af AriJons fyrir meira en 638 vikur

  Drekar eru stórar skeppnur og það þarf anskoti mikið til þess að þær verði saddar ;)

 • Skrifað af braz fyrir meira en 638 vikur

  Landsliðið - Dragon: Drekarnir eru með skemmtilegt lið en því miður fyrir þá held ég að Landsliðið sé of stór biti. 3-0

  Elliði - SÁÁ: Hörkuleikur sem Elliði mun fara alla leið í framlengingu og vítaspyrnukeppni. Þar mun Elliði hafa betur

 • Skrifað af Sjöan fyrir meira en 638 vikur

  Landsliðið - Dragon: 0-1

  Landsliðið er sterkara liðið fyrirfram í þessari rimmu en ég ætla spá því að Dragon komi áfram á óvart og vinni landsliðið 1-0 í bragðdaufum leik.

   

  Elliði - SÁÁ: 3-1

  Bæði þessi lið eru með hörkuhóp. En það sem skilur á milli er reynslan í Elliða. Ég spái þessum leik 3-1 fyrir Elliða.

 • Skrifað af glaz fyrir meira en 638 vikur

  ég spái að elliði taki sáá 3-1

  landsliðið vs dragon- segi að landsliðið vinni þennan leik 2-0

  landsliðið vs elliði í úrslitum spái að landsliðið vinni sinn annan titil á þessu tímabili.

  en erindreki veit ekki betur en þið hafið lika tapað fyrir ögna í bikarnum bara svona (vinsamleg ábending)

 • Skrifað af Erindreki #3 fyrir meira en 638 vikur

  jújú rétt hjá þér, en ég átti við deildarleiki ;)

 • Skrifað af Hörður fyrir meira en 638 vikur

 • Skrifað af Hörður fyrir meira en 638 vikur

  Spái því að Elliði taki báða sína leiki.

 • Skrifað af Judas fyrir meira en 637 vikur

  Elliði sigrar sáá 3-1

  Við Landsliðsmenn erum ekki saddir á einum tittli en staðan á hóp okkar er vafasöm.. Búið að vera rosalega þétt prógram hjá okkur. Við klárlega leggjum allt í þetta og vonumst til að lykilmenn haldi út.

  Elliði-Landsliði í úrslitaleik sem áhugavert verður að horfa á,, Landsliðið eina liðið sem unnið hafa Elliða eftir liðsstyrkingu þeirra.

 • Skrifað af Double Rainbow fyrir meira en 637 vikur

  Liðsstyrkingin sem þú talar um er einn maður eða Siggi Sæberg. Þrátt fyrir að vera mikill styrkur þá vantaði nú hann í leikinn á móti Landsliðinu rétt eins og nokkra aðra sem vantaði einnig í þeim leik .

  Annars held ég að allir þeir leikir sem eftir eru geti farið á hvað veg sem er, bara spurning um dagsformið.

 • Skrifað af gubbi fyrir meira en 637 vikur

  judas hvernig nenniru að væla alltaf svona hérna,þú ert alltaf að tala sama gaggið, spilaðu bara fokking leikinn með þann hop sem þið hafið,öll lið i urslitunum eru væntanlega i sömu stöðu og þið leikjaálag og bla bla bla 113 hringi strax í vælubilinn handa þér,það koma afsakanir frá þér fyrir hvern leik ykkar landsliðsmanna girtu nú upp um þig og hættu að væla, annars hel ég dragon vinni landsliðið og elliði tekur sáá.. 

 • Skrifað af Judas fyrir meira en 637 vikur

  Þessi gremja þín Gubbi er fáranlega Langvinnur andskoti.. Skil að það sitji í þér að vera strítt í leik sem þitt lið tapar,  það er greinilega ljóst að þú kannt ekki að tapa eins og maður! Það er ákaflega vondur mannkostur að hafa og yfirgengilega slæmt þegar það og skrif þín hér eru það sem strákarnir hér sjá af þér, jú og auðvitað nikkið,, Gubbi væntanlega geta flestir svo sem giskað á karakter út frá því? Allavega þá er jákvætt í þessu fyrir þig Gubbi minn, það tekur enginn tapsára alvarlega og þú getur áfram verið nafnlaus litill strákur í felum, skælandi í koddan. :)

 • Skrifað af Judas fyrir meira en 637 vikur

  Double Rainbow.. Ég neflilega spilaði gegn ykkur í bikarleik fyrir hönd sáá og dró þá áliktun að þið höfðuð bætt við ykkur.. Allt annað lið sem við Landsliðsmenn spiluðum við. Ef þið eigið meira inni þá eruð þið klárlega Sterkasta liðið í dag!

 • Skrifað af Drekamaður fyrir meira en 637 vikur

  Þetta klárlega sterkasta lið gerði nú 0-0 jafntefli gegn Dragon, þannig að það er erftitt að fullyrða svona. Held að þessi 4 lið sem eru komin í undanúrslit séu nokkuð jöfn og vel að því komin að vera í undanúrslitum.

  Auk þess vinnst ekkert á því að rífa sig hér, eina sem telur er að peforma á vellinum.

  Lifi Drekinn !

 • Skrifað af Judas fyrir meira en 637 vikur

  Já það er rétt völlurinn gildir.. Og ´0-0 gegn sterkara liði heitir að liggja í vörn eins og þið gerðuð vel. Það verður gaman að klást við feiknar sterka Dragon menn enda nánast ósigrandi lið!

 • Skrifað af Drekamaður fyrir meira en 637 vikur

  Ég sjálfur er Dragon maður en hef ekki verið með í úrlitunum og ekki séð leikina, en hef fylgst með úr fjarlægð og heyrði vissulega að Elliði hefði sótt hart undir lokin en við hefðum samt fengið okkar færi. Það sem ég er að meina er að það sé ósanngjarnt að útnefna Elliða sem langbesta liðið án þess að þeir hafi afrekað neitt framyfir lið eins og Dragon, Sáá og Landsliðið í sumar.

   

 • Skrifað af gubbi fyrir meira en 637 vikur

  Veit ekki betur en flestir á þessu spjalli séu ekki að koma fram undir sýnu rétta nafni,varla er þitt rétta nafn Júdas,svo við ásamt flestum hér erum nafnlausir, auðvitað er súrt að vera ekki komin lengra í keppninni en ég kann að tapa,skil ekki alveg samtenginu hjá þér í þessu öllu saman,ég er bara að skrifa það sem mér finnst og ef það særir þig svona stóri kall þá verður bara að hafa það,þú ert bara buin að vera blogga ansi mikið og hef égf verið duglegur að lesa og hví má ég ekki svara þér með mínum skoðunum,´fyrst þú gerir það við skoðanir annarra...  bara pæling en gangi ykkur landsliðsmönnum vel þið eruð með of gott lið til að vera að væla um leikjaálag og að missa lykilmann ur liðinu ykkar, þið eruð með stóran hóp og ég get alveg lofað þér því þetta er eins hjá öllum liðum  það eru alltaf forföll elsku vinur, og hvers vegna ættu menn að dæma mig einhvað út frá nikkinu minu gubbi og mínum skrifum, allavega er ég ekki með þá eiginleika að geta dæmt þig né nokkurn annað út frá þeirra nikkum. og það er þú sem ert alltaf grenjandi hérna ég ætti kannski að lána þér koddann minn sem þú talar um kv..... ónafngreindur Gubbi 

 • Skrifað af Judas fyrir meira en 637 vikur

  Þetta var miklu betra hjá þér Gubbi. Annars Heiti ég Andri eins og fram hefur komið áður á spjallinu og það er mjög hæpið að ég þurfi á kodda þínum að halda nokkurntíman en gott að vita til þess að þú lánir mér hann ef þess þarf.. Skoðanir hér að ofan hljómuðu hlaðin gremju. Það er gott að vita til þess að við Landsliðsmenn höfum klárað okkar  2 leiki í riðlinum eftir flengingu í fyrsta leik. Enda er kokið okkar viðara en munnurinn! Það eru 4 lið eftir og allir hópar glíma væntanlega við það sama.. Samhvæmt draumaliðs kosningunni þá vantar okkur 2 þá sem koma fram í öllum kosningum í síðustu leiki, menn koma í mannsstað og gaman að við skildum standa undir orðum okkar. Megi Besta Liðið sigra...

 • Skrifað af bebbatoff fyrir meira en 637 vikur

  Suddalegir leikir framundan í þessum undanúrslitum.

  Ég ætla nú að gerast það spekingslegur og líkja þessum undanúrslitaviðureignum við HM94 undanúrslitin. Þetta eru 2 stórveldi að mæta minni spámönnum sem hafa komið öllum á óvart. Brasil-Svíþjóð og Ítalía-Búlgaría. Þið sjáið tenginguna  ;)

  Elliði - SÁÁ: Elliði er besta liðið og mun vinna þennan leik en tæpt mun það standa þvi SÁÁ eru firnasterkir. 3-2 fyrir elliða.

  Landsliðið-Dragon: Landsliðið í öðrum klassa og Dragon blaðara springur loksins. 3-0

Til að leggja eitthvað til málanna þarf notandi að vera innskráður