3 umferð Úrslit

 • Skrifað af Drekamaður fyrir meira en 637 vikur

  Dragon sigraði Elliða 3-1.

  Ef Elliði sigrar 1-0 á eftir kemur sú skemmtilega staða upp að hlutkesti sker úr um 1 sæti riðilsins.

 • Skrifað af Erindreki #3 fyrir meira en 637 vikur

  3-1 sigur hjá okkur og við því komnir í undanúrslit. Skoruðum 2 mörk með skömmu millibili um miðbik fyrri hálfleiks og svo jukum við forystuna í 3 mörk strax í byrjun seinni hálfleiks. Í kjölfarið á því byrjuðum við að hræra fullmikið í liðinu og síðasti hálftíminn var slakur. Ögni setti eitt mark í lokin og lokastaðan 3-1.

  Erum búnir að mæta með um 20 stykki til leiks í úrslitakeppninni og sem betur fer hefur þetta spilast þannig að við höfum getað róterað liðinu villt og galið. Bjuggust kannski ekki alveg við því að þetta myndi spilast svona ! Það var bara í fyrsta leiknum gegn Elliða sem við spiluðum á fyrstu 12-14 mönnunum.

  Ögni er búinn að koma mjög á óvart í úrslitakeppninni. Bjóst við þeim miklu betri. Þetta var ekki sama lið og við mættum fyrr í sumar. Virkuðu andlausir samanborið við frammistöðu þeirra fyrr í sumar. En já þetta snýst um að toppa á réttum tíma ;)

 • Skrifað af kappsamur fyrir meira en 637 vikur

  Kannski spilar þarna inní að lykilmenn vantaði fyrir lokasprettinn. En það getur víst alltaf verið þannig. En sérstaklega slæmt að hafa ekki haft markmann í úrslitakeppninni. Fannst lélegt að við fengum ekki undanþágu að fá markmann fyrir úrslitakeppnina :(......

  Fyrir leikinn gegn ykkur í kvöld skylst mér að hafi vantað hrikalega marga!!!!! Þurft að hóa í gamla Ögna menn sem hafa ekki spilað bolta í 1-2 ár, en samt auðvitað í leikmannahópi.....

  Komum sterkari til leiks á næsta ári.

  kveðja,

  Helgi

 • Skrifað af balli fyrir meira en 637 vikur

  Voru örugglega ALLIR skráðir í Ögna ;) 

 • Skrifað af gauti10 fyrir meira en 637 vikur

  Það var 2-0 fyrir Elliða þegar ég fór. 20 mín eftir ca.

 • Skrifað af addorri fyrir meira en 637 vikur

  Við vorum með 3 lánera, og ég lét Gauja vita af því eftir leik. Það hefði líka verið ekkert gaman fyrir Dragon að mæta 9 leikmönnum. Enda var það alltaf planið hjá okkur að láta Drekamenn vita eftir leik ef útkoma leiksins hefði haft úrslitaáhrif. Það var aldrei ætlunin að fela þetta, leikurinn hefði bara spilast hundleiðinlega hefðum við látið þá vita þetta fyrir leik. Miklu skemmtilegra að spila góðan 11v11 enda er það sem þessi deild er um, frekar en einhverja lögfræðileiki. Við óskum að sjálfsögðu Drekanum til hamingju með sæti í undanúrslitum og vonum að þeir fari alla leið. Fínir gæjar.

  ---

  Meiðsli lykilmanna hafa plagað okkur gjörsamlega síðasta mánuðinn - við erum búnir að vera markmannslausir síðustu 4 leiki og okkar langbesti leikmaður meiddist viku fyrir úrslitakeppnina - og því fór sem fór. Við ákváðum það þó á stuttum fundi eftir leik að við ætlum að sleppa því að meiðast á næsta tímabili og fokking vinna þessa deild. Og bikar. Þið heyrðuð það fyrst hér.

   

  Ögni #14

 • Skrifað af Hörður fyrir meira en 637 vikur

  Duffi 0 Elliði 3.. Til hamingju Elliði.

 • Skrifað af Erindreki #3 fyrir meira en 637 vikur

  Já okay hlaut að vera. Svekkjandi að lenda í meiðslum á versta tíma og það er rétt mætti alveg setja inn undanþágureglu fyrir markvörð inn í reglurnar. Veit reyndar ekki hvernig ætti að útfæra það. Annars já þökkum Ögna fyrir leikinn. Fjórði leikur okkar við þá í ár og loksins náðum við að vinna þá. Ekkert væl og vesen á þessu Ögna liði eins og er jú algengt í utandeildinni ;)

 • Skrifað af Erindreki #3 fyrir meira en 637 vikur

  þá er þetta svona

  1. Elliði plús 8 og 7 stig

  2. Dragon plús 6 og 7 stig

  3. Dufþakur mínus 5 og 3 stig

  4. Ögni mínus 9 og 0 stig

Til að leggja eitthvað til málanna þarf notandi að vera innskráður