Stjórn?

 • Skrifað af FCDRAGON fyrir meira en 638 vikur

  Á ekki að uppfæra síðuna, jafnvel setja inn stöðu í milliriðlum og eitthverjar fréttir á Aðalsíðuna? Spennan í hámarki og deildin að klárast, klárum þetta með trompi. Ekki? :)

 • Skrifað af Erindreki #3 fyrir meira en 638 vikur

  tjaaa jamm stjórnin er að gera frábæra hluti og allt það. En jú finnst skrýtið að sjá síðuna bara ekkert uppfærða. Þó ekki væri nema að koma með frétt um að úrslitakeppnin sé byrjuð !! Allavega erfitt að laða að sponsa ef síðan er ekkert uppfærð myndi ég halda :/

  Miðað við tíman sem þeir eyða í að horfa á alla þessa leiki í deildinni sjálfri þá myndi ég nú halda að þeir gætu gert eitthvað aðeins fyrir síðuna.

 • Skrifað af HM2010 fyrir meira en 638 vikur

  Eru úrslitin úr leik Hjörleifs og Landsliðsins ekki vitlaus hér vinstra megin á síðunni undir "Leikir" ? Þar kemur fram að leikurinn hafi farið 1-1, en hér á spjallinu segja menn 2-1 fyrir Landsliðið. Umferðin í kvöld er fáranlega spennandi þar sem öll liðin eiga séns á því að fara áfram.

  Er komin tímasetning á undanúrslit og úrslit, þ.e. kl. hvað leikirnir eru og hvaða lið mætast hvenær (Elliði vs 2. sæti í M2 kl ? og Dragon vs 1. sæti í M2 kl.?) ?

 • Skrifað af braz fyrir meira en 638 vikur

  leikurin fór 2-1 fyrir Landsliðið, þarf að laga þetta. Nærð held ég ekkert í stjórnina hér á spjallinu. Held þeir lesi  síðuna ekkert og varla nettengdir ;)

 • Skrifað af gaui fyrir meira en 638 vikur

  Undaúrslit á mánnudaginn 20.sept á laugardalsvelli

  Leikur um 3.sætið föstudaginn 24.09.kl.19.30.

  Úrslitaleikur kl.13.30. Laugardaginn 25.09.

  Ástæðan fyrir þessum leiktímum er sú að Þróttur er með árgangsmót eldriflokka á Laugardeginum 25.09. kl.16.00. Er búin að vera í sambandi við nokkra velli um að fá þessa leiki þar en fæ engan tíma undir þá hjá öðrum nema á okurverði.. Þess vegan er þessi niðurstaða fenginn í málið..

  KV
  Stjórnin

 • Skrifað af HM2010 fyrir meira en 638 vikur

  Takk fyrir þetta. En er búið að ákveða kl. hvað leikirnir eru á mánudaginn og hvor leikurinn verður á undan, (þ.e. Elliði vs 2. sæti í Milliriðli 2 eða Dragon vs. 1. sæti í Milliriðli 2) ?

Til að leggja eitthvað til málanna þarf notandi að vera innskráður