Ksí 21gr. Stigakeppni.

 • Skrifað af wello fyrir meira en 638 vikur

  Í sambandi við þessar umræður hér að neðan varðandi reglur deildarinnar þá held ég að það sé best að henda þeim inn hér og þá þarf ekkert frekar að skeggræða þetta frekar..

  Eins og stendur í reglum utandeildarinnar þá gilda Ksí reglur NEMA ANNAÐ SÉ TEKIÐ FRAM!

  þannig að 21.gr.Ksí Stigakeppni gildir.

  Og hún er svohljóðandi..

  i
  21.3. Sigurvegari í stigakeppni er það lið sem hlýtur flest stig og í 2. sæti er það lið sem hlýtur næst
  flest stig o.s.frv. Röð liða í stigakeppni ákvarðast nánar samkvæmt eftirfarandi (sbr. þó grein
  21.4):
  a. Fjöldi stiga.
  b. Markamismunur (skoruð mörk að frádregnum fengnum mörkum).
  c. Fjöldi skoraðra marka.
  d. Fjöldi stiga í innbyrðis leikjum.
  e. Markamismunur í innbyrðis leikjum.
  f. Fjöldi skoraðra marka í innbyrðis leikjum.
  g. Fjöldi skoraðra marka á útivelli í innbyrðis leikjum.
  Ef úrslit fást ekki skv. framangreindu í meistaraflokki, skulu liðin leika úrslitaleik (úrslitaleiki
  ef fleiri en tvö lið) ef nauðsyn krefur, en í öðrum flokkum skal ákvarða röð með hlutkesti.
  21.4 Í keppni 7 manna liða í 5. aldursflokki eða yngri skal röð ákvarðast samkvæmt eftirfarandi:
  a. Fjöldi stiga.
  b. Fjöldi stiga í innbyrðis leikjum.
  c. Hlutkesti.

  Svo er bara að allir að klára sína leiki..

  og sjá svo til hvernig loka staðan verður á fimmtudagskvöld!!

   

   

Til að leggja eitthvað til málanna þarf notandi að vera innskráður