Úrslit 06/09

 • Skrifað af Hörður fyrir meira en 639 vikur

  Duffi 3 - Ögni 1 í flottum leik.

  Ögni mættu grimmir til leiks og á upphafsmínútum leit þetta ekki vel út fyrir Duffa. Síðan jafnast þetta út um miðbik seinni hálfleiks og Duffi fær horn sem Jóhann varnarjaxl skorar úr. Leikar stóðu 1-0 í hálfleik ef ég man rétt. Síðan tekst duffa að setja annað mark og er þar að verki Siggi með skoti við teiglínuna og liggur boltinn í neti Ögnamanna. Eftir það pressar ögni stíft og fá réttilega dæmt víti sem þeir skora örugglega úr. (Fengu greinilega mikla æfingu í því að taka víti þegar við mættumst í bikarnum). Mikil spenna er í leiknum á lokamínútunum þar til Siggi skorar aftur með chippu yfir markmanninn eftir þessa fínustu sendingu. Ögni voru ógnandi en náðu ekki að nýta sín færi í þessum leik.

  Engin topplýsing en þó eitthvað. Vil þakka Ögna fyrir góðan leik og Elliði/Dragon mega endilega pósta úrslitum úr hinum leiknum þegar hann er búinn.

 • Skrifað af Judas fyrir meira en 639 vikur

  Takk fyrir lýsinguna.. Það er vitað að ögna menn búa yfir góðu flæði en eins og í undanúrslitum bikarsins þá skiptir það einfaldlega engu máli!! Til hamingju Duffar..

 • Skrifað af Hörður fyrir meira en 639 vikur

  Þetta á auðvitað að vera um miðbik fyrri hálfleiks í annari línu :)

 • Skrifað af kappsamur fyrir meira en 639 vikur

  Djöfull eru þetta ótrúlega þreyttar fréttir hérna í vinnunni :(....... Til hamingju Duffa strákar.. Við Ögna menn verðum þá bara að girða okkur í brók og vinna næstu 2 leiki....

  Kveðja,

  Helgi

 • Skrifað af dreki324738746873 fyrir meira en 639 vikur

  Dragon vs Elliði 0-0

  Leikurinn þróaðist á þann veg að Elliði hélt boltanum betur innan liðsins á meðan Ungmennafélagið Drekinn varðist af gríðarlegri festu og áfergju. Vel útfærðar skyndisóknir Drekans hefðu svo vel getað skilað marki í nokkur skipti í fyrri hálfleik. 0-0 í hálfleik. Strax í upphafi seinni hálfleiks fengu Drekar sankallað Dauðafæri. Sóknarmaður Drekans slapp aleinn gegn markverðinum en lét verja frá sér. Þegar leið á seinni hálfleikinn virtist vera sem Elliði væru að ná betri tökum á leiknum og síðustu 10 mínúturnar pressuðu þeir stíft. Þrátt fyrir stífa pressu er ekki hægt að segja að þeir hafi vaðið í færum. Í það minnsta þurfti markvörður Drekans aðeins einu sinni að verja tuðruna. Sóknarlotur Elliða enduðu oftast á þann veg að þeir dundruðu í buskann. Reyndar fengu þeir daaauuuuuðafæri nokkrum mínútum fyrir leikslok. Ég gef mér það að það hafi verið Möllerinn sjálfur sem hamraði boltann í slánna og yfir af markteig ;)

  Jafntefli. Niðurstaða sem við sættum okkur svo sem alveg við. Elliði sterkt lið en alls ekkert ósigrandi.

 • Skrifað af FCDRAGON fyrir meira en 639 vikur

  Elliði-Dragon 0-0

Til að leggja eitthvað til málanna þarf notandi að vera innskráður