Spá riðlanna

 • Skrifað af Judas fyrir meira en 692 vikur

  Það væri gaman að fá spá fyrir undanúrslit ef menn þora að giska..  Mín spá er sú að Elliði og Hjölli spili annan leikinn og Landsliðið og Ögni spili hinn en lið eins og Duffi og Kumhó verða ekki auðveld.. Held að Dragon og sáá séu í flokki fyrir neðan en auðvitað getur allt gerst, einn sigur til eða frá breytir öllu.. Samhvæmt minni fyrri spá þá munu Elliði og Landsliðið spila úrslitaleik og mun ég að sjálfsögðu halda mig við það..

 • Skrifað af dreki324738746873 fyrir meira en 692 vikur

  Get tekið undir það að Elliði og Landsliðið séu sterkustu liðin. Reyndar hef ég ekkert séð þessi lið spila, bara mín tilfinning. En já spái Landsliðinu og Hjölla upp úr B riðli og Elliði og svo vonandi við í Drekanum förum upp úr A riðli. Annars er ómögulegt að spá fyrir um þetta. Geta öll liðin unnið þvers á kruss. Ekki hægt að tala um að eitthvað eitt lið sé mikið sterkari en annað held ég. Við erum allavega ekki að fara sjá nein rúst.

 • Skrifað af colgate fyrir meira en 692 vikur

  ég held þetta verði nokkuð óvænt, og ögni og elliði fara upp úr a riðli

  og svo fara hjöllamenn og sáá upp úr b riðli....

 • Skrifað af gauti10 fyrir meira en 692 vikur

  Ég vona að fjögur sterkustu liðin, Ögni, Elliði, Kumho og Landsliðið fari í undanúrslit. Mig langar að spila við Elliðamenn aftur svo ég segi að Kumho taki Elliða í undanúrslitum og Landsliðið vinni Ögna í framlengingu. Úrslitaleikurinn verður síðan stórskemmtilegur eins og hinir tveir leikir Kumho og Landsliðsins og þar er kominn tími til að Kumho landi sigri gegn þeim, loksins :)

  Tek það fram að ég hef lítið séð til B-riðilsins svo liðin þar eru kannski betri en ég held. Þetta verður allavega gaman

 • Skrifað af Dolli fyrir meira en 692 vikur

  Ansi spennandi leikir framundan. Ég spái Duffa áfram ásamt Landsliðinu, Kumho og Ögna.

  Gaman að þessum spá, endilega flestir að henda in svoleiðis. Svona skiptast atkvæðin :)

  Elliði 4

  Landsliðið 4

  Ögni 4

  Hjörleifur 2

  Kumho 2

  SÁÁ 1

  Dragon 1

  Dufþakur 1

 • Skrifað af Sjöan fyrir meira en 692 vikur

  Riðill 1

  1 sæti Ögni

  2 sæti Elliði

  3 sæti Dragon

  4 sæti Dufþakur

   

  2 riðill

  1 sæti Kumho Rovers

  2 sæti Hjörleifur

  3 sæti Landsliðið

  4 sæti SÁÁ

 • Skrifað af glaz fyrir meira en 692 vikur

  Riðill 1

   1.elliði sigrar þennan riðil fer lett í gegnum hann

  2.spái að dragon fari óvænt up með elliða

  3.ögni rétt missir af sæti í úrslitunum

  4.duffi á ekki séns

  Ríðill 2

  1.Landsliðið vinnur þennan riðil

  2.kumho fylgir fast á eftir

  3.hjölli

  4.sáá

 • Skrifað af bolltastrakurinn fyrir meira en 692 vikur

  ég er pýnu sammála glaz og líka smá sammála sjöunni. Er á því að Sáá verið ekki með í baráttunni en ég held samt að landsliðið muni gera nokkur jafntefli í þessu, held að þeir séu búnir að toppa í sumar og formið sé farið að segja til sín. Virðast vera í góðu standi en bikarleikurinn er búinn að taka af þeim styrk.

  Riðill 2

  Hjölli - eru með hörku markmann

  Kumho - strákur sem heitir Jói, ótrúlega fastur fyrir og góður tæklari

  Landsliðið - eins og ég segi, sterkir en mestur vindur farinn úr þeim

  Sáá - eru bara ekki nógu góðir

   

  Riðill 1

  Duffi - Eru með Jóhann í vörninni og hann mun halda þeim saman ef hann á góðan leik. Hann er samt mistækur og spurning hvort hann kemur stemmdur. Held að hann sé með hugann við ÍBV í íslensku

  Ögni - Eru með vel slípaða miðju og flæðið er gott á milli varnar og markmanns. Spurning um sóknina, held að það séu meiðsli og það gæti orðið dírt

  Dragon - eru með Óskar sem hefur verið góður en hann verður brothættur núna.

  Elliði - skil ekki af hverju þeir eru komnir svona langt. Eru með marga góða leikmenn en það hefur sínt sig eins og t.d. hjá Real Madrid í spænsku að það er ekki alltaf nóg. Mér finnst þeir vera komnir í milliriðil með hjálp TLC. Ólafur Már er mjög fínn en ekki nærri því eins góður og bróðir hans.

 • Skrifað af dreki324738746873 fyrir meira en 692 vikur

  hahahaha váá annaðhvort er síðasti ræðumaður ölvaður eða þetta er djók hjá honum. Stórundarlegt innlegg í það minnsta :/

   

 • Skrifað af bolltastrakurinn fyrir meira en 691 vikur

  ég er ekki drukkinn og þetta er ekki djók. Stend við þessa spá og mér finnst hún líka vera nokkuð vel rökstudd.

 • Skrifað af dreki324738746873 fyrir meira en 691 vikur

  OK þá. Finnst ekkert að þessum spádómum þínum og jújú riðlarnir gæti allt eins farið eins og þú spáir þeim en það var einmitt rökstuðningurinn sem fékk mig til að brosa út í annað.

  Líkir Elliða við Real Madrid, talar um að einhver gaur í Duffa sé með hugann við ÍBV og geti því ekki einbeitt sér að utandeildarleik hahaha ! Óskar í Dragon góður en brothættur (bíddu ha ?!)!!  Þessi rökstuðningur þinn hljómar allavega eins og þvæla já eða eitthvað djók ;)

 • Skrifað af dreki324738746873 fyrir meira en 691 vikur

  En ekki samt hætta að koma með spádóma og þessháttar. Öll umfjöllun er af hinu góða þótt hún sé glórulaus, vel rökstudd eða óskiljanleg ;)

Til að leggja eitthvað til málanna þarf notandi að vera innskráður