Möguleiki á að streama úrslitakeppnina beint

 • Skrifað af dreki324738746873 fyrir meira en 640 vikur

  Nú í sumar hefur FC Bumbi félag http://fcbumbi.com/ í Carlsbergdeildinni verið að senda leiki öðru hvoru beint út á netinu. Við í FC Dragon sem spilum reyndar undir nafninu Black Barbara í 7 manna deildinni vorum einmitt að spila "sjónvarpsleik" áðan. Semsagt hörku undanúrslitaleikur gegn FC Gettó sem því miður tapaðist. Samt sem áður gátu allir liðsmenn Barbörunnar sem komust ekki á leikinn horft á hann á netinu og jú líka þeir fjölmörgu aðdáendur Carlsbergdeildarinnar :)

  Hér er tengill á leikinn http://www.ustream.tv/channel/carlsbergdeildin

  Allavega þetta er rosa flott hjá þeim. Einhver grillaður gaur með mice að lýsa og grafík sem sýnir merki liðanna, klukka og stigatafla í horninu og viðtöl eftir leikinn.

  Ég viðraði þá hugmynd við þessa snillinga hvort ekki væri hægt að streama leikina okkar í 11 manna úrslitakeppninni og við ætlum allavega að reyna fá þá til þess. Í það minnsta hugmynd og kannski verður eitthvað úr því. Þurfum þá líklega að borga þessum herramönnum eitthvað fyrir viðvikið.

 • Skrifað af colgate fyrir meira en 640 vikur

  góð tillaga

 • Skrifað af Harry fyrir meira en 640 vikur

  Væri hresst !!

 • Skrifað af beckham fyrir meira en 640 vikur

  Það væri gaman,þá væru við líka kannski að koma deildinni upp á hærra plan :) flott tillaga

Til að leggja eitthvað til málanna þarf notandi að vera innskráður