Utandeildin....

  • Skrifað af Judas fyrir meira en 709 vikur

    Í þann mund sem þessu tímabili fer að ljúka hjá helming þeirra liða sem tóku þátt þetta sumarið, finnst mér við hæfi að hrósa sérstaklega þeim liðum sem ná ekki í úrslitakeppnina að þessu sinni. Það eru búin að vera mörg óvænt úrslit og nokkuð ljóst fyrir mitt leiti að þó fækkað hafi í deildinni í ár, þá hefur klárlega gæði liðanna til að spila fótbolta orðið mun meiri. Mér persónulega er búið að finnast gaman að fylgjast með nýjum liðum og vona að þau fóti sig í utandeildinni næstu árin.

          Þegar þetta er skrifað þá er það líka mín ósk að stjórn utandeildarinnar taki okkur á annað þrep hvað suma hluti varðar. Auðvita strákar, mun það þýða meiri útgjöld fyrir liðin! Það eru allir sammála að ég held um vallarmálin? HK völlur verður einfaldlega að detta út! Tveir dómarar á leik og menn skipaðir í leikjaumfjöllun strax.. Það hafa margir þjálfarar komið að horfa á leiki í sumar og þessari deild er einfaldlega sýndur mikið meiri áhúgi en menn halda. Eins með félagsskipti!!! Það er mín skoðun að menn sem velja að spila í 3 deild í sumar eiga halda sig við það val og stjórn utandeildarinnar eigi ekki að gera mönnum kleift að nánast klára 3 deildina og koma svo sprækir í ágúst. Ef menn vilja skipta úr 3 í utandeildina þá mætti deadlinið vera miðjan júlí..

             Annars áfram utandeildin og höfum gaman af þessu!!!

  • Skrifað af oe83 fyrir meira en 709 vikur

    Veit ekki með 2 dómara, þá væri talsvert meiri útgjöld fyrir liðin. Frekar að reyna að fá þessa fáeinu klassa dómara sem hafa dæmt í sumar til að dæma enn meir. Til dæmis Hörður og Hálfdán. Árni í Kumho var líka góður þegar hann var að dæma.

    Finnst að það mætti vera aðeins meira skipulag á leikjaplaninu, kom ansi seint inn í vor og enn veit engin hvenær úrslitakeppnin fer fram. Menn vilja auðvitað fá að vita leikdaganna með góðum fyirvara. Þeir sem hafa umsjón með völlunum ættu að gefa svör hvenær vellirinir eru lausir marga mánuði fram í tímann, allavega finnst mér það lágmarksþjónusta miðað við verðið sem er sett fyrir leiguna á þeim.

    Svo er það með umgjörðina, þar er það heimasíðan sem spilar stærsta hlutann. Hún er ekkert alslæm, en eins og Judas bendir á þá kryddar það hlutina og eykur áhugann ef leikjaumfjallanir væru tíðari og vandaðari.

    Þætti það upplagt ef liðið sem er með heimaleik sæi um að bomba inn stuttri umfjöllun um leikinn, auðvitað þyrfti að vanda sig og reyna að vera hlutlaus eins og kostur er. Í kjölfarið myndi skapast lífleg skoðanaskipti á spjallinu. Allavega erum við í Dragon með öfluga bloggsíðu þar sem leikjaumfjöllun kemur yfirleitt fram, okkar myndi ekki muna um það að setja inn smá á þessa síðu einnig.

    Annars vona ég að það mæti fleiri lið til leiks næsta sumar, held að það hafi sjaldan verið eins fá lið og í ár.

  • Skrifað af haffi fyrir meira en 709 vikur

    Sælir

    Meiri

     gæði = meiri penning/útgjöld hjá liðum.

    Það væri miklu betra að hafa 2 dómara þá hafa þeir betri tök á leikjum, en getum við ekki sem erum í þessum liðum reynt að sameinast og reyna að finna spons/

     

    styrktaraðilar

     til að lækka útgjöld, þá kannski koma fleirri lið inn í deildina og þá verður þetta meiri skemmtun, stjórn og forsvarsmenn liða verða að vinna saman í þessu dæmi .það eru lið sem eru að æfa oft og mikið og eru að sýna þessu mikin áhuga sem er

     jákvætt.

    Mættum svo allir á leikinn í kvöld og höfum gaman

    J

  • Skrifað af gaui fyrir meira en 709 vikur

    Umferð 1        
    Riðill 1   6.9.2010 19.00  xxx xx Laugardalur Mán
    Riðill 1   6.9.2010 20.30  xxx xx Laugardalur Mán
    Riðill 2   7.9.2010 19.00  xxx xx Laugardalur Þri
    Riðill 2   7.9.2010 20.30  xxx xx Laugardalur Þri
            
    Umferð 2        
    Riðill 1   10.9.2010 19.00  xxx xx Laugardalur Föst
    Riðill 1   10.9.2010 20.30    xxx xx Laugardalur Föst
    Riðill 2   11.9.2010 15.30    xxx xx Laugardalur Laug
    Riðill 2   11.9.2010 17.00    xxx xx Laugardalur Laug
            
    Umferð 3        
    Riðill 1   15.9.2010 19.00    xxx xx Laugardalur mið
    Riðill 1   15.9.2010 20.30  xxx xx Laugardalur mið
    Riðill 2   16.9.2010 19.00    xxx xx Laugardalur Fim
    Riðill 2   16.9.2010 20.30    xxx xx Laugardalur Fim
            
            
    Undanúrslit  20.9.2010 19.00   Laugardalur Mán Mán
    Undanúrslit  20.9.2010 20.30   Laugardalur Mán Mán
            
            
    Úrslit og 3. sæti        
    3. sæti 25.9.2010  15.00  3. sæti x x Laugardalur  Laug
    Úrslitaleikur 25.9.2010  17.00 Úrslitaleikur x x

    Er að bíða eftir staðfestingu frá Laugardalnum með þessa niðurröðun.

  • Skrifað af Judas fyrir meira en 709 vikur

    Flottur Gaui..

  • Skrifað af gaui fyrir meira en 709 vikur

    Þessi póstur verðu birtur í pörtum þar sem í veit ekki hvað ég get
    haft mörg orð inn á spjallinu  :-)
     
    Góðan daginn drengir

    Gaman að sjá að menn hafi svona mikinn áhuga á deildinni okkar
    allra.

    Varðandi dómaramálin. Aðalvandamálinn þar eru: Töluverðu
    aukakostnaður og hitt vandamálið er sjálfsagt stærra það er
    að ná að manna þetta. Höfum verðið að lenta í því í sumar
    að þeir dómarar sem við höfum viljað að hafa á sem flestum leikjum
    hafa verið að fá fleiri verkefni á vegum KSÍ. Þar sem er gríðarlegur
    skortur á dómurum í deildum hjá KSÍ. þá hafa Þessir  dómarar hjá
    okkur verið kallaðir inn í leiki hjá KSÍ til að ná að manna leiki
    í hjá þeim. Höfum misst nokkra í lengri eða skemmri tíma í KSí
    verkefni. Svo að þetta yrði vandamál.

    Full klárað leikjaplan var tilbúið í um miðjan apríl en það komu
    upp nokkur vandamál á síðustu stund fyrir birtingu. TD: óvissa um
    velli og við þurftum að skipta út völlum, fjöldaliða í deildinni
    þetta árið. Hefðum getað lokað á öll lið sem ekki voru búinn að
    borga apríl greiðsluna (sem var endaleg staðfestingargjald fyrir
    deildinna þetta árið) en þá hefðum við setið upp með 12-15.liða deild
    það er alltaf matsatriði hvort að það hefði átt að gera það, við
    töldum okkur þurfa að halda sem flestum liðum í deildinni áfram
    svo að við gáfum nokkurum liðum frest á þessari greiðslu til að reyna að halda þeim áfram inni í deildinni og það tókst.

    Varðandi fækkun liða í deildinn tel ég aðalalástður þess vera:
    Mikið af liðum í KSÍ hafa verið að stofna lið til að spila í
    3.deildinni fyrir gamlaleikmenn sem ekki hafa tíma til að æfa,eða
    getu til að spila í efrideildum í samblandi við 2.flokk svo að þeir
    fá betri leikreynslu fyrir komandi átök fyrir meistarflokk.
    Tek sem dæmi: KB(Leiknir) ,Berserkjir(Víkingur) ,Markregn(Haukur)
    Léttir(ÍR),KFG(Stjarnan),KFK(HK eða Breiðarblik)  er án efa að gleyma einhverjum en þetta er bara létt talning, stór hluti þessara manna sem eru að spila í þessum liðum væri án efa að spila í Utandeildinni efa þetta  afsprengi liða í KSÍ nyti ekki við og margir leikmenn í þessum liðum eru leikmenn sem hafa spilað í Utandeildinni áður.

    Svo hafa nokkuð mörg lið lagt upp laupanna undafarinn ár vegna manneklu
    og aldurs, en önnur lið hafa farið í 3.deildinna, ásamt verra ástandi
    í fjármálum. Þetta fræga hrun hér hefur líka áhrif á Utandeildinna í fótbolta.
    Þessar ástæður tel ég vera stór hluti af mikill i fækkun í deildinni.
    það er rétt hjá leikmanni Dragon að það hafa aldrei verið færi liði í
    deildinni einsog í ár. Það er eitthvað sem við í þessari deildi þurfum
    að vinna við saman til að laga.

  • Skrifað af gaui fyrir meira en 709 vikur

    Leikjaumfjöllun er eitthvað sem við í stjórn höfum mikinn áhuga á að gera
    en til þess þurfum við hjálp ykkar í deildinni. Ég og Rúnar höfum verið aðeins
    að fikta við þetta en ekki gengið nógu vel vegna skorts á tíma.
    En þetta er bara spurning um útfærslu á þessu og með hjálp ykkar hef ég fulla
    trú á að þetta verði komið í full swing á næsta tímabili.

    Umgjörð Utandeildarinnar hefur tekið miklum breytingum í tímmanna rás.
    Til hins betra það er alveg ljóst. Þegar ég var að byrja í þessar deild
    var bara notaður 1.völlu og var hann þar sem nú stendur Fífan,sá völlur
    var ónýttur sandgras völlur og leiktíminn sem við vorum á var ekki góður
    flestir leikir spilaðir um helgar og oft eldsnemma um morguninn.
    Bikarkeppninn var sér mót þar sem liðinn sem tóku þátt í henni þurftu að
    borga fyrir hvern leik sem var spilaður, því lengra sem Þú komst því dýrara
    var að fyrir liðið þitt. Veit ekki hvað oft við lentum í því að vera mætir
    á völlinn eldsnemma á Laugar eða Sunnudagsmorgni en á mæti enginn dómari.
    Það eru orðin mörg ár síðan leikjum hefur verið frestað vegna dómaraskorts
    eða annara utanaðkomandi vandmála. Það heyri til undatekninga ef leikir
    frestas eða eru færið til. Undafarinn ár hefur leikjaplanið staðist svo
    gott sem 100% í flestum tilfella þar sem leikjaplinið hefur ekki haldið
    þá er það vegna þess að liðinn sjáf hafa beðið um frestun leikja.

    Deildinni byrjaði að taka miklum breyttingum til hins betra þegar nokkrir
    leikmenn úr liðunum sjálfir tóku sig til og stofnuðu Utandeildinna og fóru
    sjálfi í það að útvega velli og dómara. Svo kom netið inn í þetta. Ef ég man
    rétt þá var það FC Diðrik sem stofnaði síðu í kringum þetta allt saman.
    Eftir það kom Sportið.is svo Grasið.is. Eftir mikið basl og slag við þessar
    síður þá endaði þetta með að við stofnum okkar eigin heimasíðu, ekki spurnig
    um að það hafi gjörbreytt öllu og er hún en i vinnslu.

    En að framtíðinni. Það sem við viljum sjá er fjölgun í deildinni og meiri
    umfjöllun um hana hjá okkur sjálfum. Ég tók upp á mitt einsdæmi að stofna
    myndasíðu fyrir deildinna en hef ekki staðið mig í því vegna tímaskorts.
    Aðalástæður þess eru vegna aukinnar vinnu hjá mínum atvinnuveitanda og
    meira álags í umsjón deildarinnar. Það eru 3.menn í stjórn núna og það er
    töluvert álag á okkur, við þurfum fleiri menn í þetta með okkur svo að
    deildin get orðið betri og stærri.
    Þetta er 2.árið í röð hjá mér þar sem ég fæ ekki nein tíma í frí frá deildinni
    hvorki um helgar eða virka daga. Er búinn að vera í sumarfrí frá aðalvinnu
    minni nú í mánnður og sjaldan haft eins mikið að gera á vegum deildarinnar og
    nú. Er orðið erfitt að útskýra þetta fyrir konuni og vinnuveitenda mínnu allan
    þann tíma sem fer í þetta  :-)

    Það er ekki ljóst nú hvort núverandi stjórn haldi áfram eftir þetta tímabil.
    Það er alveg ljóst að ef menn vilja að ég haldi áfram í stjórn þá þarf að
    bæta við 2-3 mönnum í stjórn.

    En hvort sem ég,Rúnar eða Haffi höldum áfram í stjórn er alveg ljóst að
    framtíðin er björt fyir Deildinna ef leikmenn í henni hafa áhuga í að taka
    þátt í uppbyggingu hennar.
    Stæðast málið er að fá fjármagn i deildinna þannig að við getum hækkað
    gæði hennar, þar sem það er alveg ljóst að meiri gæði kosta jú meiri peninga.
    Þá kemur að þessari hugsun hjá liðunum að hugsa vel um deildinna.
    Á næsta tímabili verður kominn sjá mögurleiki að selja auglýsingar á síðuna
    til að fá meira fjármagni inn. En til að geta selt auglýsingar þurfa við að
    geta sýnd fram á töluverða flettingar á síðuni og til að fá fleiri heimsóknir
    á síðuni þurfum við að halda henni lifandi með fréttum af liðunum og
    umfjöllun um leiki. Margt smátt geri eitt stórt einsog gamla orðatiltækið
    segjir. Náðum ágætum samningi við Vífillfell um b... verðlaun þetta árið.
    8.k fyrir sigur í bikar og 5.fyrir 2.sætið. Sama í deild en bætast við 3.k
    fyrir 3.sætið.
    Ef ég man rétt þá fengum við 4.k fyrir sigur í deildinni í
    fyrra svo að þarna er gríðarleg aukning á ferðinni.
    En það mætti örugglega gera betur í þeim málum þegar ástandið í fjármálum
    á Íslandi batnar.

    En endilega komið með hugmyndir hvernig við getum gert þessa deild
    stærri og skemmtilegar en hún er...reyndar finnst mér hún frábær einsog hún
    er en ekki spurning að það er hægt að gera hana betri með samstiltu átaki hjá
    okkur öllum. Ekki varpa allri þeirri ábyrð á 3.manna stjórn..

    Þakka ykkur öllum kærlega fyrir frábært mót hingað til og vona að restinn
    verði jafn góð og sumarið.

    PS: Svo er það úrslitinn í Poweradebikarnum i dag kl.16.00. Laugardalsvelli
    hvet sem flesta til að mæta.

    PSS: Afsakið allar starfsetningar villur hjá mér einn illa fyrir kallaður
    á Laugardegi

    KV
    Gaui

  • Skrifað af gaui fyrir meira en 709 vikur

    Það bara rétt svo að ég sjálfur geti lesið þetta ....   :-)

  • Skrifað af kramer fyrir meira en 709 vikur

    glæsilegt.

  • Skrifað af binniulla fyrir meira en 709 vikur

    Flott. Mér finnst þetta bara rönna merkilega smooth miðað við umfang og fjölda stjórnarmanna.

    Þið eigið hrós skilið.

  • Skrifað af oe83 fyrir meira en 709 vikur

    Sammála því, það er verið að vinna gott strarf, Vonandi tekst að fá fleiri en 3 í stjórn til að gera þetta enn bertra.

  • Skrifað af fcice fyrir meira en 709 vikur

    Ég tek undir allt sem hér hefur komið fram.

    það er margt sem hægt er að gera til að Gera deildina Betri...En eins og Gaui kom inn á þá snýst þetta soldið um Kostnað.

    Eins og staðan er núna er mótið 140þúsund á lið og það er það mesta sem mótið hefur kostað allvegana síðan ég byrjaði í deildinni.Ég held að við meigum ekki við meiri hækkunum á gjaldinu.Ef mótisgjaldið hækkar þá eigum við á hættu að lið hætta við að taka þátt.En ef við náum að selja augl á síðuna þá er möguleiki að lækka gjaldið.

    Ég vil Hvetja alla til að koma með hugmyndir hvað betur má fara og hverning við getum gert til að gera deildina Betri og Sterkari.

    Varðandi dómaramálin þá er þetta bara spurning um mönnun á leikina og hvað dómarar eru til að dæma..þetta snýst lika um kostnað eins og margt annaðEn ég er til í línuverði eða 2 dómarakerfið.

    Mér finnst dómaramálinn hafa batnað með árunum og árið í fyrra og árið í ár hafa dómararnir verið mjög góðir.En við erum alltaf í hættu að missa dómara yfir í Ksí.þaning spuring er hvort með fjölgun dómara t.d næsta tímbil mundi ekki draga miður slaka dómara og er það betra fyrir deildina?

    ég held að ég mundi frékar vilja bjóða þeim dómurum sem hafa verið að dæma í sumar fleiri leiki og fá þá betri dómgæslu.

    Leikjarumfjallanir.

    það er allveg rétt að það má alltaf betrum bæta þær.T.d með að fá liðið til að skirfa umfjöllun.þetta ætti ekki að taka langan tíma að skirfa smá pistil.

    þetta á ekki að lenda á þeim sem mynda stjórn deildarinar.

    Stjórn.

    það ættu fleiri að bjóða sér fram til stjórnarsetu.

    Spons.

    Ef menn vita um eitthvern sem er til að leggja fjármagn til deildarinar þá ætti sá og sami að láta vita af slíku.

    kv.Rúnar fcice

Til að leggja eitthvað til málanna þarf notandi að vera innskráður