Uppgjör og spá(allir að koma með spá)

  • Skrifað af Dressi babe fyrir meira en 712 vikur

    Jæja nú er nánast orðið ljóst hvaða 8 lið fara áfram í úrslitakeppnina.

    Landsliðið, Kuhmo, Elliði og Dufþakur

    Ögni, Dragon, SÁÁ og Hjörleifur

    6 af þessum 8 liðum spiluðu í úrslitunum í fyrra þannig að það er varla hægt að tala um óvænt tíðindi. Vængirnir sem voru auðvitað í úrslitunum í fyrra fóru í 3 deildina þannig að það eru einingis Vatnaliljurnar sem ekki náðu í úrslit frá liðunum í fyrra.

    En já höfum þetta einfalt.

    Spútnik: Dragon og Landsliðið

    Vonbrigði: KH og Vatnaliljur

    Úrslitaleikur: Ögni vs Elliði og ég treysti mér ekki til þess að spá um úrslit.

    Besti leikmaðurinn: Sigurður Sæberg í Elliða

  • Skrifað af colgate fyrir meira en 712 vikur

    í undanúrslit fara, landsliðið, ögni , sáá og kumho.....   spái sáá óvænt dollunni í ár

  • Skrifað af oe83 fyrir meira en 712 vikur

    Þetta verður ansi tvísýnt, erftitt að afskrifa eitthvað lið. Verður svo auðveldara að spá í þetta þegar riðlarnir eru ljósir.

    Hvenær er gert ráð fyrir að úrslitinn hefjist?

  • Skrifað af Judas fyrir meira en 712 vikur

    Spá mín er að í undanúrslitum verði Ögni og Elliði,,, og svo Landsliðið og Kumhó.. Giska að Elliði og Landsliðið spili úrslitaleik..

  • Skrifað af vetur07 fyrir meira en 712 vikur

    Man að það var talsverð umræða að riðlarnir væru missterkir fyrir tímabilið. Hvað finnst ykkjur, eru þeir ekki bara nokkuð jafnir að styrkleika???

  • Skrifað af Judas fyrir meira en 712 vikur

    Í sambandi við styrkleika þá hef ég spilað í báðum riðlum á þessu sumri og verð ég að segja að B riðill hefur fleiri lið með svipaða getu. Að mínu mati hafa ögna menn burði til að fara allra liða lengst úr B riðli, hin liðin munu stríða en Landsliðið, kumhó og Elliði úr A riðli plús Ögni ættu samhvæmt öllu að vera 4 lið undanúrslita, 1 úr B og 3 úr A.. Annars er aldrei að vita, svolitið skrítið að sigurlið riðlanna taka enginn stig með sér í milli riðla og í raun hugsanlega betra fyrir lið úr A riðli að enda í 2 sæti síns riðils og Sleppa við 2 af sterkari liðum Deildarinnar..

  • Skrifað af joi81 fyrir meira en 712 vikur

    ég held að ögni,landsliðið og kumho séu með sterkustu liðin hin 5 eru öll mjög svipuð.En það getur allt gerst og ég held að öll þessi lið sem eru komin í úrslitakeppnina getii unnið hvort annað.

  • Skrifað af kappsamur fyrir meira en 712 vikur

    Ein pæling !!!

    Nú er komin upp sú staða að Hjörleifur getur í raun "valið" sér milliriðil í úrslitakeppninni...

    Eru hjöllamenn í einhverjum slíkum pælingum?  Eða mæta þeir bara eins og alltaf dýrvitlausir í alla leiki og stefna á sigur gegn Ögna í síðasta leik ?????

    kveðja,

    Helgi

  • Skrifað af HM2010 fyrir meira en 712 vikur

    er ekki frekar erfitt fyrir Hjörleif að ætla að spila upp á jafntefli ? ef ég er að skilja þetta rétt þá skiptir litlu hvort þeir vinna eða tapa (þeir enda þá annað hvort í 2. eða 4. sæti, en í 3. sæti með jafntefli)

    btw. hvað með Ögna, ætla þeir að mæta chillaðir, enda búnir að vinna riðilinn, eða dýrvitlausir ? :)

  • Skrifað af kappsamur fyrir meira en 712 vikur

    Sá á spjallinu hjá Hjölla, að þeir einmitt voru að ræða þessi mál.  Þar tala þeir um að þeir vilji frekar lenda með Ögna í milliriðli, álíta þann riðil greinilega slakari... Held að hann líti þannig út:

    Ögni, Kumho, Dufþakur og svo eitt lið í B-Riðli til viðbótar.

    Ögna-menn mæta dýrvitlausir gegn Hjölla og spila uppá sigur eins og í öllum öðrum leikjum!!!

    kveðja,
    Helgi #13 Ögni

  • Skrifað af bolltastrakurinn fyrir meira en 711 vikur

    þetta verður rosalegt... það er erfitt að spá um þetta mörg mjög jöfn lið og rosa flottir leikir framundan. ég held að dufbakur verði öflugir því þeir hafa verið stígandi í sumar og með mjög góða miðju. Hjörleifur er með markaskorara á sínum snærum og Ögni er með bestu vörnina. það er eins og með chelsea í ensku þeir skora mikið og það skiptir í raun ekki máli þótt þeir myndu fá á sig eitt og eitt mark. því spái ég að liðið sem er með bestu sóknina taki dolluna. en samt erfitt að spá

Til að leggja eitthvað til málanna þarf notandi að vera innskráður