Nei nú er mér nóg boðið

 • Skrifað af Schweinsteiger fyrir meira en 642 vikur

  Ég sé að það er búið að færa báða undanúrslitaleikina á HK-völlinn alræmda.

  Ég gersamlega HAAAAAATA þennan helvítis völl. Ég bað um það hér fyrr í sumar að lágmarki yrðu bikarúrslitin og/eða úrslitakeppnin ekki spiluð þarna. Hvað gerðist?

  Maður er gersamlega ónýtur í skrokknum í viku eftir að hafa spilað þarna, hvað þá ef maður tekur nokkrar tæklingar. Boltinn er stöðugt útúr leik útaf grasinu í kring mínútum saman sem drepur niður allan hraða. Völlurinn er bara teppalagt malbik, boltinn skoppar oft mjög asnalega og hann hallar á annað markið. Fyrir utan hvað aðstaða fyrir áhorfendur er fullkomlega engin.

  Er ekki spurning að reyna hafa smá standard í úrslitaleikjunum? Þetta er ekki boðlegt.

   

 • Skrifað af Judas fyrir meira en 642 vikur

  Á næsta ára þufu gjöld að vera hærri fyrir lið svo við þurfum ekki að spila á hk vellinum.. Annars er mér skítsama hvar ég tækla,, allt er betra en gamla mölinn..

 • Skrifað af Arnar80 fyrir meira en 642 vikur

  Ég er alveg hjartanlega sammála þessuu. Ég er alltaf 3 daga að jafna mig eftir að spila á þessum blessaða velli.

  Við erum heldur enginn unglömb sem erum að spila í utandeildinni :)

 • Skrifað af joi81 fyrir meira en 641 vikur

  sammála þessi völlur er skelfilegur maður er marga daga a jafna sig eftir a spila þarna og við í sáá erum að fara að spila okkar annan leika þarna á 3 dögum...

 • Skrifað af Judas fyrir meira en 641 vikur

  Þetta er örugglega spurning um peninga.. Það væri fróðlegt að setjast niður forsvarsmenn allra liða og stjórn og sjá tölur.. Allir sem eru á þessari síðu eru sammála með þennan völl og eins að leikjaumfjallanir og annað tengt þessari síðu gæti verið betra, hugsanlega að skoða tímaramma þar sem leikmenn úr 3.deild geti skipt yfir í utandeild. Það er mín skoðun að utandeildin ætti að standa svolitið sér, að innan hennar ætti glugginn að haldast sá sami en vera styttri fyrir aðra. Allavega þá er gríðarlegur áhugi hjá okkur á fótbolta og klárlega viljum við hafa umgjörðina sem besta svo við fáum sem mest utúr hverju sumri.. Ég tel að fleiri ættu að koma að borðinu og komast að því hvað er hægt og hvað þyrfti að gera til að annað er hægt?? Forsvarsmenn Kynnið Ykkur Þessi mál fyrir okkur áhugamennina.. hehe

Til að leggja eitthvað til málanna þarf notandi að vera innskráður