spá

 • Skrifað af sander fyrir meira en 643 vikur

  jæja núna er orðið nokkuð ljóst hverjir eru að fara áfram úr riðlunum. í a riðlinum fara liðin sem eru núna í 4 efstu sætunum áfram, en það koma líklegast 5 lið til greina í b riðli. en hverjir haldiði að vinni svo úrslitakeppnina? og hverjir haldiði að verði bikarmeistarar?

 • Skrifað af dreki324738746873 fyrir meira en 643 vikur

  Já einhvern hef ég það á tilfinningunni að Kuhmo Hjöllinn og Landsliðið séu með sterkustu liðin. Elliði kannski ekki langt þar á eftir. Annars er ómögulegt að spá í þetta.

  Í sambandi við B riðilinn þá held ég að Hjörleifur sigri þann riðil enda eru þeir langsterkasta liðið sem við höfum mætt í sumar. Ögni og SÁÁ fara sömuleiðis upp og svo trúi ég því og vona allavega að Ungmennafélagið Drekinn fylgi þessum liðum í playoffsið. KH situr þá eftir. Annars er erfitt að spá fyrir um þetta því það eru svo margir innbyrðisleikir eftir á milli toppliðanna. En eins og ég segi þá finnst mér Hjöllinn líklegir sigurvegarar. Veit ekki alveg með Ögna. Fannst þeir nú ekkert það frábærir þegar þeir mörðu þunnskipaða Dreka í bikarnum.  

 • Skrifað af Snýta fyrir meira en 643 vikur

  A-riðil einsog staðan er í dag

  Kumho eru efstir í dag en þeir eiga eftir að sitja hjá.
  Sýnist svona fljót á litið að þeir eiga erfiðasta programið eftir.
  Síðustu 3.leikir hjá þeim eru Ellið-Landsliðið og Hómer allt eru þetta lið
  í toppbaráttuni í A-riðli. Held að þeir falli aldrei neðar en 2.sæti.

  Landsliði er í öðru sæti í dag. Eiga Kumho Hómer og Áreitni eftir nokkuð vissum að þeir
  vinni Hómer og Áreitni spurning með hvort að þeir hafa Kumhomenn það verður rosaleikur.
  Það er alveg pottþétt að þeir enda ekki neðar en í öðru sæti spurning hvort að þeir nái 1.sætinu af Kumho.

  Ellið eru í 3.sæti í dag. Eiga 4.leiki eftir svona fljót á litið eiga þeir bara einn erfiðan
  leik eftir og það er á móti Kumho. Bara spurning hvort þeir lenti í 3 eða 4.sæti.

  Duffi er í 4.sæti. Virðast fljót á litið eiga auðveldasta programið eftir, þó að það
  eigi aldrei að vannmeta neitt lið...Spurning hvort þeir ná 3.sætinu af Elliðamönnum eða ekki.

  En þessi riðil virðist vera svo gott sem ráðinn.

  B-riðil þar er bullandi stemmari og gríðarlega gaman...

  Ögni eru efstir þarna, menn að tala um að þeir séu ekki eins sterkir og í fyrra þar held ég
  að menn séu á villigötum, þeir eru að spila við sterkari lið en þeir gerðu í fyrra þess vegna
  held ég að menn séu aðeins að vannmeta þá. Eiga skemmtilegt program eftir, eiga 3.leiki eftir
  öll á móti liðum sem eru í topp 4. Þar á meðal Hjölla held að það verði úrslita leikurinn í
  þessum riðili

  Hjölli á KH, Höndina og Ögna eftir. Eiga á góðum degi að vinna Höndina og KH.

  Verður massaleikurí lokaumferðinni í þessum riðli á milli þeirra og Ögna must see leikur.

  Dragonmenn hafa komið aðeins á óvart í þessum riðli, en mín skoðun er sú að þeir ná ekki þessu 4.sæti eiga enfaldlega of mikið af erfiðum leikjum eftir. Eiga Ögnamenn í næstu umferð
  væri frábært fyrir þá að vinna þann leik held samt sem áður það ekki vera að fara að gerast. Svo kemur Sáá sem verður rosalega erfiður Enda vænntalega í 5 til 6.sæti í þessum riðli.

  KH er þarna í 4.sæti og eiga einn leik til góða á hinn liðinn, það á að vera nokkuð öruggur sigur gegn botnliðinu í þessum riðli. Eiga svo gríðarlega krefjandi program eftir gegn Hjölla í kvöld svo Ögna og í lokinn Sáá. Held að þeir ná 4.sætinu Dragonmönnum á
  lokasprettinum.

  Sáá menn þarna í 5.sæti og eiga nokkuð þétt program eftir, sem byrjar á Esjuni en held að  þeir taki þann leik, vinna svo Dragon í næsta leik en liggja fyrir KH. og enda í 3.sæti
  í sínum riðli. En verð bara segja það að þessar lokaumferðir í b-riðli verða rosalegar og gaman að fylgjast með þeim....

  Ef við göngu út frá því að loka staðan í riðlunum verði þessi þá er milli riðlarnir svona:

  Riðli 1
  Kumho
  Hjölli
  Elliði
  KH

  Riðil 2
  Ögni
  Landslið
  Sáá
  Duffi.

  Ef þetta endar svona þá finnst mér riðil 1. vera svo bull miklu betri að það er bara
  sorglegt að sjá þetta...

  En það getur margt breyst enþá á lokasprettinum..

 • Skrifað af glaz fyrir meira en 643 vikur

  Í sambandi við bikarinn verð ég að segja að landsliðið sé sigurstranglegast vona að úrslitaleikurinn verði milli þeirra og ögna það yrði hörku leikur en tippa á að landsliðið hampi bikarnum.

  Í A riðli held ég að liðin í 4 efstu sætunum núna fari áfram hin liðin eru frekar slöpp og ættu engan möguleika hvort sem er en spurning hvorir lenda í fyrst sætinu landsliðið eða kumho verður liklega úrslitaleikur um það þegar þau mætast í næstu umferð

  B riðillinn er aðeins meira spennandi en held að ögni-kh-hjölli og sáá komist upp en held samt þegar upp er staðið seu landsliðið og kumho með bestu liðin og spái ég að þau leiki til úrslita um dolluna og ætla ég að spá lansliðinu sigri.

 • Skrifað af Harry fyrir meira en 643 vikur

  Shitt glaz,hversu langt er tungan á þér komin upp í rassgatið á Landsliðinu...ættir allavega að fá að sjá um vatnið fyrir þá eftir þessar línur.

 • Skrifað af glaz fyrir meira en 643 vikur

  hverrnig væri að þú harry hættir að rífa kjaft og komdu með þína spá og sjáum hvernig fer......

 • Skrifað af kappsamur fyrir meira en 643 vikur

  Mér sýnist þetta vera borðliggjandi:

  A-Riðill :

  1.Kumho

  2. Landsliðið

  3. Elliði

  4. Dufþakur

   

  B-Riðill:

  1. Hjörleifur

  2. Ögni

  3. KH

  4. SÁÁ

   

  Ná-Riðill:

  Hjörleifur utandeildarmeistari :)

 • Skrifað af kappsamur fyrir meira en 643 vikur

  ég held að Liverpool vinni ekki í ensku... verða kannski í svona 3-4. Man Utd koma sterkir inn enda með gríðarlega reynslu og eru fæddir vinnerar. Asley Cole verður góður með liverpool og ÍBV verður íslandsmeistari. KR vinnur Bikarinn og Henry vinnur þetta fyrir þá

 • Skrifað af Judas fyrir meira en 643 vikur

  Nett gremja í gangi hjá sumum í sambandi við þessa spá.. Líklega er það eðlilegt að allir séu ekki sammála..

  A. riðill. 1 kumho

             2 landsliðið

             Þetta getur auðveldega svissast.

             3 Elliði

             4 svoldið óráðið enn.

  B.riðill   1 Ögni

             2 Hjölli

             Þetta verða 2 efstu liðinn, hvort liði verður efst kemur í ljós.

             Sæti 3 og 4 verða að bíða eftir lokaflauti síðasta leiks. Ef liðinn eru skoðuð miðað við árangur síðustu leikja. Þá hefur sáá ekki tapað síðan í annari umferð, spurning hvort þeir haldi það út. Drekinn verið virkilega sterkir í síðustu leikjum og að mínu mati er það mórallin sem fleytir þeim áfram. Kh tóku jafntefli við sterka Hjöllamenn og eiga leiki inni? Lokaleikur Þessara liða er kh-sáá og held ég að 4 sætið ráðist þá, Drekinn þá 3. En í raun ómögulegt að gera annað en að giska í bláinn,

   

             Alla vega þá verða þetta mjög jafnir og skemmtilegir milli riðlar þar sem fljótt á litið verða kumhó í einum og landsliðið í hinum lið sem verða álitleg en ég endurtek að Hjölli, Ögni og Elliði Verða með sín sterkustu lið og á hvaða degi sem er eru þetta fantalið.. Ég vil spá að lið úr A.riðli leiki til úrslita.. Hvaða lið verður að koma í ljós..

  Kveðja Andri.

Til að leggja eitthvað til málanna þarf notandi að vera innskráður