hk völlur

 • Skrifað af Judas fyrir meira en 647 vikur

  Landsliðið marði 1-0 sigur á sterkum keppnismönnum.. Hvernig fór seinni leikurinn

 • Skrifað af gaui fyrir meira en 647 vikur

  kumho vs Duffi  2-0

 • Skrifað af Schweinsteiger fyrir meira en 647 vikur

  Hvernig er það annars með HK völlinn, er ég sá eini sem finnst hann allt annað en boðlegur?

  Gervigrasið þarna er svo þunnt og stamt að það er eins og sambland af sandpappír og malbiki. Hnén á mér eru t.d. í henglum eftir að hafa spilað þarna 3sinnum í röð. Svo drapst niður allt tempó í leiknum í kvöld því boltinn var alltaf að enda í 2m háu grasinu kringum völlinn með tilheyrandi töfum.

  Mér finnst þessi völlur bara slysagildra og þoli ekki að þarna, er ekki séns að nota Fram, Fylkisvöllinn eða t.d. gervigrasið við Kórinn frekar?
 • Skrifað af Sjöan fyrir meira en 646 vikur

  Verð að vera sammála síðasta innleggi. Gervigrasið er svo þurrt og það er ekkert gúmmí eftir í grasinu. Ef maður fer í eina tæklingu þá ertu lemstraður næstu vikuna.

  Ef það væri hægt að fá Fram eða Fylkisvöllinn aftur inní þetta þá væri það súper en allt annað en þetta frímerki er betra.

  kv Sjöan

 • Skrifað af kappsamur fyrir meira en 646 vikur

  Ég væri nú til í að sjá menn fara aftur til Hafnarfjarðar og beint á Ásvellina !!! Besti völlur landsins !!

 • Skrifað af fcice fyrir meira en 646 vikur

  Eins og margt Annað í þessum Heimi snýst þetta um Fjármagn og Kostnað.

  Við verðum að halda kostnaðinum í Lámarki.

  Fylkir vildu fá meira fyrir völlinn en það sem við höfum bolmagn til.

  Sama var Gildir um flesta vellina sem eru í bænum.

  Við erum Heppnir að Fá Völl eins og þrótt og Hk Vals á þessum Díl sem við erum með þá á...það er kreppa í landinu og allir aðrir vellir sóktu stíft um að við borgum meira en við höfum efni á...

  það Má deila um Hk völlinn..En Er ekki Betra að spila á velli sem er Fjárhagslega hagstæður fyrir Deildina heldur að spila á velli sem Kostar deildina meiri Pening?

  Kv.Rúnar fcice.

 • Skrifað af Schweinsteiger fyrir meira en 646 vikur

  Ég met ykkar óeigingjörnu vinnu í stjórninni mikils og þið tölduð ykkur örugglega vera að gera það besta fyrir Utandeildina en mitt svar er þvert nei, það er aldrei þess virði að spara nokkrar krónur til að bjóða uppá gervigrasvöll sem hefði verið sæmilegur árið 1970.

  Mér sýnist mitt lið ekki þurfa spila þarna í bráð en ég vona bara að aðrir slasi sig ekki alvarlega. Ég biði t.d. ekki í að fara uppí skallabolta og lenda harkalega með hausinn á undan oní malbikið þarna.

  Þessi völlur er einfaldlega stórhættulegur og ég biðla til stjórnarinnar að nota hann ekki í lok bikar né úrslitakeppninnar. Né á næstu árum.
 • Skrifað af joi81 fyrir meira en 646 vikur

  var að spila á þesum velli í gær og fannst hann bara fínn..

 • Skrifað af domari2 fyrir meira en 646 vikur

  Menn verða að gera sér grein fyrir því að það kom ekki rigning í 2 vikur sem útskýrir það að völlurinn var stamur og harður. Ég var í laugardalnum í vikunni og fannst enginn munur vera á milli vallanna þó vissulega sé boltinn meira úr leik á HK-velli

 • Skrifað af Oskar fyrir meira en 646 vikur

  Með fullri virðingu fyrir dómara2 þá verð ég að segja að halda því fram að það sé enginn munur á laugardalnum og HK-velli lýsir mikilli vanþekkingu á þessum völlum.

  Laugardalurinn er langt fyrir ofan HK-völlinn í gæðum.  Það finnur maður í fótunum eftir leiki. Hk-völlurinn er alltof harður auk þess sem að ekkert gúmmí er á honum.

Til að leggja eitthvað til málanna þarf notandi að vera innskráður