Hómer sigur í æfingaleik

  • Skrifað af helson fyrir meira en 656 vikur

    Hómeringar unnu í kvöld frábæran sigur á Vatnaliljunum á Fylkisvelli 2-0.  Fyrri hálfleikur var mjög skemmtilegur og áttu bæði lið sín færi en Hómeringar áttu þó mun hættulegri færi og hefðu átt að setja allavegna 2 mörk. Hómeringar skoruðu snemma í seinni hálfleik eftir snarpa sókn og frábært framtak hjá sóknarmanni Hómeringa Sindra Bergmanni. Stuttu síðar komst Sindri inn í vítateig þar sem var brotið á honum og dæmt réttmætt víti. Þar skoraði hann af miklu öryggi. Eftir þetta var mikil barátta í leiknum enn sigur Hómeringa var aldrei í hættu. Sanngjarn sigur Hómeringa og verða þeir til alls líklegir á komandi tímabili.

Til að leggja eitthvað til málanna þarf notandi að vera innskráður