riðlar og forkeppni í bikar

  • Skrifað af gaui fyrir meira en 727 vikur

    Góða kvöld gott fólk.

    Þá er netkosningu um niðurröðun riðlana ljós. Mikill meiri hluti var fyrir því að hafa 2.riðla og enga deildarskiptingu.

    Svo það var ekkert annað að gera en að setjast niður og draga í riðla, allir stjórnarmeðlimir voru mættir.

      Skráð lið í deildina þetta árið eru 21.lið.

    Svona líta riðlarnir út árið 2010.

    A-riðil

                                 

                

    1.

          

    Kumho

    2.

          

    Elliði

    3.

          

    Dufþakur

    4.

          

    Kæristan hans Ara

    5.

          

    Metro

    6.

          

    Hómer

    7.

          

    Áreitni

    8.

          

    Kef FC

    9.

          

    Ísbjörninn

    10.

      

    Keppnis

    11.

      

    No Name

    B-riðil

    1.

          

    Hörleifur

    2.

          

    Vatnliljur

    3.

          

    Sáá

    4.

          

    Fame

    5.

          

    Esjan

    6.

          

    Geirfuglar

    7.

          

    Dragon

    8.

          

    Ögni

    9.

          

    FC Norður Ál

    10.

      

    Hönd Mídasar

     

    Þar sem eru 21.lið i deildinni þá þarf að fara fram forkeppni í bikarnum og drógum við það í leiðinni. Dregið var úr öllum liðum í deildinni.

    Svona lítur sá dráttur út:

    1.

          

    Dragon vs UFC Ögni

    2.

          

    Keppnis vs

      Kæristan hans Ara

    3.

          

    Duffi vs FC Norður ál

    4.

          

    Hjörleifur

     vs Elliði

    5.

          

    Ísbjörninn vs Hómer

    Bikarmeistarar síðast árs byrja með

     hörkuleik.

    Stefn er

     að byrja mótið í miðjum maí, öll vinna við það er kominn langt á leið.

    Erum bara að bíða með staðfestingu á vallarmálum. Sem ætti að skýrast mjög fljótlega.

     

    KV
    Stjórnin.

     

  • Skrifað af hrsteinsen fyrir meira en 727 vikur

    Næs, en er ekki skrítið að bikarmeistararnir þurfi að taka þátt í forkeppninni fyrir bikarinn?

  • Skrifað af fcice fyrir meira en 727 vikur

    það voru öll lið í pottinum og þetta drógst svona.Mér persónulega finnst ekkert að því að Ríkjandi Bikarmeistarar Séu  á sama báti og hinn liðinn.það væri mjög ósangjart að þeir fengum að sitja hjá bara vegna þess að þeir vorum meistarar....

     

  • Skrifað af Valur fyrir meira en 727 vikur

    Það er líka ósanngjarnt að lið í A-riðli og bikar fái 2 leikjum meira en önnur lið. Þau verða samt að vera með í forkeppninni.

    Eðlilegast væri að þau lið sem enduðu í neðstu sætum í fyrra + ný lið væru í forkeppninni. Þá ræður tilviljun engu og að topplið í A riðli færi ekki pottþétt fleiri leiki en t.d. topplið í B-riðli. þannig er það t.d. hjá KSÍ með VISA bikarinn. KR er t.d. ekkert að fara að mæta Markaregni í forkeppni í VISA bikar - its just stupid.

  • Skrifað af Harry fyrir meira en 727 vikur

    Hélt að Stjórnin ætlaði að draga í 2 sterka og jafna riðla síðast þegar ég vissi. Þarna eruð þið bara komnir með 1 sterkari og 1 slakari riðil...ekki spurning !!! Ég er á því að þið hefðuð alveg getað gert þetta mikið jafnara og nú er ég búinn að heyra á nokkrum liðum í deildini og það eru flestir mjög fúlir yfir þessari skiptingu hjá ykkur.

  • Skrifað af Dressi fyrir meira en 727 vikur

    Er þá B riðillinn ekki töluvert sterkari ?

  • Skrifað af balli fyrir meira en 727 vikur

    Þetta er alltaf vandamálið við að ætla að hafa 2 jafnsterka riðla. Annar riðillinn er nánast alltaf sterkari. Höfum séð það í gegnum árin í deildinni með efri riðlana.

    Ég vildi hafa efri og neðri riðil. Væri allavega meira um spennandi leiki í þeim riðlum. Væri svo titill fyrir sigur í riðlunum.  En það er búið að kjósa um þetta svo um að gera að fara að hafa gaman af þessu og gera sig reiðubúinn fyrir skemmtilegt fótboltasumar :)

  • Skrifað af Valur fyrir meira en 727 vikur

    Svo er annað í þessu með nýju riðlana. 

    í A-riðli eru 5 lið úr a-riðli í fyrra, 1 úr b riðli og 3 úr C-riðli  + 1 nýtt.

    Í B-riðli eru 6 lið úr b-riðli í fyrra, 1 úr a riðli og 1 úr C-rðili + 2 ný.

     

    Hefði ekki verið betra að blanda þessu betur? T.d. af 6 efstu liðum úr A-riðli í fyrra er eitt hætt og það í 4ja sætinu fer í B-riðli. 7 liðið er svo enn í A-rðili.  Liðið úr B-riðli kemur úr 9. sæti.

     

    Ég spyr, hvernig var raðað úi flokka?

     

  • Skrifað af FCDRAGON fyrir meira en 727 vikur

    mikill styrkleikamunur á þessum riðlum, voru öll liðin sett í hatt og dregið? ekkert styrkleika raðað til að fá sem jafnasta riðla? held þið ættuð að gera þetta aftur.

  • Skrifað af joi81 fyrir meira en 727 vikur

    það er mjög mikill munur á þessum riðlum.b-riðill er miklu sterkari.sammála fyrri ræðimanni þið verðið að draga aftur í þessa riðla og reyna að gera þetta jafnara...

     

     

     

     

  • Skrifað af gauti10 fyrir meira en 727 vikur

    Vilja menn virkilega gera þetta aftur og aftur þangað til allir eru sáttir.. Bjartsýnir! Þið sem eruð að kvarta undan gríðarlegum styrkleika B-riðilsins ( Dragon, Fame eða Valur) viljið þið sem sagt frekar komast í A-riðilinn og mæta Kumho, Elliða og Duffa og að vísu fleiri liðum sem hafa sýnt að þau geta strítt flestum??? Hefði frekar haldið að þið ættuð að vera ánægðir með að fá jafnari leiki og eiga meiri möguleika á að komast úr riðlinum.

    Get alveg verið sammála með bikardráttinn, ný og neðstu lið síðastsa árs hefðu átt að fara í forkeppnina.

    Annars er ég bara hjartanlega sammála Balla, hafið gaman af þessu og gerið ykkur klára því þetta er að skella á!!!

    Gauti#10 Kumho

  • Skrifað af Valur fyrir meira en 727 vikur

    Hef ekkert kvartað yfir styrkleika riðlana. Benti bara á að flest liðin voru í sama riðli í fyrra. Það væri skemmtilegra að blanda þessu betur saman.

    Okkur er alveg sama hverjum við mætum en höfum þó þá skoðun að það hefði mátt blanda betur í riðlana - en ekki hafa þá sömu og í fyrra.

     

  • Skrifað af Harry fyrir meira en 727 vikur

    Jáá ég er sammála "Valur" að það væri skemmtilegra að blanda þessu betur saman í staðin fyrir að hafa riðilin nánast alveg eins og í fyrra. Það er lítið mál fyrir Kumho menn að brosa yfir þessu þar sem riðillin ykkar er frekar léttur og þið vitið það alveg sjálfir þótt þið séuð ekki að sýna það hérna. Þetta væri bara spurning um að færa til 2-3 lið og þá væri þetta orðið mikið jafnara og ég tala nú ekki um fyrir nýju liðin Fc NorðurÁl og Hönd Mídasar sem detta í B.riðilin og mæta frekar sterkum liðum.

  • Skrifað af joi81 fyrir meira en 727 vikur

    sammála harry það eru miklu fleiri sterk lið í b-riðli heldur enn a-riðli það væri mjög auðvelt að jafna þetta aðeins út.

  • Skrifað af FCDRAGON fyrir meira en 727 vikur

    Það sem ég er að benda á að það var talað um að draga í 2 jafna riðla. Auðvitað eru líka góð lið í A-riðli og meira segja virkilega góð. En það er ekki hægt að segja að þetta sé jafn sterkir riðlar. Skrítið ef framkvæmdin var sú að 21 liði hafi verið skellt saman og dregið úr. Var talað um að draga í tvo "jafna" riðla og þá þarf auðvitað að gera það út frá eitthverji styrkleikaröðun ekki satt?
    "Bestu" 10 liðin dragast til skiptist í A og B riðil og svo það sama með hin 11 liðin.

    Er mjög forvitinn hvernig þetta var gert..

    Og hvort það sé ekki hægt að gera þetta "réttara".

    Þetta er alls ekkert skítkast eða eitthver leiðindi út í stjórn sem eru bara snillingar. Heldur bara hafa þetta eins og kosið var um.

  • Skrifað af FCDRAGON fyrir meira en 727 vikur

    Allavega þá verður þetta hvernig sem er á litið snilldar fótbolta sumar!

  • Skrifað af HM2010 fyrir meira en 727 vikur

    það þarf ekki annað en að skoða töflurnar frá því í fyrra hérna vinstra megin til að sjá að fleiri af sterkustu liðunum raðast í B-riðil. Í fyrra fengu 8 lið yfir 20 stig... 4 þeirra verða í B-riðli (SÁÁ, Vatnaliljur, Hjörleifur og Ögni) en aðeins 3 í A-riðli (Kef FC, Elliði og Kumho)... og eins og allir vita er eitt þeirra hætt keppni í utandeildinni (Vængirnir). En þessi skipting verður alltaf 4 á móti 3 hvort eð er, ætli menn séu ekki líka pirraðir yfir því að lítil breyting er á B-riðlinum frá því í fyrra.

     

    Síðan er það kannski líka það að það eru fleiri veikari lið í A-riðli ef við miðum út frá þessum 20-stigum eins og áðan... 8 "veik" í A-riðli á móti 6 "veikum" í B-riðli... þess vegna ættu að vera 4 sterk lið (m.v. 20 stiga viðmiðið) í 11 liða riðlinum til að jafna út "veiku" liðin... þá væru 7 "veik" lið í báðum riðlum.

     

    Miðað við núverandi drátt væri t.d. hægt að skipta út SÁÁ í B-riðli fyrir eitt af veikari liðunum í A-riðli og þá væru riðlarnir orðnir miklu jafnari. Þá væru 4 sterk í A-riðli og 7 veikari og 3 sterk í B-riðli og 7 veikari. En ekki 3 sterk og 8 veikari og 4 sterk og 6 veikari eins og þetta er núna.

  • Skrifað af HM2010 fyrir meira en 727 vikur

    sama á við ef sterkari eru skilgreind sem þau lið sem fóru í milliriðil í fyrra, kannski betra viðmið enda riðlarnir í fyrra mis-sterkir... þá eru 4 í B-riðli (Hjölli, Ögni, Liljur og SÁÁ) en 3 í A-riðli (Kumho, Elliði, Duffi)... og því 6 "veikari" í A en 8 "veikari" í B riðli... legg því til að 4 sterkari lið verði í 11 liða riðlinum en 3 í 10 liða riðlinum... þá er þetta jafnara, þ.e. báðir riðlar með 7 "veikari" liðum

  • Skrifað af addorri fyrir meira en 727 vikur

    Fínir riðlar. Fínn bikardráttur. Allt fínt bara.

     

    Ögni #14

  • Skrifað af addorri fyrir meira en 727 vikur

    Jú, kannski eitt sem ég get sett út á. Af hverju eru leikmannalistar horfnir út af síðunni? Og hvenær verður opnað fyrir nýskráningar leikmanna?

     

    kv,

    Gæjinn sem vill hafa skýrslumálin á hreinu.

  • Skrifað af gauti10 fyrir meira en 727 vikur

    Ég ætla að svara Dressa og Harry til að halda þeim þræði frekar um spá  manna um niðurstöðu riðlanna.

    Ég sagði aldrei að A-riðillinn væri sterkari og heldur ekki að þeir væru jafnir að styrkleika. Sjáið það ef þið skoðið innlegg mitt betur. Mitt álit er bara það að Kumho, Hjölli, Elliði og líklega Ögni séu bara með yfirburða bestu liðin. Fame held ég að eigi eftir að fá einhverjar gamlar sleggjur en spurning hvort þeir nái besta mannskap í alla leiki. Án þess að ég viti það þá held ég að hin liðin hafi ekkert verið að styrkjast. Sá einhver SÁÁ - Hjölla? Ég sá hann allavega ekki og get því ekki dæmt út frá því. Sá Hjölla vinna Vængina í vítaspyrnukeppni og þar voru þeir í rauninni bara óheppnir að klára leikinn ekki í venjulegum leiktíma. Þýðir það þá að SÁÁ sé alveg miklu betri en Vængirnir? Nei, ég tel að Hjölli hafi haft vængbrotið lið í þessum eina leik á móti SÁÁ. SÁÁ er vissulega með fínt lið og hafa mætt miklu við sig en ég sé þá bara ekki jafn sterka og t.d. Hjölli.

    Ég held að það sjái það allir og viðurkenni að B-riðillinn er mun jafnari og ætti hann því ekki að bjóða upp á skemmtilegri leiki? Mér er slétt sama með hverjum við lendum í riðli, ég vil bara fá skemmtilega leiki og helst með hæfilegri baráttu og ekki mikið af stórum sigrum. Hinir eru bara miklu sætari.

  • Skrifað af Dressi fyrir meira en 727 vikur

    Ok ok vel svarað. Samt skrýtið að þér finnist Ögni vera eitt af yfirburðaliðunum, en þeir unnu ekki einu sinni neðri deildina í fyrra. Hefur þá sigurvergurum neðri deildar í fyrra fatast flugið svona mikið í vetur. Þeir enduðu jú ofar en Ögni í fyrra.

    En já þetta er alltaf umdeilt og erfitt að meta svona...

  • Skrifað af Dressi fyrir meira en 727 vikur

    Já og þá er ég að tala um Kef FC auðavitað.

  • Skrifað af gauti10 fyrir meira en 727 vikur

    Við spiluðum tvo leiki við Ögna í fyrra og töpuðum báðum svo það er kannski að spila inní álit mitt á Ögna, en svo spiluðum við líka leik við þá núna í vor og þeir eru bara með svo massíft lið. Trausta vörn, góða vel spilandi miðju, fljótan og góðan framherja. Kannski eru eða voru þeir með lítinn hóp og eiga erfitt með að manna alla leiki. Í fyrra vinna þeir okkur (kumho) í bikarnum og tapa síðan næsta leik á móti liðinu sem endaði í neðsta sæti í c-riðlinum. Ég hef allavega mikið álit á þeim hvort sem það er á góðum rökum reist eður ei. Líka eitt af fáum liðum í deildinni sem eru ekki með neitt vesen, ekkert nöldur og tuð. Spila bara kröftugan fótbolta og reyna að hafa gaman af.

  • Skrifað af 0007 fyrir meira en 727 vikur

    En og aftur allt komið í rugl með riðlaskiptinguna. B-riðill miklu sterkari en A-riðil.

    Magalaust bara alveg einsog fyrra nema þá var A-riðillinn mikið sterkari..

    Förum aðeins í gegnum þetta.

    1.

          

    Kumho = ekki mikið að vænta frá þeim í sumar, búnir að missa Jóga og nokkara í viðbót klárlega bara miðlungs lið

    2.

          

    Elliði = voru of gamlir i fyrra, ennþá eldri þetta árið, eiga bara heim í neðrideild.

    3.

          

    Dufþakur = ef menn halda að Elliði sé og gamli hvað halda menn með Duffa.

    4.

          

    Kærastan hans Ara = Nafnið segir allt sem segja þarf

    5.

          

    Metro = ekkert annað en miðlungs neðrideildarlið.

    6.

          

    Hómer = er bara Hómer (þeir sem hafa verið í deildinni í nokkur ár vita hvað ég á við.

    7.

          

    Áreitni = ekki merkilegur pappír

    8.

          

    Kef FC

      = Voru í neðrideild í fyrr..hljót því að geta ekki neitt.

    9.

          

    Ísbjörninn = Búnir að fá nýjan mannskap . Hljót þá að vera massa góðir

    10.

      

    Keppnis = Menn frá Keflavík eru bara góðir

    11.

      

    No name = ekki hugmund en flott nafn

    B-riðil

    1.

          

    Hjörleifur = töpuðu fyrir Sáá í Íropen, það getur ekki verið gott lið.

    2.

          

    Vatnliljur = ekki er það nú góður pappír steinlágu fyrir Dragon í Íropen og í búnir

    Missa nokkra menn í 3.deildina

    3.

          

    Sáá = Magnaðir unnu Hjölla, Dragon og Áreitni í Íropen

    4.

          

    FC Fame = búnir að sameinast Val taka og flengja þennan riðil

    5.

          

    Esjan = Hljót vera góðir bara nafnið segir það

    6.

          

    Geirfuglar = Gríðalega sterkir þar sem þetta er einni Geirfuglinn sem er ekki farinn yfir móðuna miklu

    7.

          

    Dragon = Gríðarlega öflugir komust í undan úrslit á Íropn TOPPIÐ það drengir. Náðu sannfærandi jafntefli við FC Keppnis og rétt töpuðu fyrir Sáá í undanúrslitum Topplið þar á ferð.

    8.

          

    Ögni = komu á óvart í fyrir... en í sumar maður bara veit ekki tóku ekki þátt í Íropen

    9.

          

    FC Norður Ál = Það getur ekki verið gott..eru ekki samkeppni hæfir við Álverið í Hafnafriði í launum. Lélegt.

    10.

      

    Hönd Mídasar = bara nafnið segir mér að þeir verða í toppbaráttu við Sáá og Dragon um sigur i þessum riðli (jafnvel þó að þeir hafi ekki tekið þátt í Íropen...)

     

    Þarna er þetta bara á hreinu

     hvað lið eru best . Sýnist bara á þessu að Fyrsti flokkur= Dragon og Sáá þar á eftir komi Fame, Hönd Mídasar, KHA og Geirfuglar. í 3.flokk væri þá Ellið,Hjölli,Ögni og Kumho. Í 4.Flokk= Duffi, Meto o.s.fv..

    Svona mundi ég raða þessu upp.. þetta er mögnuð niðurröðun.

     þó að staðreyndir segi bara allt annað:

    1.

          

    Kumho= Utandeildarmeistarar 2009.

     voru í 2.sæti í sínum riðli. Búnir að vera með eitt af þessum toppliðum í mörg ár. (V.Júpeters

      unnu a-riðillinn en eru hættir)

    2.

          

    Elliði= Enduðu í 3.sæti í sínum riðli. Eitt sigursælasta liðið í sögur Utandeildarinnar

    3.

          

    Dufþakur = Urðu í 4.sæti í sínum riðli.(Búnir að eiga fast sæti í úrslitakeppni undanfarinn ár

    4.

          

    KHA = Miðlungs efrideildar lið enduð í 5.sæti í sínum riðli.

    5.

          

    Metro = Miðlungs efrideildarlið enduðu í 6.sæti í sínum riðli.

    6.

          

    Homer = enduðu í 9.sæti í sínum riðli.

    7.

          

    Áreitni = Slappir enduðu í 10.sæti í sinum riðli

    8.

          

    Kef FC = Unni neðrideildina í fyrra

    9.

          

    Ísbjörninn = Miðlungs neðrideidarlið

    10.

      

    Keppnis = Miðlungs neðrideidarlið

    11.

      

    No Name = ekki þekkt stærð..

    B-riðil

    1.

          

    Hjölli = Unnu sinn riðil frábært lið þar á ferðinn

    2.

          

    Vatnliljur = lentu í öðru sæti í sínum riðli (Komust í fyrr í fyrst skipti í úrslitakeppninn og stóðu sig ágætlega.

    3.

          

    Sáá = lentu í 3.sæti í sínum riðli komu á óvart í fyrra áttu samkvæmt árangri 2008 að falla í neðrideild. En einsog áður sagði. Komu á óvart í fyrra. (verð samt að taka þetta fram finnst þetta alltaf jafn fyndið: voru eina liðið í úrslitkeppninni i fyrra sem ekki skorði mark í milliriðlunum. Fengu 3.mörk fyrir kærðan leik

     LOL..

    4.

          

    Fame = lentu í 4.sæti í sínum riðli. Búnir að eiga nokkur góð ár undafarið.

    5.

          

    Geirfuglar = lentu í 6.sæti í sínum riðli.. Miðlungs gott efrideildarlið

    6.

          

    Esjan = Lentu í 7.sæti í sínum riðli. Miðlungs gott efrideildarlið.

    7.

          

    Dragon

      = lentu í 10.sæti í sínum riðli í fyrra ekki gott efrideildarlið

    8.

          

    Ögni = lentu í 2.sæti í sínum riðli.

    9.

          

    FC Norð ál = Óþekkt stærð

    10.

      

    Hönd Mídasar = Óþekkt stærð.

    Það var vitað þar sem V.Júpeters mund hætta í ár þá yrði alltaf annar riðilinn með 4.sterk lið og hinn 3. Samkvæmt úrslitum riðlanna í fyrra. Þetta árið lenti það á b-riðlinum að vera með 4.

    Liðin þar á eftir eru:

    1.

          

    KHA 5. sæti í fyrra.....

           

        Esjan 6.sæti í fyrra

    2.

          

    Metro

     6. sæti í fyrra...... 

         Geirfuglar 7.sæti í fyrra

    3.

          

    Hómer

      9.sæti í fyrra .....

      

        Dragon 10.sæti í fyrra

    4.

          

    Áreitni

      10.sæti í fyrra....

      Ögni 2.sæti í c-riðli í fyrra

    5.

          

    Kef FC

     1.sæti í c-riðli í fyrra.

      

      

     Óþekkt stærð

    6.

          

    Ísbjörninn 3.sæti c-riðil í fyrra.

       Óþekkt stærð

    7.

          

    Keppnis

     4.sæti

      C-riðil í fyrra

         Óþekkt stærð

    8.

          

    No Name Óþekkt stærð

    Ég sé ekki betur en að þetta sé nokkuð jafnt miðað við loka stöðuna í riðlunum í fyrra og það er eina tölfræðin sem þeir geta byggt sína styrkleikniðurröðun á.

      Það er ekki hægt að taka eitthvað æfingarmót inn í þetta einsog Íropen því

     það er mikill minni hluti liðana í Utandeildinni þar til dæmis er ekkert að toppliðum í a-riðli þar, hver veit hvernig liðum einsog Dragon, Sáá, Vatnliljur hefðu staðið sig gegn þeim.

    Er búin að vera skoða heimasíður liðann núna undafarið og rakst þar á meðal annars frábæran árangur Kumho

      manna á undirbúningstímabilinu í fyrra þar sem þeir lögðu hvert 3.deildarliða á fætur öðru

     nokkuð sannfærandi

      hefðu þeir þá ekki samkvæmt því átt að vera einir í riðli í fyrra.

    Tölfræðin verður alltaf að ráða ferðinni í svona styrkleikaröðun en ekki eitthvað huglæt mat á því hvað menn halda að sitt eigin lið sé gott.

    Að mikið af sömu liðum lenti saman í riðli ára eftir ár þannig er það bara þegar lið eru flokkuð niður og dregið í riðla.

    Það væri bara kjánalegt að fara drag í riðla aftur eða að laga þá til... (sé það ekki gerst í nokkrum öðrum íþróttum að laga til dráttinn að því að mönnum finnst þetta ekki rétt að því að ´´ mitt lið er betra en tölfræðin segir ´´.)

    Svo ef menn vilja beyttingar er best að beita sér með því að gang til liðs við stjórninn. Í staðin fyrir að gagrýna þá um leið og þeir blast enhverju hérna inn..

    Ég var á fundinum sem haldin var á Players í febrúar og þar báðum þessir drengir okkur um að gefa kost á sér í stjórn en ég einsog allir hinir náðum að húma þá bón frá okkur..

    En ég er bara svo ánægður með þessa menn í stjórn og tel mig ekki hafa neitt meira fram að færa en þeir gera fyrir okkur hina.. Lýsi hér með fullum stuðningi við þessa góðu drengi og þakka þeim kærlega fyrir að nenna að standi í þessu ár eftir ár svo að við hinir getum áhyggjulaust spilað fótbolta og haft gaman af.... um leið og ég gef skít í ykkur hina sem koma hérna inn ár eftir ár og skammast yfir öllu sem þeir gera.

    Mæli nú með að menn girði sína brók áður en menn gera hér endalega upp á bak (þar á meðal ég

     örugglega búin að því í rituð máli) og höldum áfram að hafa gaman af fótbolta.

    KV

    0007

     

  • Skrifað af balli fyrir meira en 727 vikur

    Heyr heyr.

     

  • Skrifað af Harry fyrir meira en 727 vikur

    Haha frábær pistill 0007 !! Það er margt til í þessu hjá þér gauti10 en ég bara verð að svara einu hjá þér og það er þessi leikur í ÍRopen þar sem SÁÁ vann Hjölla 3-0. Það virðast allir henda þeirra tapi á vandræði með mannskap og eitthvað en SÁÁ var að glíma við sama hlutin og ég veit að það vantaði 4 eða 5 úr byrjunarliðinu hjá þeim plús að það var einn í banni svo að bæði lið voru að díla við sama pakkan og svo var auðvitað einn í banni hjá Hjölla mönnum líka.

    En þetta verður bara skemmtilegt sumar og ég ætla að gera það sama og 0007 og kasta hrósi á Stjórnina því þeir eru að vinna frábært starf.

  • Skrifað af Ungmennafélagið Drekinn #3 fyrir meira en 727 vikur

    Kannski ágætt að einhver úr Drekanum tjái sig um þetta. Sko auðvitað er stjórnin að gera sitt besta og hún á hrós skilið. Líklegast hefur stjórnin bara styrkleikaraðað liðunum útfrá stöðunni í fyrra og dregið með það til hliðsjónar, en það breytir ekki því að útkoman varð óheppileg því B riðillinn er að mínu mati sterkari. Við viljum auðvitað draga aftur til að jafna þetta :D

    0007 sem skrifar hérna fyrir ofan virðist vera með allt á hreinu ;) þó held ég að hann bulli nú bara soldið til að geta í eyðurnar haha.. En ég  hérna er allavega mín sýn á þessa riðla:

    A Riðill.

    1.

          

    Kumho: Þeir klára þennan riðil auðveldlega. Fullt hús jafnvel.

    2.

          

    Elliði: Eina liðið sem getur veitt Kuhmo einhverja keppni í þessum riðli. Efast samt um að þeir hangi eitthvað í þeim.

    3.

           

    Kef FC: Veit reyndar ekkert um þetta lið, en þeir unnu neðri deildina í fyrra þar sem þeir enduðu fyrir ofan Ögna.

    Dufþakur

    4.

           

    Dufþakur: OK samt ekki það góðir held ég, orðnir gamlir og lúnir...

    5.

           

    KHA

    6.

          

    Keppnis

    7.

          

    Metro

    8.

          

    No Name: Veit ekkert um það en liðin fyrir neðan eru slök, vona að þetta lið sé betra. Áreitni

    9.

          

    Ísbjörninn: Kepptum við þá á ÍT open, Mjög slakir

    10. Hómer

    11. Áreitni

     

    B-riðil

    1.   FC Fame: Fame hefur undanfarin ár bara verið svona rétt fyrir ofan miðju lið en ef það er rétt sem 0007 segir að þeir séu búnir að sameinast utandeildarliði á vegum Vals, þá eru þeir að fara vinna þennan riðil. Veit til þess að nokkra mjööög sterka leikmenn þarna.

    2-3 sæti: Hjölli og SÁÁ. Bæði þessi lið verða að berjast um titlana í sumar.

    4-5 sæti: Dragon-Ögni Hérna verður gríðarleg barátta um síðasta sætið í playoffsi á milli okkar í Drekanum og Ögnamanna.   

    6.   Vatnaliljur: Þeir gætu líka allt eins verið á baráttunni um playoffsætið.

    7.   Esjan

    8.   Geirfuglar

    9.  Hönd Mídasar

    10.

     

    FC Norð ál

    Annars eru þetta mikið til getgátur, maður er bara svona byggja þessa spá bara á tilfinninguna sem maður hefur af þessum liðum eftir að hafa keppt við þau á undanförnum árum. Við í Drekanum erum allavega óvenju bjartsýnir í ár. Höfum verið í skítnum undanfarin 2-3 ár eftir að hafa byrjað sterkt þegar við komum inn í deildina fyrir 5-6 árum síðan. En sjáum til hvernig þetta verður. Stóðum okkur vel á þessu ÍR Open æfingamóti. Unnum Liljur og svo Björninn nokkuð sannfærandi. Töpuðum naumt gegn Vængjunum 0-1 þar sem við hefðum með heppni getað stolið stigi. Klaufalegt jafntefli gegn Keppnis og svo töpuðum við í undanúrslitum 1-2 gegn SÁÁ eftir framlengini þar sem þeir jöfnuðu fyrst í venjulegum leiktíma með síðustu spyrnu leiksins og svo skorðu þeir sigurmarkið í framlengingu á síðustu mín. Svekkjandi það...

    En já við erum fúlir með riðlana og viljum gjarnan draga aftur !!!!!!!!!!!

  • Skrifað af Ungmennafélagið Drekinn #3 fyrir meira en 727 vikur

    A Riðill.

    1.

          

    Kumho: Þeir klára þennan riðil auðveldlega. Fullt hús jafnvel.

    2.

          

    Elliði: Eina liðið sem getur veitt Kuhmo einhverja keppni í þessum riðli. Efast samt um að þeir hangi eitthvað í þeim.

    3.

           

    Kef FC: Veit reyndar ekkert um þetta lið, en þeir unnu neðri deildina í fyrra þar sem þeir enduðu fyrir ofan Ögna.

    4.

           

    Dufþakur: OK samt ekki það góðir held ég, orðnir gamlir og lúnir...

    5.

           

    KHA

    6.

          

    Keppnis

    7.

          

    Metro

    8.

          

    No Name: Veit ekkert um það en liðin fyrir neðan eru slök, vona að þetta lið sé betra.

    9.

          

    Ísbjörninn: Kepptum við þá á ÍR open, Mjög slakir

    10. Hómer

    11. Áreitni

     

    B-riðil

    1.   FC Fame: Fame hefur undanfarin ár bara verið svona rétt fyrir ofan miðju lið en ef það er rétt sem 0007 segir að þeir séu búnir að sameinast utandeildarliði á vegum Vals, þá eru þeir að fara vinna þennan riðil. Veit til þess að nokkra mjööög sterka leikmenn þarna.

    2-3 sæti: Hjölli og SÁÁ. Bæði þessi lið verða að berjast um titlana í sumar.

    4-5 sæti: Dragon-Ögni Hérna verður gríðarleg barátta um síðasta sætið í playoffsi á milli okkar í Drekanum og Ögnamanna.   

    6.   Vatnaliljur: Þeir gætu líka allt eins verið á baráttunni um playoffsætið.

    7.   Esjan

    8.   Geirfuglar

    9.  Hönd Mídasar

    10.

     

    FC Norð ál

    Annars eru þetta mikið til getgátur, maður er bara svona byggja þessa spá bara á tilfinninguna sem maður hefur af þessum liðum eftir að hafa keppt við þau á undanförnum árum. Við í Drekanum erum allavega óvenju bjartsýnir í ár. Höfum verið í skítnum undanfarin 2-3 ár eftir að hafa byrjað sterkt þegar við komum inn í deildina fyrir 5-6 árum síðan. En sjáum til hvernig þetta verður. Stóðum okkur vel á þessu ÍR Open æfingamóti. Unnum Liljur og svo Björninn nokkuð sannfærandi. Töpuðum naumt gegn Vængjunum 0-1 þar sem við hefðum með heppni getað stolið stigi. Klaufalegt jafntefli gegn Keppnis og svo töpuðum við í undanúrslitum 1-2 gegn SÁÁ eftir framlengini þar sem þeir jöfnuðu fyrst í venjulegum leiktíma með síðustu spyrnu leiksins og svo skorðu þeir sigurmarkið í framlengingu á síðustu mín. Svekkjandi það...

    En já við erum fúlir með riðlana og viljum gjarnan draga aftur !!!!!!!!!!!

     

  • Skrifað af cantona fyrir meira en 727 vikur

    væll væll en gaman að sjá að spjallið er vaknað vantar bara möllerinn ég vona að hann sé að verða búinn í meðferðinni svo hann geti hrunið í og skemt okkur hérna á spjallinu.ég var samt að spá í einu undan farin ár hefur þetta lent svona líka annar riðillinn sterkari og í fyrra t,d var annar riðillinn mikið sterkari og ekki man ég þá eftir að dragon hafi farið að grenja HÆTTIÐ þessu væli þurkið tárin og gerið ykkur klára í bátana.já eitt enn undanfarin ár hefur meistari deildarinnar alltaf komið úr sterkari riðlinum eigið þið þá ekki bara meiri möguleika á dolluni hehe leingi lifi stjórnin og áfram kumho

  • Skrifað af HM2010 fyrir meira en 727 vikur

    auðvitað er eina vitið að raða eftir árangri frá því í fyrra... svona mundi maður þá styrkleikaraða m.v. árið í fyrra (6-flokkar) og þetta er svo sem ekkert alveg út úr kú eins og sjá má hér fyrir neðan...

    samt er athyglisvert að 3 lið úr neðri deild frá því í fyrra eru í A-riðli en 1 í B-riðli (að mínu mati ættu Ísbjörninn og Keppnis ekki að vera í sama riðli, 2 lið með sambærilegan árangur í fyrra) og 3 lið sem fengu >20 stig í efri deild eru í A-riðli en 2 í B-riðli... það væri fróðlegt ef gert væri grein fyrir því hvernig raðað var í styrkleikaflokka

     

    Efri Deild

    >20 stig: A=2 ; B=3
    Kumho (A)
    Elliði (A)
    Hjölli (B)
    Vatnaliljur (B)
    SÁÁ (B)

    >9 stig: A=3 ; B=2
    KHA (A)
    Metro (A)
    Duffi (A)
    Esjan (B)
    Fame (B)

    0-8 stig: A=2 ; B=2
    Áreitni (A)
    Hómer (A)
    Dragon (B)
    Geirfuglar (B)

    Neðri Deild
    >20 stig: A=1 ; B=1
    Kef FC (A)
    UFC Ögni (B)

    >10 stig: A=2 ; B=0
    Ísbjörninn (A)
    Keppnis (A)

    Óþekkt: A=1 ; B=2
    No Name (A)
    Mídas (B)
    Norður Ál (B)

  • Skrifað af viktor fyrir meira en 727 vikur

    Ég fæ nú bara ekki séð hvernig B-riðillinn eigi að vera eitthvað mikið sterkari en A-riðillinn.  Það eru þarna 5-6 lið sem munu berjast um 4 efstu sætin í báðum riðlum.

  • Skrifað af möllerinn fyrir meira en 727 vikur

    Ég er farinn að hallast að því að Elliði sé of gamall fyrir þessa deild. Þetta eru samt sem áður mínir menn og ég berst með þeim til síðasta bjórdropa.

    Mig langar að prumpa í stampinn á ykkur öllum!

    Gleðilegt fótboltasumar þröngu skuðin mín!

    Kveðja,

    Mööööllerinn!

  • Skrifað af HM2010 fyrir meira en 726 vikur

    Er eitthvað að frétta af leikjaniðurröðun? Það er talað um í fréttinni að byrja mótið um miðjan maí og miður maí er bara handan við hornið (þar næstu helgi), er útlit fyrir að þessi tímasetning gangi eftir?

Til að leggja eitthvað til málanna þarf notandi að vera innskráður