Firmamót 27,des

 • Skrifað af Biggi fyrir meira en 676 vikur

  Hópa og firmamót Aftureldingar fer fram í Íþróttahúsinu að Varmá sunnudaginn 27.desember næstkomandi.

  Tilvalið fyrir hópa að sprikla á milli jóla og nýárs og eiga mögulega á að vinna til veglegra verðlauna. Glæsileg verðlaun fyrir efstu þrjú sætin!

  Verðlaun fyrir markahæsta leikmanninn, prúðasta leikmanninn og flottasta markið!

  Leikið er eftir gömlu innanhúsreglunum (ekki futsal) á stærri gerð marka, með markmann og fjóra útileikmenn.

  Fjöldi varamanna er ótakmarkaður en í verðlaunafhendingu er miðað við 8 leikmenn í hverju liði.

  Tvö lið fara áfram í úrslit úr hverjum riðli.

  Þáttökugjald á lið er 15.000 kr. Nánari upplýsingar hjá Birgi Frey í síma 8474288 eða Ragnari í síma 8642587 og á netfangið hvitiriddarinn@gmail.com

Til að leggja eitthvað til málanna þarf notandi að vera innskráður