Duffi gefur leik gegn Vængjunum

 • Skrifað af Norberto fyrir meira en 688 vikur

  Duffi hefur ákveðið að gefa leikinn gegn Vængjunum sem átti að hefjast kl 16:30. Vorum við Vængirnir að fá tilkynningu þess efnis núna um 2 leytið og finnst okkur þetta fáránleg uppákoma í úrslitakeppni og alveg andskotans sama þó Duffinn eigi ekki séns á að fara áfram. Menn hjá okkur búnir að haga helginni eftir því að það sé leikur á eftir og er þetta enginn fyrirvari. Ofan á það þurfum við nú að spila undanúrslitaleik án þess að hafa spilað í 2 vikur.

  ég geri mér grein fyrir að þetta er vælupistill en þetta eru bara mjög léleg vinnubrögð

  kv Vængir

 • Skrifað af thorsteinn7 fyrir meira en 688 vikur

  Við byðjumst afsökunar á þessu en því miður þá voru menn að detta út í dag. Ég hefði getað komið með 7-9 menn sem mér þykir ekki keppnishæft.

  Kv

  Þorsteinn #Duffi#

 • Skrifað af Foxy fyrir meira en 688 vikur

  Ef ég man rétt þá eru sáu V.júpeters engan tilgang að spila á móti FC CCCP um leikinn um þriðjasætið hér um árið... Svo ég verð bara að segja það að stundum kast menn steinum úr glerhúsi...

   

 • Skrifað af Typpi fyrir meira en 688 vikur

  Fyrir 2 árum gáfu Vængir leikinn um 3. sæti. Ætli þeir hafi ekki náð að manna 11 manna lið? Ætli þeir hafi ekki séð tilgang með því að spila þann leik? Hver veit.

  Hafa Vængir efni á því að blása sig út vegna gjöf Duffa?

 • Skrifað af kadall fyrir meira en 688 vikur

  Ég er sammála Typpi.

 • Skrifað af Norberto fyrir meira en 688 vikur

  jújú Vængir gáfu þennan leik fyrir 2 árum en það var ekki gert 2 tímum fyrir leikinn heldur með góðum fyrirvara. Þið félagarnir hefðuð væntanlega verið mjög sáttir með að fá hringingu um að leikurinn sé off þegar liðið er úti að borða saman 1 og hálfum tíma áður en við áttum að mæta.

   

 • Skrifað af Duffi 23 fyrir meira en 688 vikur

  Sælir

  Ég verð bara að svar þessum þræði.

  Við Duffa-menn hefðum getað mætt í Kórinn og beðið til kl.16:30 og sagt svo Vængjum að það yrði ekki leikur vegna manneklu. Hvernig hefði það litið út? Við gerðum það sem gátum til að safna liði.

  Fyrir hönd Dufþaks vil ég biðja afsökunar á þessu og gangi ykkur vel sem eftir er.

  Kveðja

  Jóhann Sveinn leikmaður Dufþaks #23

Til að leggja eitthvað til málanna þarf notandi að vera innskráður