Kæra SÁÁ

 • Skrifað af fcsaa fyrir meira en 730 vikur

  Varðandi kæru SÁÁ- UFC Ögna þá vil ég koma á framfæri.....

  Fyrir sumarið sat ég fund ásamt forráðamönnum liðanna með stjórn utandeildarinnar. þar voru ýmis mál rædd t.d það að hækka þyrfti standard deildarinnar .Það hefur tíðkast alltof lengi óvönduð vinnubrögð af hálfu liðanna í leikskýrslumálum og að það yrði að laga og það verður gert fyrir sumarið með því formi sem við könnumst við og liðum bæri að fara eftir þessu annars ættu þau á hættu að leikurinn yrði dæmdur tapaður 0-3.

  Ef það á að hækka standardinn deildarinnar þá verðum við að fara að reglum annars er tilgangslaust að hafa þær.

  Það var mjög erfið ákvörðun sem ég tók,þegar ég lagði fram þessa kæru og það er ekki svona sem ég vil vinna leiki!!

  Eftir að hafa ígrundað þetta vandlega ákvað ég að kæra.

  Þetta form sem utandeildin hefur á þessum skýrslumálum er til fyrirmyndar og mjög mikilvægt þar sem ég þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af því að menn frá mér séu í banni,ekki á skrá o.s.fr.

  Ef við bökkum með þetta eða spilum annann leik þá er það fordæmagefandi fyrir önnur lið og alltaf hægt að benda á þetta sem dæmi og þar af leiðandi engin leið að bæta standard deildarinnar!!

  Mönnum finnst kannski þetta skýrslumál lítið atriði sem skipti engu máli en eins og mjög margir vita sem spila í þessari deild og hafa verið í efri deildum þá er þetta ekki eitthvað smáatriði sem á að láta afskiptalaust og ef við hefðum gert það er alveg klárt mál að svona svipauð dæmi munu koma upp aftur!

  Ég vona að menn læri af þessu.."við gerðu það í fyrra" og vandi vinnubrögð sín í framtíðinni!!

  Með því að fara að reglum verður þessi deild skemtilegri fyrir bragðið fyrir öll lið!!

  Að lokum vil ég óska Ögna mönnum góðs gengis og vona að við getum háð baráttu aftur sem fyrst inni á vellinum en ekki hér!!

  Fyrir hönd fótboltafélagsins Fc SÁÁ..

  Geir Leó

  P.s.

  Það er ósk mín að SÁÁ sem stofnun sé haldið utan við þessa umræðu þ.s.hún kemur hvergi nálægt þessu máli.

   

   

   

   

 • Skrifað af binniulla fyrir meira en 730 vikur

  <!-- /* Style Definitions */ p.MsoNormal, li.MsoNormal, div.MsoNormal {mso-style-parent:""; margin:0cm; margin-bottom:.0001pt; mso-pagination:widow-orphan; font-size:12.0pt; font-family:"Times New Roman"; mso-fareast-font-family:"Times New Roman";} p {mso-margin-top-alt:auto; margin-right:0cm; mso-margin-bottom-alt:auto; margin-left:0cm; mso-pagination:widow-orphan; font-size:12.0pt; font-family:"Times New Roman"; mso-fareast-font-family:"Times New Roman";} @page Section1 {size:612.0pt 792.0pt; margin:72.0pt 90.0pt 72.0pt 90.0pt; mso-header-margin:35.4pt; mso-footer-margin:35.4pt; mso-paper-source:0;} div.Section1 {page:Section1;} -->

  Sæll höfðingi Geir Leo.

  Sjálfur sat ég þennan fund með stjórn utandeildarinnar í vor og minnist ég þess að Gaui hafi sagt brandara um að þessar reglur hafi verið settar til að koma í veg fyrir að menn væru að hripa niður óskiljanlegar leikskýrslur á servéttur og klósettpappír eða eitthvað í þeim dúr.

  Ég viðurkenni að leikskýrslan okkar var ekki lögleg samkvæmt reglum utandeildarinnar en eini munurinn, fyrir utan ósamsíða línur og leturgerð örlítið frábrugðna times new roman, er sá að þetta var skrifað með kúlupennableki en ekki prentarableki. Hún var skrifuð upp eftir gamalli UD skýrslu sem við höfðum við höndina og komu öll atriði skýrslu UD fram á skýrslunni okkar og við reyndum að hafa uppsetninguna sem líkasta uppsetningu UD skýrslunnar.

  Það sem meira er er að við fórum með skýrsluna til dómarans og spurðum hvort að hún væri í lagi og dómarinn tjáði okkur að hann myndi ekki setja út á hana en sagði að SÁÁ gætu gert það og sagði okkur einnig að tala við Gauja, sem situr í stjórn utandeildar. Við ræddum við Gauja og sagðist hann að hann myndi persónulega aldrei gera veður út af þessu en vissulega hefðu SÁÁ rétt á því. Tekið skal fram að í reglum UD segir, “

  Dómari sér til þess að skýrsla sé rétt útfyllt.”

  og þar sem SÁÁ gerðu ekki athugasemd við skýrsluna í leiknum þá lét dómarinn leikinn halda áfram. Vissulega stangast þetta á við næstu setningu í reglunum sem er “Aðeins leikskýrslur af vef UD, www.utandeildin.is, eru löglegar

  .”   og því hefði með réttu átt að stoppa leikinn í hálfleik ef við hefðum ætlað að fara eftir hugsunarhætti SÁÁ manna “reglur eru reglur”.

  Það sem mér finnst skítlegast við þetta allt saman er að þú hafir klárað leikinn(hefði verið lame að blása af í hálfleik en samt ekki næstum því jafn lame og að kæra eftir leikinn), farið heim til þín og velt þessu aðeins fyrir þér og svo ákveðið að kæra snemma daginn eftir í því yfirskini að þú sért að hækka standardinn í deildinni og að setja gott fordæmi. Það er alveg gefið í þessu dæmi að SÁÁ menn hefðu ALDREI kært hefðu þeir unnið leikinn þó svo að sömu reglur séu í gildi þá. Það skilur okkur eftir með að eina ástæðan fyrir kærunni er sú að þeir töpuðu og gátu ekki sætt sig við það.

  Ég skil svo sem vel að þú sért pirraðir. Sjálfur yrði ég pirraður ef að ég myndi mæta með 20 manna hóp í úrslitakeppni, hita vel upp í hálftíma  og tapa svo fyrir einhverjum stráklingum sem mæta 5 min fyrir leik, varla ná að skrapa saman í lið og eru svo með lélega leikskýrslu í þokkabót. Vissulega freistandi að nýta sér reglurnar og kæra bara og fá öll stigin sem við vorum búnir að leggja svo mikið á okkur til að fá.

  Í mínum huga og eflaust í hugum margra annarra er drengskapur hærra skrifuð regla en reglur um skriffinsku og skýrslugerð og ég hélt að það væri andinn í þessari utandeild, að þar væru samankomnir menn sem elskuðu fótbolta meira en allt vesenið sem fylgir honum.

  Kær kveðja,

  Brynjar Úlfarsson, leikmaður UFC Ögna.

 • Skrifað af Banjó fyrir meira en 730 vikur

  Ef málið er að hækka standard deildarinnar mætti nota fjársektir..T.d vegna lélegrar skýrslu sé 30 þús kr sekt. þar sem þetta brot hafði ekkert með úrslit leiksins að gera.    Stjórnin ætti að breyta úrskurði sínum og sekta ögna en láta úrslit standa..

 • Skrifað af maggi fyrir meira en 730 vikur

  Í ár voru öll ákvæði tengd fjársektum tekin úr reglum. Í allnokkur ár hafa þessar reglur hangið inni, oft á þær reynt en engin lið fús til að greiða sektir. Þessar reglur eru meingallaðar í þokkabót. Með þeim var í raun verið að segja: "Heyrðu, við klúðruðum leikskýrslunni algjörlega - við mútum ykkur bara og málið er dautt".

  Það er langsamlega best að hafa þetta eins basic og mögulegt er, þ.e. þú skilar inn leikskýrslu annars ertu í ruglinu. Sum lið þurfa því miður að læra af biturri reynslu. Það er mjög mikilvægt fyrir öll lið að hafa 2-3 manna teymi sem stýrir öllum aðgerðum þ.á.m. sér til þess að skýrsla sé alltaf klár fyrir leik. Leikskýrslu má í flestum tilfellum prenta út nokkrum dögum fyrir leik.

  Öll lið þurfa gjaldkera, framkvæmdastjóra og jafnvel forzeta. Almennilegt utanumhald er lykillinn að langlífi liðanna.

  Kveðja,
  Maggi

 • Skrifað af Banjó fyrir meira en 730 vikur

  Kæri Maggi.

  Eru það ekki mistök að takmarka úrræði stjórnar til að taka á mismunandi málum.  Og þau rök að lög um fjársektir hafi hangið inni og engin fús til að greiða þau eru í besta falli undarleg.  Hér hefði sá kostur að nota fjársektir komið sér vel fyrir bæði lið.. Ögni lært af þessu og SÁÁ sloppið við þá álitshnekki sem fylja þessu máli.

  Stjórn ætti að hugsa málið vel áður en hún sleppir vopnum sínum. Hún lítur ekki vel út í þessu máli.

 • Skrifað af 0007 fyrir meira en 730 vikur

  Þetta fábæra vopn að geta beitt liðum fjársektum.. Ég drulla upp á bak með leikskýrslu... handskrifað á jólapappír sem enginn skilur neitt, hugasnlega vonlaust að lesa nöfn og kennitölur úr þessu pappír. Liðið sem lentir í þessu kærir en tapa kæru vegna þess að hitt liðið getur borgað sekt til að komast undan því að gera hlutinn löglega...

  Ef þetta verður gert þá mæti ég með kolólöglegt lið í leik  með handskrifa leikskýrslu í vasanum og hugsanlega flengi ég andstæðinginn minn með stórsigri, þær kæra en ég algjört bastard borga mína sekt og kemst upp með að brjóta allar reglur í bókin..

  Daginn þetta gerist hætti ég í deildinni..

  Að geta komið með allt niðrum mig og geta svo bara sagt við hinna heiðarlegu....Ég borga bara sekt og úrslitinn standa..  það er bara sorglegur standard á deildinni..... og yrði mikil afturför

  KV

  Hættið nú öllu þessu rugli og látið menn í stjórn vinna þetta máli í friði

 • Skrifað af 0007 fyrir meira en 730 vikur

  bara einn spurning til Banjó...

  Hvað að það að kosta mikla penning að komst upp með svindl ?

   

 • Skrifað af Banjó fyrir meira en 730 vikur

  Sumir þurfa að læra að anda.Ef 007 væri svona hvatvís hefði hann dáið í fyrstu myndinni..en er það sannað á Ögna að hann hafi svindlað.  Ef um svind sem hefur áhrif á gang leiksins er að ræða standa úrslit ekki, en ef um tækniatriði er að ræða þarf stjórn fleiri úrræði en geta eingöngu breytt úrslitum.  Tökum dæmi.  lið eitt kærir vegna leikskýrsla er ófullnægandi og fær dæmt sigur 3-0 en lið 2 kærir vegna þess að búningar liðs 1 eru ekki samkvæmt lögum er þá staðan orðin 3-3 eða 0-3 ég veit ekki.. Það sem mér finnst er að ef þetta mál er tæknilegs eðlis þá er fjársekt viðunandi. Ef um svind sé að ræða má nota grófari refsingar eins og draga stig af liðum.   0007 ætti til dæmis að fá væga fjársekt fyrir bull begna þess að hann er bara að bulla, ef hann væri að svindla væri refsing harðari. 

 • Skrifað af homer fyrir meira en 730 vikur

  Mikið rosalega skil ég gremju Ögnamanna.

  Reglur eru reglur jújú. En fair play er ekki SÁÁ-megin í þessu máli. Þetta er nú ansi skítlegt af hálfu SÁÁ, sem er annars fín stofnun og hefur hjálpað helling af góðu fólki.

  Sé ekki hvaða máli það skiptir að skýrslur séu handskrifaðar, á vel skiljanlegan hátt, eða útprentaðar. KSÍ leikskýrslur voru alltaf handskrifaður að mestu leyti.

  Mér finnst nú ansi hart að dæma þennan leik tapaðan fyrir Ögna líkt og þeir hefðu falsað skýrslu eða liðið skipað ólöglegum leikmanni. Fjársekt hefði verið heppilegri þar sem allir geta verið sammála um að "brot" Ögnamana hafði engin áhrif á úrslit leiksins.

  P.s. Finnst athyglisvert að Geir Leó sé að halda því fram að hann sé að hækka standardinn á þessari deild með þessari kæru. Held að allir sjái að hann sá leið til sigurs í leiknum útaf einhverju smáatriði í reglum, það sjá allir að þetta er vel matreitt kjaftæði. Finnst mér persónulega þessi kæra og látalæti hans frekar lækka standardinn á þessari deild.

  Kv. Óskar í Hómer.

 • Skrifað af Foxy fyrir meira en 730 vikur

  Banjó það stendur í reglunum skýrt og greinnilega varðandi búnninga mál að allir eiga að vera í eins búnningum. ég var á þessum leik og sá ekki neinn mun á búnningu Sáá nema að það vantaði 1.auglýsngu frá Tal á einn búnning hjá Sáá annars alveg eins...talandi um að Sáá sé að eltast við tilttlingarskít með þessari kæru... en í reglum deildarinnar kemur einnig fram að dómari eigi að vísa mönnum af velli ef búnningar eru ekki eins og þar sem hann geri það ekki þá sé ég ekki að það sé hægt að varpa þeirri ábyrgð af dómaranum yfir á Sáá.....

  Sama hvað mér finnst um þessa kæru hjá Sáá þá eru reglurnar bara svoan...

  Foxy Bitch

 • Skrifað af Foxy fyrir meira en 730 vikur

  Ef lög segja að einu leikskýrslurnar sem eru löglegar séu prentaðar af síðu Utandeildarinnar . En menn koma með handskrifaða leikskýrslu þá sé það tæknilegur GALLI hverning fá menn það út...

  Handskrifuð skýrsla er ekki tæknilegur galli heldur ólöglegskýrsla.

  Eittvað sem er ólöglegt að gera hlýtur að vera svindl.. Það var alvega svoleiðis síðast þegar í vissi.....

   

 • Skrifað af Duffi 23 fyrir meira en 730 vikur

  Með réttu átti leikurinn aldrei að fara fram og SÁÁ með unninn leik í höndum hvort sem var.  Ögna-menn klúðru góðu tækifæri á að sigra. Skýrslan var ekki komin fyrir leik. Hvað eru menn að kvarta yfir þessi, þetta er mjög eðlileg kæra. Þú kærir eftir að brotið á sér stað.

  Ögna-menn læra af þessu.

  P.S það verður líka einhver að vera sammála kærunni. ;)

  Kv. Jóhann Sveinn Leikmaður Duffa

 • Skrifað af Banjó fyrir meira en 730 vikur

  Foxy

  Ég var ekki á þessum leik og var að benda á dæmi. Þess vegna notaði ég orðin TÖKUM DÆMI.

  Reglur eru reglur eru reglur.. Við lifum jú í réttar ríki en til þess að réttar ríkið virki þarf sanngirni. Hver er sanngirni í málum sem stjórn þarf að dæma í þegar hún getur bara refsað öllum liðum eins? ótengt eðli brotanna. 

  TÖKUM DÆMI ef Héraðsdómur getur bara dæmt menn í þriggja ára fangelsi sama hvað menn gerðu af sér. Hér hefur ekkert komið fram sem bendir til þess að Ögni hafi haft rangt við en margt bendir til þess að þeir séu kjánar, en ég tel óþarfa að dæma menn sem glæpamenn fyrir það eitt..

 • Skrifað af Foxy fyrir meira en 730 vikur

  Hér hefur ekkert komið fram sem bendir til þess að Ögni hafi haft rangt við...

  Þetta er orðrétt skrifað eftir þér Banjó.

  Handskrifuð skýrsla er ekki tæknilegur galli heldur ólöglegskýrsla.

  Ólöglegskýrsla = sem að hafa rangt við..

  Gefur auga leið....

   


 • Skrifað af Banjó fyrir meira en 730 vikur

  Handskrifuð skýrsla er að mínu mati tæknilegs eðlis. Hvort notað sé þetta form eða hitt,,penni eða ritað.  Sem lengi að menn séu ekki að svindla er þetta bara tækniatriði. Og refsa á mönnum eftir því.

 • Skrifað af Gunsi fyrir meira en 730 vikur

  Er það ekki stjórnin sem ákveður hvað skal gera í kæru SÁÁ? Þeir (sáá) hljót að leggja inn kæru til stjórnar og hún (stjórnin) hlítur að klára það. Svo ég skil ekki afhverju þið eruð að vera með þetta skít kast á sáá því þetta er ákvörðun stjórnar ekki sáá og ættuð þið að koma spurningum til stjórnar en ekki sáá.

 • Skrifað af Torres fyrir meira en 730 vikur

  Mér finnst að Ögna menn ættu frekar að beina spjótum sínum að stjórn Utandeildar heldur en að vera með skítkast út í SAA. Það er alveg pottþétt að öll lið sem eru komin þetta langt í keppninni myndu ekki hika við að senda inn kæru ef þau gætu. Þetta er bara stórt klúður hjá Ögna mönnum að klykka á svona atriði komnir svona langt í keppninnim,geta bara sjálfum sér um kennt ótrúleg heimska. Menn vita alveg hvernig á að skila inn skýrslu til dómara svo að hún sé lögleg að halda að þeir eigi eftir að komast upp með eitthvað svona er bara heimska. Held að öll lið í utandeildinni ættu að læra af þessu. Þar er stjórnin sem setur reglunar og dæmdu í þessu máli,þeirra ákvörðun ekki SAA.

 • Skrifað af lilja fyrir meira en 730 vikur

  Sammála síðasta ræðumanni... stjórn utandeildarinnar tekur ákvörðun um úrslit leiksins og keppnisandinn er sterkari en drengskapurinn.

  Skiljanlegt að Ögna menn séu sárir eftir að hafa unnið góðann sigur en skil vel að SÁÁ-menn hafi gripið þetta tækifæri til að vinna leikinn og tryggja sér stigin 3....

 • Skrifað af Banjó fyrir meira en 730 vikur

  Þetta er það sem ég er að reyna að benda á, Stjórn þarf að hafa fleiri úrræði en að breyta úrslitum leiks.  Þetta hefur lítið með Sáá að gera nema það að þeir kæra. Stjórn á svo að meta málið og dæma.  En að dæma leikinn tapaðan vegna þess að stjórn hefur ekki önnur úrræði vegna þess að hún sjálf losaði sig við þau er í meira lagi skrítið.

  Minn Salómons dómur hefði verið. Ef leikskýrsla er rétt og skiljanleg skal hún standa en Ögni sektaður um 30 þús ef um fyrsta brot sé að ræða. Ef Ögni sættir sig ekki við sekt og borgi ekki innan sólarhring dæmist leikurinn tapaður.

 • Skrifað af hrsteinsen fyrir meira en 730 vikur

  Ég er Ögnamaður og við viðurkennum okkar brot en það sem er undarlegt í þessu máli er hvernig það var dæmt. Við vitum að við klúðruðum leikskýrslunni en við skiluðum allavegana inn leikskýrslu til SÁÁ. Það sem fólk virðist ekki skilja í þessu er að SÁÁ lét Ögna ekki fá leikskýrslu, þannig að okkur finnst þessi niðurstaða vera ótrúleg.

   

  Kv

  Svavar R Steinsen #16 UFC Ögni

 • Skrifað af Jói fyrir meira en 730 vikur

  Sammála Banjó. það þarf að vera fleiri en ein refsiaðgerð, það er munur á hvort menn spili með ólöglega leikmenn eða eitthvað tæknilega rangt sem ekki hefur áhrif á leikinn sjálfan, veit ekki hvernig KSÍ mundi úrskurða í svona máli. Persónulega finnst mér þetta ansi hart. En held eins og staðan er í dag sé lítið hægt að gera í þessu. Þetta verður bara að skoða á aðalfundi í vetur og ræða og setja þessi mál í fastar skorður. 

  Ögna menn verða bara sýna úr hverju þeir eru gerðir og klára næstu leiki, hafa allavega getu til þess.

  Kveðja #7 Elliða

 • Skrifað af 0007 fyrir meira en 730 vikur

  Bara einn spurning til Ögna manna kærðu þið Sáá tilbaka....

  Finnst einsog menn séu eitthvað að ræða það hérna...

  og þá hvað kærðu þið ?

 • Skrifað af Torres fyrir meira en 730 vikur

  Kæri Ögnamaður þetta eru bara reglunar og allir vita það. Þið Ögna menn ættuð bara að læra af þessu svo þetta klykki ekki aftur því ef þetta gerist aftur þá er alveg pottþett að það lið mun líka kæra ykkur og ekki hika þið það. Þetta er engin góðgerðastarfsemi menn eru í þessari deild til þess að vinna og nota öll ráð til þess að komast sem lengst.

 • Skrifað af Banjó fyrir meira en 730 vikur

  Kæri Torres.

  Líklega er hægt að kæra hvern einasta leik sem spilaður sé í Utandeild vegna smáatriða. Og ef stjórn getur bara úrskurðað á einn hátt mun liðið með flesta lögræðinga innanborðs slátra þessari keppni. Þetta er fótboltamót þar sem menn eiga að vinna inn á vellinum.  Er stjórnin að taka rétt á þessu máli? Mér finnst dómurinn allt allt of þungur.  Eiga Ögna menn skilið refsingu fyrir sinn kjánaskap?  auðvitað en hann þarf að vera í samræmi við brotið. Eiga Sáá skilið að vera úthúðað hér á spjallinu?  veit ekki, en ég væri búin að draga þessa kæru til baka því orðspor er mikilvægara en allt.

 • Skrifað af Stebbi fyrir meira en 730 vikur

  Það er náttla alveg greinilegt að Ögni var að brjóta reglur deildarinnar. En í þessu tilviki hafði brotið engin áhrif á úrslit leiksins.

  Ég man eftir einu litlu formsatriði hvað varðar skýrslumál í Reykjavíkurmótinu 2008 þar sem það gleymdist að skrifa einn leikmann KR-inga á skýrsluna á móti Val. KR vann leikinn og auðvitað kærði Valur. En þar sem þetta hafði engin áhrif á úrslit leiksins stóðu úrslit en KR fékk sekt.

  Mér finnst sektarkerfi ekki eiga heima í Utandeildinni. Hins vegar finnst mér að SÁÁ eigi ekki að græða á þessu. Því finnst mér að úrslitin ættu að standa og Ögni ætti að fá refsingu sem beinist eingöngu að þeim. Eina sem mér dettur í hug tengt því væri að draga af þeim stig.

 • Skrifað af Stebbi fyrir meira en 730 vikur

  Vil líka taka fram að ég styð kæruna hjá SÁÁ. Ef þetta stendur í reglunum hefur SÁÁ fullan rétt til að kæra þetta. Reglur eru til þess að fylgja og finnst mér að það ætti ekki vera veitt nein undantekning nema með góðum fyrirvara fyrir leikinn. Eins og kemur fram hér að ofan er ég hins vegar engan veginn sammála refsingunni í þessu máli. Stjórnin ætti að skoða refsingar sínar við ákveðin brot vandlega fyrir komandi leiki og ár.

 • Skrifað af addorri fyrir meira en 730 vikur

  Torres, við Ögnamenn erum hvergi með skítkast út í SÁÁ. Við höfum beðið leikmenn okkar um að tjá sig sem minnst opinberlega um þetta leiðindamál. Ef við höfum orðið uppvísir um eitthvað skítkast út í SÁÁ á einhvern hátt, þá biðjumst við afsökunar á því. Þau orð hafa að öllum líkindum fallið í hita leiksins, enda er þetta okkur mikið hitamál.

  ---

  Við vitum að við brutum 9. grein laga UD, við fórum aldrei í felur með það. Þvert á móti komum við hreint fram strax. Okkar stærstu mistök voru fólgin í því að ræða málið ekki strax almennilega við SÁÁ.

  Hins vegar er það klárt mál að SÁÁ brutu sömu grein laga deildarinnar, m.a. með því að afhenda okkur ekki sitt eintak af leikskýrslunni. Við teljum að leggja eigi þessi brot að jöfnu og því skal það gert kunngjört að Ögni hefur lagt inn kæru til stjórnar deildarinnar þar sem lagt er til að upphafleg úrslit leiksins skuli standa.


  f.h. stjórnar UFC Ögna,
  Arnar Eyjólfsson
  #14

 • Skrifað af fcsaa fyrir meira en 730 vikur

  Til Ögna..

  Þið talið um að við höfum fengið skýrslu frá ykkur og séð dómara skýrsluna í hálfleik..þetta er rangt!!

  Held að þið ættuð að ræða betur saman áður en þið komið með svona fullyrðingar!!

  Rétt er að Dómarinn segir við mig að skýrslan frá ykkur verði klár í hálfleik og ég samþykki það enda ekkert mál..

  Ég afhenti dómaranum skýrslunar frá mér..lagði þær báðar á borðið góða fyrir aftan bekkina ykkar..

  Það kom engin skýrsla til mín í hálfleik..þið gerðuð bara eina..og ég fékk að sjá dómaraskýrsluna eftir leikinn en ekki í hálfleik eins og þið haldið ranglega fram og reynið að skíta mig út í kjölfarið!!

  þetta verða lokaorð mín varðandi þetta!

  Ég treysti stjórninni fullkomlega að klára þetta mál og tek því sem verða vill!!

  Geir Leó

   

   

 • Skrifað af Foxy fyrir meira en 730 vikur

  í reglunum kemur hvergi fram að  liðið eiga að láta andstæðing fá leikskýrslu....

  Ögna menn túlka það að í þessu tilfelli eigi Sáá að gera það..

  En geta ekki þá Sáá menn sagt að Ögni eigi að bera sig eftir henni sjálfir..  ?

  hafa menn eitthvað athugað þetta.... Hverning er svona málum háttað hjá KSÍ...

  Veit að þegar ég var að spila í deildarkeppnni að þá sótti maður alltaf leikskýrlsu annað hvort til dómarans eða andstæðingsins

   

 • Skrifað af fcice fyrir meira en 730 vikur

  Ábyrð á að fá Skýrslur eru Allgjörlega  Á Herðum  Liða Sjálfra.

  Og Ég Tel að Svo Sé lika Hjá KSí

  Ég bið Alltaf hitt liðið um Skýrslu Annhvort Með að Fara á Bekkinn Til þeirra eða þeir Komu Sjálfir og Láta mig Fá Skýrslu.Við þurfum að fara Betur yfir Reglunar svo Svona komi Ekki Fyrir Aftur...

  En Ekki Vera að Skammast í Sáá fyrir að Fara Eftir Reglum.þeir Eru Búnir að Kæra Leikinn og nú er það  Okkur í Stjórn að fara yfir þetta mál...

   

 • Skrifað af Stefanovich fyrir meira en 730 vikur

  "Ég skil svo sem vel að þú sért pirraðir. Sjálfur yrði ég pirraður ef að ég myndi mæta með 20 manna hóp í úrslitakeppni, hita vel upp í hálftíma og tapa svo fyrir einhverjum stráklingum sem mæta 5 min fyrir leik, varla ná að skrapa saman í lið og eru svo með lélega leikskýrslu í þokkabót"

  Þessi orð Brynjars leikmanns Ögna segja manni hversu miklu rugli Ögnamenn eru í. 

  SÁÁ hafa lagt metnað sinn í flott utanumhald í kringum liðið og þátttöku þess í deildinni í sumar. Stór hluti af því að taka þátt í deildinni snýst um utanumhaldið. Hjá SÁÁ eru menn sem hafa haft það hlutverk í sumar að sjá um að þessir hlutir séu í lagi. Þeir eru með umgjörð í kringum sitt lið.

  Það þurfa öll lið einhverja umgjörð eins og Maggi bendir á hér fyrir ofan. Einhver að sjá um gjadkerahlutverkið, búningamál, redda æfingavöllum, þjálfun ef slíkt er kosið, sjá um skiptingar í leikjum o.s.frv.

  Þetta snýst um meira en að "mæta bara 5 mínútur fyrir leik" og sprikla inn á vellinum... Það er einfaldlega þannig að til þess að þessi deild dafni þá þurfa vissir hlutir að vera í föstum skorðum og réttar og vandaðar leikskýrslur eru klárlega einn af þeim hlutum.

  Stjórn deildarinnar er í sjálboðavinnu við að redda völlum og dómurum og halda utan um allt heila báknið, sem þessi deild vissulega er. Það er algjört lágmark að liðin í deildinni geti farið eftir þeim einföldu reglum og vinnubrögðum sem

  settar hafa verið svo að deildin gangi sem best fyrir sig, til lengri tíma litið.

  Það yrðu mjög undarleg skilaboð og skrítin málalok ef Ögnamenn kæmust upp með trassaskap sinn í þessu máli. Með því væri verið að gefa skít í það skipulag og utanumhald sem mörg lið hafa kappkostað að fylgja í sumar.

 • Skrifað af cantona fyrir meira en 730 vikur

  ögni voru brotleigir hættið nú að væla og gerið ykkur klára í næsta leik.

  ég vona að SÁÁ komist áfram og vinni bjór svo þeir geti farið að brosa aftur ...... over and out kv KÓNGURINN

 • Skrifað af harr fyrir meira en 730 vikur

  Fyrir mitt leiti myndi ég aldrei kæra leik sem ég hefði tapað. Nema kannski ef að ólöglegur leikmaður hefði verið í hinu liðinu. Þetta klúður með skýrsluna í þessum leik hafði engin áhrif á það sem gerðist inn á vellinum.

  Persónulega myndi ég aldrei viljað fá illa fenginn stig, sama hversu langt eða stutt ég væri kominn í keppninni. Og þau rök að menn geri hvað sem er til að fá 3 stig er til skammar og alls ekki í anda íþróttarinnar, því jú þetta á nú víst að snúast um fótbolta og finnst mér persónulega skítt af forsprökkum SÁÁ að kæra leikinn.

  Þeir eru í fullum rétti til þess að kæra en það er skítt 

  En mistök eru til að læra af þeim og aldrei ætla ég að láta hanka mig á tækniatriði aftur og tapa þar sem ég vann 


  Kv. Andri Haraldsson 
  UFC Ögni #9 

 • Skrifað af Diddi fyrir meira en 730 vikur

  Það finnst mér alveg merkilegt hvað allir vilja hafa mikið utanumhald í kringum þessa deild...jafnvel að lyfta henni á hærra plan. Ég veit ekki af hverju þið eruð að spila í utandeildinni en ég er allavega að spila hérna til þess að geta spilað leiki, en samt fengið mér bjór þegar ég vil án þess að hugsa um hvenær næsti leikur er, mæta á æfingar einu sinni í viku og vera með frjálsar skiptingar svo ég  þarf þess vegna ekki einu sinni að vera i góðu formi.

  Er það fara að lyfta þessari deild á eitthvað hærra plan virkilega eitthvað sniðugt? Af hverju eru menn þá ekki bara í 2. 3. deild. Með fullri virðingu fyrir deildinni þá lít ég á hana sem griðarstað fyrir metnaðarminni fótboltamenn, þar sem þeir þurfa ekki að gera neitt mikið meira en bara mæta og spila, og er það einmitt fegurðin við hana. Hérna eiga menn að leika sér í fótbolta, ekki fara í þetta og svífast einskis til þess að ná í 3 stig (jafnvel að nenna að bregða sér í einhvern lögfræðileik eftir leikinn).

  Diddi
  UFC Ögni #6

 • Skrifað af Harry fyrir meira en 730 vikur

  @ Diddi Ögni #6

  Ég held að þú sért í miklum minnihluta hérna inni með þessi orð þín og þess vegna vil ég benda þér á Carlsberg Deildina sem Leiknir sér um á 7manna völlum,held það ætti vel við þig miðað við orð þín.

  Get sent á þig link á deildina svo þú getir skráð lið þar fyrir sumarið 2010 ef þú villt ?

 • Skrifað af Banjó fyrir meira en 730 vikur

  Harry.

  Enginn ætti að alhæfa um skoðanir annara í utandeild(þar sem þar leynast ólíkindatól). Mig grunar að það séu fleiri en þig grunar sem eru sammála Didda.Ps þó ég sé ekki einn af þeim.

 • Skrifað af Stefanovich fyrir meira en 730 vikur

  Já um að gera að sleppa utanumhaldinu...

  Til hvers að hafa þessar reglur allar? Til hvers að hafa stjórn í sjálfboðavinnu við að redda öllu því sem redda verður, og trúið mér það er meira en flestir halda? Til hvers að hafa dómara, af hverju dæmum við ekki bara sjálfir, við erum nú bara að þessu svona í léttu gríni....? Til hvers að hafa þessa deild yfir höfuð? Getum við ekki bara hóað sjálfir í önnur lið ef við viljum taka leik við önnur lið? þarf einhverja helvítis deild með utanumhald til þess?

  Þessi rök dæma sig sjálf.

Til að leggja eitthvað til málanna þarf notandi að vera innskráður