B- riðil = B - liðinn í deildinni í ár ?

 • Skrifað af 0007 fyrir meira en 689 vikur

   

  <!-- /* Font Definitions */ @font-face {font-family:Verdana; panose-1:2 11 6 4 3 5 4 4 2 4; mso-font-charset:0; mso-generic-font-family:swiss; mso-font-pitch:variable; mso-font-signature:536871559 0 0 0 415 0;} /* Style Definitions */ p.MsoNormal, li.MsoNormal, div.MsoNormal {mso-style-parent:""; margin:0cm; margin-bottom:.0001pt; mso-pagination:widow-orphan; font-size:12.0pt; font-family:"Times New Roman"; mso-fareast-font-family:"Times New Roman"; mso-ansi-language:EN-GB;} @page Section1 {size:612.0pt 792.0pt; margin:72.0pt 90.0pt 72.0pt 90.0pt; mso-header-margin:36.0pt; mso-footer-margin:36.0pt; mso-paper-source:0;} div.Section1 {page:Section1;} -->

  Fyrsta umferð í úrslitariðlunum búinn....

  Hverning finnst mönnum þetta fara á stað ?

  Erum menn á samsins mér eða ekki ?

  Er b-riðilinn að drulla upp á bak or WHAT...

   

  V.Júpíters flengja Vatnaliljur 4-0 ( Vatnaliljur ekki tapað leik í riðlinum  þangað til að þeir mætu liði úr A-riðli

   

  Kumho vann Hjörleif 1-0 (Hjölli ekki tapað leik í riðlakeppninn, sá þennan leik og voru Hjölla menn heppnir að lifa fyrrihálfleikinn af bara 1-0 undir leikur jafnaðist aðeins í seinnihálfleik..

   

  Elliði vann Dufþakur  5-3 gömlumennirnir í Elliða eldast betur en heldrimenn Duffa..

   

  Ufc Ögni vann SÁÁ 2-0 .....

  Einsog menn sjá hér þá tapa öll liðinn í b-riðli  sýnum leikjum....

  Er b- riðilinn kanski = B- liðinn í deildinni í ár..

   

  Þegar Stórt er spurt... er þá fátt um svör.

  Vonandi að menn hafi haft gaman af þessu netta skít kasti

   

  KV

  0007

 • Skrifað af 5*stunna fyrir meira en 689 vikur

  Aðeins ein umferð hefur verið spiluð svo við skulum bara bíða og sjá. En vissulega var þetta slakur árangur b-riðilnum í fyrstu umferð.

   

   

 • Skrifað af Nr13 fyrir meira en 689 vikur

  Klárlega allt of snemmt að dæma B riðilinn í heild sinni, ein umferð af þremur er ekki nóg til þess. En það sem hægt er að dæma og það bara af þessum eina pósti frá 0007 eru skrif viðkomandi, stafsetningin og almenn notkun á tungumálinu okkar ylhýra. Einstaklingurinn verður jú alltaf dæmdur af skrifum sínum. Vissulega er sá möguleiki til staðar að viðkomandi sé ekki fæddur á Íslandi, sé jafnvel af erlendu bergi brotinn eða hafi jafnvel búið lengi á erlendri grundu. En mig grunar ekki... held svei mér þá að hann hafi bara unnið of mörg skallaeinvígi. Ef menn ætlast til þess að þeir séu teknir alvarlega, eða jafnvel að hægt sé að hlæja að þeim, verða menn að vera rétt skrifandi og hafa eitthvað málefnalegt fram að færa. Annars ættu þeir bara að sýna sóma sinn í því að hlusta eða lesa sjálfir og reyna þannig að læra í stað þess að rasa út með slíkri innihaldslausri þvælu, sem verður ekki einu sinni tekin sem nett skítkast.         

  Með vinsemd og virðingu.

 • Skrifað af hrsteinsen fyrir meira en 689 vikur

  Þetta er ekki rétt hjá þér félagi SÁÁ unnu UFC Ögna 3-0 í miklum baráttu leik í gær.

 • Skrifað af vatnalilja#4 fyrir meira en 689 vikur

  Staðan í leik Vængjanna og Vatnaliljanna var 0-1 í svona um það bil 60 mín.  Þeir skoruðu svo annað mark sitt úr vítaspyrnu og þá freistuðum við þess að fara framar á völlinn og nokkrir menn misstu trúnna.  Vængirnir eru vissulega með frábært fótboltalið og marga virkilega góða knattspyrnumenn á sínum snærum.  Hinsvegar gefur staðan 4-0 ranga mynd af leiknum af mínu mati þar sem þeim var algjörlega haldið niðri fyrir utan eitt "grísa mark" í fyrrihálfleik. 

  Næsti leikur okkar er á móti Elliða þar sem sú kenning að það séu einhverjar SULTUR í B-riðlinum verður afsönnuð.  Ég hvet "0007" sérstaklega til að mæta á svæðið og fylgjast með leiknum.  Við þökkum Vængjunum kærlega fyrir leikinn, þeir voru betri aðilinn í leiknum.  Sjáumst í úrslitunum :0)

 • Skrifað af vatnalilja#4 fyrir meira en 689 vikur

  Leikurinn er á móti Duffanum afsakaðu en við mætum dýrvitlausir

 • Skrifað af Norberto fyrir meira en 689 vikur

  Vængir þakka sömuleiðis fyrir leikinn og vona að ykkur farnist vel í næstu  leikjum . Hvað varðar þessa umræðu þá held ég að A-riðillinn hafi verið ögn sterkari þetta sumarið sem sýnir sig kannski best á topp 3 þar, menn skyldu þó seint afskrifa lið eins og Hjölla og Vatnaliljur sem bæði spiluðu úrslitaleiki í fyrra.

  ps er Möllerinn nokkuð kona Tussans í Elliða?

 • Skrifað af cantona fyrir meira en 687 vikur

  þá er það komið á hreint og ef ögni hefði ekki lent í kæruni hefðu þeir farið áfram en ekki hjölli

 • Skrifað af Jói fyrir meira en 687 vikur

  Það er ekki rétt, þeir hefðu endað í þriðja sæti með slökustu markatöluna. Kæran skipti því engu máli.

 • Skrifað af cantona fyrir meira en 687 vikur

  ögni hefði unnið sáá 2-0 og kumho 3-2 tapað fyrir hjölla 2-3 sem er markatalan 7-5 hjölli tapar fyrir kumho 0-1 vinnur sáá 2-0 og vinnur ögna 3-2 markatalan 5-3 og því er ögni áfram á fleiri mörk skoruð er það ekki ?

 • Skrifað af cantona fyrir meira en 687 vikur

  ef kæran hefði ekki verð svo hjölli græðir mest á henni allavega gerir sáá það ekki hehe

 • Skrifað af harr fyrir meira en 687 vikur

  Það er rétt. Ögni hefði komist áfram á fleirri mörkum skoruðum. Þannig að hjöllamenn geta þakkað SÁÁ mönnum fyrir kæruna

 • Skrifað af addorri fyrir meira en 687 vikur

  Það þarf varla neinn að efast um það að bæði Hjöllamenn og við Ögnarar hefðum lagt leikinn allt öðruvísi upp ef Hjölli hefðu þurft að vinna með tveimur mörkum, þannig að ég sé ekki tilganginn í að pæla í þessu. 

  Frekar ættu menn að pæla í því hvernig í andskotanum okkur Ögnamönnum tókst að tapa þessum leik... Bullshitt rautt spjald, kolólöglegt þriðja mark - en við vorum samt betri - klikkuðum víti og 2-3 deddurum (Hjöllamenn klúðruðu vissulega deddurum líka en það var meira og minna allt þegar vorum komnir í kerfið 2-1-4-2). Er búinn að eyða síðustu 24 klukkustundum í einu samfelldu pirringskasti útaf þessum leik. Svona er þetta víst.

  Ögni #14

 • Skrifað af VatnaliljuVatnsberi fyrir meira en 687 vikur

  Er sjálfur ekki leikmaður í þessari deild en sá slatta af leikjum úr B-riðli og svo úrslitakeppninni.

  Vissulega 3 fín lið úr A-rilði. En Hjörleifur og Vatnaliljur eru hörkulið og vel samkeppnishæf í þessa úrslitakeppni.

  Hjörleifur er ennþá með og of snemmt að afskrifa þá gegn Vængjunum. Svo munaði engu að Vatnaliljur væru í undanúrslitunum. Sá leikinn þeirra gegn Elliða þar sem þeir voru betri aðilinn og gerðu harða hríð að marki Elliða undir lokin. Áttu góð færi, skot í stöng og svo annað réttframhjá í þann mund sem flautan gall. Sennilega sárnar þeim samt mest að þegar 5 mín voru eftir þá áttu VL horn sem uppúr kom klafs sem endaði með skoti sem markmaður Elliða varði, fylgt var eftir með skoti á markið sem annar leikmaður Elliða varði með hendi( ekki markmaðurinn), við erum ekkert að tala um neitt bolti í hönd eða eitthvað heldur bara bjargað marki með fínni vörslu. Ágætur dómari leiksins sá þetta ásamt ÖLLUM í húsinu enda vel staðsettur en þorði bara ekki að dæma víti og rautt.

  Ekkert gefið að vítið hefði verið nýtt en þá hefði þetta geta verið 2 lið úr A og 2 úr B riðli. Vatnaliljur komast því ekki í undanúrslit þrátt fyrir að tapa bara einum leik í deild og úrslitakeppni, bara Vængirnir sem státa af BETRA recordi.

  Annars spái ég því Vængirnir taki dolluna. Þótt vissulega séu Kumho, Hjörleifur, Elliði, Vatnaliljur og Ögni samkeppnishæf lið. Duffþakur og SÁÁ eru það hinsvegar ekki þetta haustið.

  kv. Stuðningmaður Vatnalilja

 • Skrifað af Duffi 23 fyrir meira en 687 vikur

  Sælir

  B-riðill var sterkari í fyrra ef það á að dæma riðla í dag (fyrra líka). Hjölli var í A-riðli  og Vængir, Duffi og CCCP voru í B-riðli. Þessi fjögur lið fóru í undanúrslit í fyrra. Vængir 1.sæti, Hjölli 2.sæti, Duffi 3.sæti og CCCP 4.sæti.

  Vildi bara minna menn á þetta.

  Annars er spá mín þessi. Vængir 1.sæti, Elliði 2.sæti, Hjölli 3.sæti og Kumoh 4.sæti.

  Kv. Jóhann Sveinn - Duffi#23

 • Skrifað af Ballack fyrir meira en 687 vikur

  Þess má geta að boltinn fór ekki í hönd Elliðamanns heldur beint í andlitið og snerti aldrei hönd. Það er sennilega þess vegna sem dómararnir dæmdu ekki hendi.

 • Skrifað af Spekulant fyrir meira en 687 vikur

  Týpískur Ballack, alvöru Ballack myndi aldrei viðurkenna neitt enda skítseiði af verstu sort... Ekki veit ég hvar þú verslar linsurnar þínar eða hvort þú setur þær í þig yfir höfuð en það sáu þetta allir í húsinu, skemmtilegasta við þetta er að húsvörðurinn í Kórnum sá þetta og sagði við suma úr VL hvernig dómarinn fór að því að sjá þetta EKKI! Annars óskum við úr VL Elliða til hamingju með sætið í undanúrslitum.

 • Skrifað af addorri fyrir meira en 687 vikur

  Fyrst húsvörðurinn sá það, þá hlýtur þetta að hafa verið víti...

Til að leggja eitthvað til málanna þarf notandi að vera innskráður