Hörður dómari !

 • Skrifað af svartbakur fyrir meira en 692 vikur

  Ég get ekki lengur setið á skoðunum mínum gagnvart þessum manni. Nú hef ég séð þá nokkra leiki þar sem hann er að dæma og finnst mér hann vera deildinni alveg hreinlega til skammar. Menn eru að tala um að Jakob sé slæmur dómari. Þessi er bara litlu skárri ef hann er það þá.

  Fyrir það fyrsta þá leyfir hann aldrei leikjunum að fljóta. Hann eyðir miklum tíma í að stoppa leikina, taka 500 metra spretta og segja mönnum að róa sig niður. Hann leyfir mönnum aldrei að segja múkk eða bölva sjálfum sér eða liðsfélaga. Gott dæmi í gær í leik Elliða og Khumo. Það var liðið c.a 2mín og einn leikmaður Khumo rétt rak sig í leikmann Elliða alveg óviljandi. Jú viti menn. Hann tekur 100metra sprettinn og segir að nú verði hann að róa sig.

  Ef við berum Árna dómara og hann saman þá leyfir Árni leikjunum alltaf að fljóta, gefur fá spjöld og leyfir mönnum aðeins að tjá sig. Með þessu þá fær hann nánast aldrei leikmenn upp á móti sér og leikirnir ganga hratt og snuðrulaust fyrir sig. En hjá Herði geta leikirnir tafist um fleirri fleirri mínútur.

  Ég gat bara ekki lengur setið á skoðunum mínum. Ákvað ég ekki að vera með neitt skítkast gagnvart Herði, eingöngu að tjá mig um störf hans.

  Hvað finnst ykkur um þennan dómara?

 • Skrifað af actor fyrir meira en 692 vikur

  Sorglegur dómari sem á ekki að vera með flautu í kjaftinum, hann leyfir mönnum ekki að tala við sig. Ég fékk gult spjald eftir að hafa spurt hann hvar boltin hefði verið, þá sagði hann mér að segja ekki orð, og ég segi við hann að ég megi vel tala við hann, fer hann í vasan og gefur mér gult. Það voru 5 gul spjöld í þessum leik og eitt rautt, aldrei var gefið spjald eftir brot. Ég vil ekki sjá þennan mann aftur á vellinum þegar ég er að spila. Hrokafullur maður með flautu concerta.

 • Skrifað af Drekinn fyrir meira en 692 vikur

  Tja hann er alls ekkert fullkominn en mér finnst það alveg fjarri lagi að kalla hann sorglegan dómara. Það getur vel verið að hann taki sig full alvarlega og spjaldi of mikið en mér finnst það þó betra en að hafa þessar rolur sem oft hafa dæmt í deildinni. Í raun verð ég að segja að dómgæslan í ár hefur aldrei verið eins góð. Þessir 3 sem hafa verið að dæma eru allir fínir dómarar. Árni, rauðhærði og svo þessi Hörður.

  Allavega gef ég stjórninni stóran plús fyrir að vera loksins kominn með dómaramálin í góðan farveg. Þetta var nú algjör hryllingur fyrir nokkrum árum. 

 • Skrifað af viktor fyrir meira en 692 vikur

  Ég man nú ekki í fljótu bragði hvort þessi umræddi dómari hafi dæmt leik sem ég spilaði í sumar, en ég ætla að taka undir með Drekanum að dómgæslan í ár finnst mér vera myndarlegt skref upp á við frá fyrri árum.

  Sérstaklega var ánægjulegt að spila leik þar sem voru tveir að dæma, rauðhærði og bróðir hans, og maður sá strax að það gaf leikmönnum minna svigrúm til að tuða.

 • Skrifað af homer fyrir meira en 692 vikur

  Mér finnst nú Hörður vera langtum skárri dómari heldur en þessi rauðhærði og ég tala nú ekki sá sköllótti sem dæmdi leik okkar gegn Vatnaliljunum.

 • Skrifað af Harry fyrir meira en 692 vikur

  Ég tek undir með Drekanum og Viktor,spilaði leik með tvo dómara í vikuni og þetta var bara allt annað líf !!!

Til að leggja eitthvað til málanna þarf notandi að vera innskráður