Vantar leikmenn

 • Skrifað af gongi fyrir meira en 694 vikur

  Sælir piltar

  Við erum að stofna nýtt lið sem hyggst taka þátt í þriðju deildinni að ári. Við erum að gera þetta í samstarfi við ÍBR og KSÍ og verður þetta líklegast nýtt hverfislið Grafarholts og munu umsvif þess því stækka með hverju árinu. Við erum þó ekki nægilega margir til að vera með hóp í þetta né nægilega góðir. Við erum með 5-6 mjög sterka stráka en við hinir erum bara uppfyllingarefni svo það væri gaman ef einhverjir sterkir leikmenn úr utandeildinni væru til í að takast á við þessa áskorun og vera partur af þessu frumkvöðla starfi. Okkur vantar menn í allar stöður og sárvantar sterka varnarmenn. Endilega verið í bandi

  gonginn@gmail.com

  Ekki er búið að ákveða nafn á liðið né æfingarsvæði en í augnablikinu æfum við á ÍR vellinum og gæti farið svo að við spilum þar fyrsta árið. Vonast til að heyra í sem flestum.

 • Skrifað af cantona fyrir meira en 694 vikur

  ég ætla ekki að vera neitt leiðinlegur enn ef þú ætlar í þessa deild ræður þú ekki hver þú spilar þína heimaleiki kv Kóngurinn

Til að leggja eitthvað til málanna þarf notandi að vera innskráður