2 x dómarar í leik

  • Skrifað af dhwium fyrir meira en 763 vikur

    Í kvöld var gerð tilraun með að hafa tvo dómara í leikunum í Kórnum.  Við vissum nú ekkert um þetta fyrirfram en ég vil lýsa yfir ánægju með þetta fyrirkomulag.  Okkur fannst þetta virka mjög vel, a.m.k. í leiknum okkar, Vatnsberar - Dufþakur.  Sérstaklega fannst manni rangstæðudómarnir meira traustvekjandi en oft áður.

    Vatnsberi #1

  • Skrifað af actor fyrir meira en 763 vikur

    Ha, tveir dómarar með flautu? ég er ekki að sjá það fyrir mér. Afvherju ekki að bæta einum í viðbót og hafa bara 2 aðstoðar dómara ?(línuverði)

  • Skrifað af haffi fyrir meira en 762 vikur

    mér fynnst gott að vera með tvo dómara ,miklu betri leikur og betri dómgæsla þetta er eitthvað sem koma skal..

  • Skrifað af cantona fyrir meira en 762 vikur

    þetta er mjög góð lausn en spurningin er hvort liðin eru tilbúin að borga um 70 000 þúsundum meira fyrir mótið til að borga 2 dómurum á hvern leik ?

  • Skrifað af Laddi fyrir meira en 761 vikur

    Ég held að þetta sé miklu betra og ekki bara fyrir okkur leikmen heldur líka fyrir dómarana. Þeir lenda í miklu minni vafaatriðum og röfli. Ég persónulega er alveg til í að borga 4000 "minn hlutur í liðinu" meir á ári fyrir betri dómgæslu og þar með skemmtilegri leiki og deild.

    Geirfugl # 1

  • Skrifað af haffi fyrir meira en 761 vikur

    Þetta er eitthvað sem við verðum að ræða bara fyrir næsta tímabil,ég held að liðinn séu til  í að borga meira fyrir þetta,þetta er kannski ekki svo mikið þegar upp er staðið...

  • Skrifað af hrsteinsen fyrir meira en 761 vikur

    Held að þetta sé ekki bara spurning um peninga heldur hvort það fáist nógu margir dómarar til að framkvæma þetta.

  • Skrifað af fcsaa fyrir meira en 761 vikur

    það er talað um að hvert lið þurfi að borga 70.000 kr.meira..hvað taka eiginlega dómarar fyrir hvern leik..;o)

    hvað er miðað við marga leiki á hvert lið?

     

  • Skrifað af gaui fyrir meira en 761 vikur

    Það varður lagst undir feld með þetta máli í vetur en tel nokkuð ljóst að það kosti ekki 70.000.kr aukalega á lið held að 30 til 50.000. sér nær lagi en.. En stæðsta vandmálið er að mann nógu marga dómar til þess að cover þetta. En við komum til með að íhuga þetta mál vel og vantlega í vetur....

    KV
    Gaui Kumho

  • Skrifað af Formann fyrir meira en 761 vikur

    líst mjög vel á þetta tveggja dómara dæmi, leikirnir eru undir miklu meira control, það er bara ekki möguleiki fyrir einn dómara að vera dæma rangstæður.... það er bara ekki fræðilegur (kannski ein og ein sem hann nær að sjá í raun), þannig að dómarnir eru mjög oft rangir og þá verða allir vitlausir :)

    kv.

    G-bird

  • Skrifað af Dragon fyrir meira en 761 vikur

    Eru tveir dómarar á alla leiki sem eftir er í deildinni? Eða bara útvöld lið?

Til að leggja eitthvað til málanna þarf notandi að vera innskráður