Utandeild (UD)

Leikreglur

1. gr.

Mótið hefst í maí með leik deildar- og bikarmeistara ársins á undan.

2. gr.

Þeir leikmenn sem eru á leikmannalista sem skilað er til stjórnar eða eru í gagnagrunni eru gjaldgengir í UD, og eru gjaldgengir sem leikmenn í leikjum UD. Eldri-flokks (old boys) leikmenn eru gjaldgengi hjá bæði UD og KSÍ.

Leikmenn/lið þurfa að skila inn upplýsingum um félagsskipti ef:

a) Leikmaður skiptir um utandeildarlið.

b) Leikmaður hefur leikið í móti á vegum KSÍ sama ár eða árið á undan.

c) Nýir leikmenn sem spilað hafa í \\\\\\\\\\\\\\\'Old boys\\\\\\\\\\\\\\\' á vegum KSÍ.

Félagaskipti nýs leikmanns verður að tilkynna með 5 daga fyrirvara til þess viðkomandi leikur teljist löglegur.  Ekki er hægt að skila inn félagaskiptum eftir 31.Júlí.  Nýja leikmenn verður að tilkynna til stjórnar með 5 daga fyrirvara.  Hver leikmaður getur eingöngu skipt einu sinni um lið í UD á hverju keppnistímabili. Ef leikmaður skiptir yfir í lið sem svo hættir keppni er veitt undanþága frá þessari reglu, þ.e. leikmaðurinn fær heimild til þess að skipta yfir í annað lið svo framarlega sem skiptin fara fram fyrir 15.júlí Undanþága er veitt fyrir markmann fram að síðasta leiki í deild. Ef undþága er veitt þá verður gengið úr skugga um að þetta sé leikmaður sé markmaður. 

Leikmannalista fyrir sumarið skal vera klár fyrir 1. leik hjá viðkomandi liði.

3. gr.

Fjöldi leikmanna í hverju liði er 11 en heimilt er að skipta mönnum inná og útaf að vild. Skipting fer fram á hliðarlínu við miðju vallarins.

4. gr.

Leiktími í almennum leiktíma er 2 x 40 mínútur. Dómari sér um dómgæslu í hverjum leik. Það lið sem á heimaleik er ábyrgt fyrir keppnisboltum.  Framlenging í bikarkeppni og úrslitaleikjum um sæti er 2 x 10 mínútur, ef enn er jafnt skal fara fram vítaspyrnukeppni.

5. gr.

Almennar reglur KSÍ um knattspyrnumót gilda nema annað sé tekið fram.

5.gr.A.Reykingar og neysla vímuefna,áfengis á Íþróttasvæði er Stranglega bannað.

5.gr.b.Verðar unnar skemmdir á íþróttarsvæði,T.d skýli eða öðru í eigu leigusala ber deildin ábyrð á þeim skemmdum og þurfa að bera kostnað af Viðgerðum á þeim mannvirkjum sem liðin valda.

6. gr.

Leikir fara fram á völlum sem stjórn UD semur við.  Ef lið kýs að leika annars staðar er það háð leyfi andstæðingsins í hverjum leik. Það lið sem færir leik þarf að tilkynna það til mótsstjórnar með a.m.k. viku fyrirvara og þarf það að vera sent með tölvupósti eða skriflegt og sent á faxi. Liðið er þá ábyrgt fyrir kostnaði vegna leigu á velli og kostnaði við dómara. Til að færsla á leikvelli og/eða leiktíma teljist gild þarf samþykki stjórnar.

7. gr.

Keppnisfyrirkomulag: Keppnin er riðlakeppni.  Hefðbundnar KSÍ reglur varðandi stigagjöf. Úrslitakeppninni er síðan skipt í tvo fjögurra liða riðla, tvö lið úr hvorum riðli komast í undanúrslit, þar er spilað krossspil og úrslitaleikur. Í leikjaniðurröðun eru teknir frá ákveðnir leikdagar fyrir bikarkeppni. Ef tvö lið verða jöfn gilda almennar reglur KSÍ um knattspyrnumót. Á hverju ári falla 2 neðstu liðin úr efri riðli/riðlum. Á móti vinna 2 efstu liðin neðri riðli/riðlum sig upp um deild.

8. gr.

Leikmenn sem hafa fengið rautt spjald fara sjálfkrafa í leikbann í næsta leik, hvort sem er í riðlakeppni eða bikarkeppni. 5.Gul spjöld tákna 1.leiksbann, er þar átt við spjöld úr deild og bikar. Gull spjöld fara af mönnum í úrslitakeppninn en ekki leikbönn.  Leikbönn fylgja leikmönnum á milli tímabila.  Ef með þarf tekur aganefnd ákvörðun um lengd brots í samvinnu við dómara. Lengd leikbanna er minnst 1.leikur og mest ævilangt. Ef leikmenn liðs verða uppvísir af ósæmilegri hegðun, s.s. líkamsárásir, skal því liði vísað úr keppni.

9. gr.

Útbúnaður leikmanna: Liðin skulu spila í treyjum með númeri og skulu þær allar vera eins útlítandi. Leikmenn mega ekki skipta um treyjur. Óheimilt er að spila í skrúfutökkum. Leikmenn skulu spila í legghlílfum. Ef ekki er farið eftir þessum reglum er dómara skylt að vísa leikmanni af velli og annar kemur í hans stað.

Leikskýrslur: Fylla skal út leikskýrslu og skila 15 mín fyrir leik, eitt eintak fyrir dómara og annað fyrir mótherja. Leikskýrsla skal innihalda fullt nafn, kennitölu og treyjunúmer leikmanns. Ennfremur skal þar koma fram leikdagur, leiktími, á hvaða velli er spilað og hvaða lið mætast. Dómari sér til þess að skýrsla sé rétt útfyllt.
Aðeins leikskýrslur prentaðar af vef UD eru löglegar skýrslur.  Utandeildin.is
Liðinn eru sjálf ábyrg fyrir því að fá leikskýrslu frá andstæðingi sínum.

10. gr.

Ef upp koma kærumál skulu þau berast skriflega og/eða í tölvupósti til stjórnar innan 3.daga frá leikdegi.

11. gr.

Viðurlög við brot á reglum:

Ef lið skilar ekki inn skýrslu og fær á sig kæru dæmist leikur tapaður 3-0. Ef lið er ekki mætt eftir að 15 mínútur eru liðnar frá auglýstum leiktíma dæmist leikur tapaður 3-0. Til þess að lið geti talist leikhæft verða amk. 7 leikmenn að vera inni á vellinum. Brjóti lið reglur mótsins í þrígang á sömu leiktíð, skal vísa því úr keppni umsvifalaust. Ef lið verður uppvíst að svindli eða noti ólöglega leikmenn dæmist leikur tapaður 3-0.


12. gr.

Stjórn hefur heimild til að kæra brot óháð tímalengd frá broti.

13. gr.

Í byrjun hvers tímabils skipar stjórn aganefnd sem er skipuð 3 aðilum, þar af 1 fulltrúa úr stjórn deildarinnar.

14.gr.

Staðfestingargjald/þáttökugjald.

þáttökulið sem taka þátt í mótinu greiða staðfestingargjald og svo þáttökugjald.

staðfestingargjald.

Staðfestingargjald Fer eftir fjölda þáttökuliða.

Tekið skal fram að Staðfestingargjaldið sem liðin borga er ekki endurgreitt!!!!!!!.

þáttökugjald.

Liðin greiða þáttökugjald fyrir þáttöku í Móti deildarinar.

Gjaldið hverju sinni fer eftir þáttökufjöldaliðana.

Reglur uppfærðar April 2015.